Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 44

Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í dag kl. 17 verður opnuð sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík í nýbyggingu Lækn- ingaminjasafnsins á Seltjarnarnesi. Sýningin er tvískipt. Annars vegar verða sýnd lokaverkefni 48 nemenda í þremur deildum skólans, þ.e. Mót- un, Teikningu og Textíl, en nemend- urnir eiga að baki tveggja ára nám á diplómastigi og er námið samstarfs- verkefni Myndlistaskólans og Tækniskólans. Hins vegar verða sýnd verk 29 nemenda á myndlista- og hönnunarsviði sem hafa lokið eins árs grunnnámi á framhaldsskóla- stigi. Mótun sýnir nú lokaverk nem- enda sinna úr tveimur námshlutum í fjórða sinn en Teikning og Textíll tóku inn nemendur í fyrsta sinn vor- ið 2010 og eru útskriftarnemar þeirra deilda því þeir fyrstu sem sýna lokaverkefni sín. Nemendur sem útskrifast með diplóma eiga kost á því að hefja nám á þriðja og síðasta ári BA-náms við háskóla er- lendis, nemendur í Teikningu geta sótt um nám í háskóla í Cumbria á Englandi, nemendur Textíls í listaháskólanum í Bergen og text- ílskóla í Skotlandi. Stolt af samstarfinu við Kahla Nemendur úr einum hluta Mót- unar hafa í vetur átt í samstarfi við Kahla, helstu postulínsverksmiðju Þýskalands, og er markaðsstjóri hennar, Sheila Rietscher, stödd hér á landi og mun velja verkefni tveggja nemenda sem þróuð verða áfram hjá fyrirtækinu, nemendurnir fara þá til Þýskalands og vinna þar að sínum verkefnum. Skólinn átti einnig í sam- starfi við Kahla veturinn 2010-11 og sýndu nemendur afrakstur þess samstarfs í Berlín í fyrra. „Þetta Kahla-verkefni er mjög fagmannleg vinna, ég er mjög stolt af því. Mér finnst við vera að ná ein- hverju stigi sem er mjög flott,“ segir skólastjóri Myndlistaskóla Reykja- víkur, Ingibjörg Jóhannsdóttir. Kahla sé fyrirmyndarfyrirtæki að mörgu leyti, t.d. hvað varðar sjálf- bærni í framleiðslu, umgengni við náttúruna og skilji hlutverk sitt í samfélaginu. Fyrirtækið hafi t.a.m. ekki úthýst framleiðslu eins og mörg sambærileg fyrirtæki hafi gert. „Það væri gaman ef einhverjir hlutir frá nemendunum fara í fram- leiðslu, að þeir sjái verkin sín í sam- hengi við flottustu gæðaframleiðslu Þýskalands á þessu sviði og að þeir læri af því. Þetta er stærsta fyr- irtæki Þýskalands á þessu sviði,“ segir hún. Það sé stefna Myndlista- skólans og Tækniskólans að nýju deildirnar, þ.e. Teikning og Textíll, eigi í frekara samstarfi við erlend og innlend fyrirtæki í framtíðinni líkt og Mótun hefur átt. Tekur tíma að ná færni Ingibjörg segir útskriftarnema hafa fengið frjálsar hendur síðustu sex til sjö vikur námsins til að vinna að lokaverkefnum sínum. Nefnir hún sem dæmi um fjölbreytni að nem- endur hafi m.a. gert bækur, tölvuleik og smáforrit eða „app“. Hvað teiknideildina varðar segir Ingibjörg mikla áherslu lagða á teiknifærni í náminu sem nemendur geti síðan nýtt með ólíkum hætti, allt eftir áhuga þeirra og hvar metnaður- inn liggur. „Þetta er í raun eini skól- inn sem er með þessa áherslu í teikn- ingunni og sama má segja um Textíl og Mótun. Þetta er nám á diplóma- stigi þar sem mikil áhersla er lögð á sköpun, að vinna á skapandi hátt en líka tæknilega færni og þjálfun, að nemendur þrói hugmyndir sínar og verkefni í gegnum þessa færni sem þeir afla sér í gegnum námið,“ segir Ingibjörg. Það taki tíma að ná slíkri færni og hún geti nýst við margs konar störf, m.a. þar sem verið sé að þróa sjónrænan heim með margs konar hætti. Því til dæmis megi nefna sköpun myndræns heims tölvuleikja, hreyfimyndagerð o.fl. Sköpun og tæknileg færni  Sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð í dag  Tveir útskriftar- nemar úr Mótun fara til Þýskalands og starfa að verkefnum sínum hjá postulínsfyrirtækinu Kahla Morgunblaðið/Ómar Sköpun Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskóla Reykjavíkur, með Sigríði Þóru Óðinsdóttur, útskriftar- nema við deildina Mótun - leir og tengd efni. Myndin var tekin við uppsetningu sýningarinnar í gær. myndlistaskolinn.is kahlaporzellan.com Postulínsfyrirtækið Kahla var stofnað árið 1844 í Kahla í Þýskalandi. Árið 1914 var það orðið eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í land- inu og rak m.a. verksmiðjur í Arzberg, Hutschhenreuther og Schönwald. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk var fyrir- tækið þjóðnýtt þar sem það stóð austan megin múrsins. Árið 1979 voru verksmiðj- urnar orðnar 17 og starfsmenn 18 þúsund. Árið 1994 tóku nýir aðilar við rekstr- inum og var framleiðslan þá betrumbætt með nýrri tækni. Tíu árum síðar náði fyrir- tækið þeim merka áfanga að hljóta fertug- ustu hönnunarverðlaunin fyrir framleiðslu sína á aðeins einum áratug og árið 2010 voru verðlaunin orðin 70. Tugir hönnunarverðlauna POSTULÍNSVERKSMIÐJAN KAHLA Glæsilegt Skálar og bakki frá Kahla, hönnunf Corneliu Müller. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE RAID Sýnd kl. 8 - 10:10 THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 5:30 21 JUMP STREET Sýnd kl. 8 HUNGER GAMES Sýnd kl. 10:20 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYND- UNUM EKKERT EFTIR! Fór beint á toppinn í USA BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG „FYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA!“ - T.V., Kvikmyndir.is HHHH STÆRSTA OFURHETJUMYND ALLRA TÍMA „SVÖL, SKEMMTILEG, GRÍPANDI OG FYNDIN“ „ÞÆR GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA!“ - Tommi, Kvikmyndir.is HHHHHHHH - J.W. Empire HHHH - J.C. Total Film HHHH - J.C. Variety HHHH - T.M. Hollywood Reporter HHHH - T.V. Séð og Heyrt TUTTUGU SÉRSVEITARMENN, EINN VÆGÐARLAUS GLÆPAFORINGI OG ÞRJÁTÍU HÆÐIR AF STANSLAUSRI SPENNU! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU FRÁ FRAMLEIÐENDUM BRAVEHEART KEMUR FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ MEL GIBSON Í FANTAFORMI! - T.V., KVIKMYNDIR.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 GRIMMD (BULLY) KL. 5.45 - 8 10 21 JUMP STREET KL. 10.15 14 MIRROR MIRROR KL. 5.40 L HUNGER GAMES KL. 9 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 - V.G. - MBL. HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 THE AVENGERS KL. 5 - 8 - 10.30 - 11 10 THE AVENGERS LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 10 21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 3.30 L AMERICAN REUNION KL. 8 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L HUNGER GAMES KL. 5 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 16 HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 8 - 10 16 THE RAID KL. 10 16 GRIMMD (BULLY) KL. 8 10 21 JUMP STREET KL. 6 14 MIRROR MIRROR KL. 6 L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.