Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Vorverkin Að mörgu er að huga á vorin og hér gerir Sigurður Örn bátinn Jónas feita kláran fyrir sumarið en Jónas feiti er bátur á vegum Sigluness, sem notaður er í ferðir með börn á sumrin. Ómar Einhvers staðar var skrifað að Jón Hregg- viðsson á Rein væri per- sónugervingur íslenskr- ar alþýðu sem sætir ókjörum. Hýðing Jóns fyrir snærisþjófnað lýsir refsihörku yfirvalda á Íslandi forðum tíð og spurt er hvort hverfa eigi aftur til þeirrar for- tíðar með ótæpilegu valdi eftirlitsstofnana. Í lögum um stjórn fiskveiða, tengdum lögum og reglugerð eru þeim starfs- mönnum hafna sem annast vigtun sjávarafla lagðar á herðar býsna merkilegar skyldur og ábyrgð, sem í öðrum starfsgreinum þættu svo með ólíkindum íþyngjandi að óviðunandi þætti. Hafnasamband Íslands hefur talað fyrir daufum eyrum um breyt- ingar á þessu og ekki bætir úr skák þegar fyrirhugaðar breytingar á lög- unum um stjórn fiskveiða herða heldur þær kröfur sem gerðar eru til þessara starfsmanna. Löngu fyrir daga fiskveiðstjórn- unarkerfisins hafa hafnarstarfsmenn annast vigtun sjávarafla, enda er það forsenda fyrir aflagjaldstekjum hafnanna. Við upptöku kvótakerf- isins sá ríkið sér leik á borði og nýtti vigtar og starfskrafta hafnanna – án endurgjalds – til að afla þeirra upp- lýsinga sem þurfti til að henda reiður á lönduðum afla. Hægt og bít- andi hefur ríkið síðan hert allt reglu- verk sem að þessu snýr, krafist meiri upplýsinga, sett tímamörk á upplýsingagjöfina og fært eftirlits- stofnun sinni víðtækar heimildir til að tyfta starfsmenn, sekta og refsa, ef þeir víkja frá þessum kröfum. Nú er starfsfólk hafna allt hið prýðileg- asta fólk og vandséð hvað reki yfir- völd til þess að sveifla refsivendi sín- um yfir hausamótum þess umfram aðrar starfsstéttir. Samkvæmt fyrir- liggjandi frumvarpi um stjórn fisk- veiða er meðal annars kveðið á um að stjórn- valdssektum skuli beitt óháð því hvort lögbrot sé framið af ásetningi eða gáleysi. Ábyrgð hafnar- starfsmanna sem annast vigtun sjávarafla er því hlutlæg – og engar eða litlar málsbætur ef út af er brugðið. Til þess að hnútarnir á svipunni séu nægilega ógnandi geta stjórnvaldssektir starfs- mannanna numið frá 50 þúsund krónum upp í 50 milljónir króna, en sektir hafnanna sem lögaðila frá 250 þúsundum króna upp í 250 milljónir króna. Til öryggis er kveðið á um að gjalddagi sektanna sé 30 dögum eft- ir ákvörðun þeirra. Sektarramminn er því víður og breiður – enda telja höfundar eflaust að hin breiðu bök vigtarmanna þoli ekki síður vand- arhöggin en Jón Hreggviðsson forð- um. Enginn amast við nauðsynlegu eftirliti, en sú þróun að færa eft- irlitsstofnunum óheft vald til ákvörð- unar sekta er ekki aðeins var- hugaverð heldur til þess fallin að draga verulega úr réttaröryggi. Slíkt er óviðunandi. Þess vegna er skorað á Alþingi að gæta nú vel að því sem sett er í lög og þess krafist að hóflaus útdeiling refsiheimilda gagnvart bryggjukörlum verði stöðvuð. Eftir Gísla Gíslason »Nú er starfsfólk hafna allt hið prýðilegasta fólk og vandséð hvað reki yfirvöld til þess að sveifla refsivendi sínum yfir hausamótum þess. Gísli Gíslason Ástæðulaus refsigleði Höfundur er formaður Hafna- sambands Íslands og hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Það dylst engum sem fylgist með störf- um Alþingis að þar er samgönguáætlun í vinnslu og meðförum. Mörgum finnst nóg um biðina eftir sjálf- sögðum samgöngu- úrbótum víðsvegar um landið. Gerð nýrra Norðfjarðarganga, sem enn einu sinni eru til umfjöllunar í sam- gönguáætlun, er mér mjög hug- leikin. Því miður lítur út fyrir að þeim verði enn einu sinni frestað. Íbúar Austurlands hafa beðið nýrra Norðfjarðarganga um ára- tugaskeið. Þau leysa gömlu Odds- skarðsgöngin af hólmi sem eru sannarlega barn síns tíma. Vegur- inn að göngunum er með allt að 13% halla og mörgum erfiðum og kröppum beygjum. Núverandi Oddsskarðsgöng eru einbreið og þröng, í yfir 600 metra hæð og í þeim miðjum er blindhæð! Daglega molna steinar úr berginu og falla á veginn. Vegurinn um Oddsskarð og gegnum þessi úreltu göng er þjóð- vegur í þéttbýli. Þessi farartálmi er í Fjarðabyggð og klýfur sveitarfé- lag í tvennt á milli hverfa þess. Um þennan erfiða fjallveg fara yfir þrjátíu þúsund manns á ári með skipulögðum samgöngum til að sækja vinnu, skóla, þjónustu Fjórð- ungssjúkrahússins, opinbera þjón- ustu og til stunda íþróttir svo eitt- hvað sé nefnt. Þá eru ótaldir allir þeir 500 einkabílar sem fara að meðaltali um Oddsskarð á sólar- hring. Yfir þennan fjallveg voru að auki flutt 25 þúsund tonn af sjáv- arafurðum á síðasta ári frá Norð- firði enda er þar land- að tæplega 15% af heildarkvóta sjávar- útvegsins árlega. Af hverju þurfum við, íbúar á Austur- landi, enn einu sinni að benda á öll þau rök sem legið hafa fyrir svo árum skiptir um nauðsyn þessarar sjálfsögðu samgöngu- bótar? Er það kannski svo að nýr vegur og ný göng séu ekki þjóð- hagslega hagkvæm? Þeirri spurningu er hægt að svara strax, því fáar samgöngubætur eru jafn þjóðhagslega hagkvæmar og ný Norðfjarðargöng. Í Fjarðabyggð verða til nærri 23% af útflutningsverðmætum þjóðarinnar í formi áls og sjávaraf- urða. Fjarðabyggð er samfélag sem aldrei sefur og þarf á því að halda að samgöngur innan þess séu greiðar svo þetta öfluga atvinnu- og þjónustusvæði á Mið-Austur- landi geti þrifist með eðlilegum hætti og haldið áfram að skila mikl- um verðmætum í þjóðarbúið. Á Norðfirði er bæði Fjórðungs- sjúkrahús Austurlands og Verk- menntaskóli Austurlands sem þjóna öllum fjórðungnum. Nú þeg- ar ríkisvaldið horfir til þess að ná hámarkshagræðingu á öllum svið- um sinnar þjónustu hlýtur að vera skilningur á því að aðgengi að þess- um stofnunum sé til framtíðar sem auðveldast öllum íbúum fjórðungs- ins. Allur sá kostnaður sem nú skap- ast við snjóruðning á Oddsskarði mundi sparast við að fá göng sem tengja saman Norðfjörð og Eski- fjörð á láglendi. Gríðarlegar upp- hæðir myndu sparast í eldsneytis- kostnaði enda er núverandi vegur um Oddsskarð er það brattur að eldsneytiseyðsla bifreiða sem þar fara um er mjög mikil. Reiknings- dæmið um þjóðhagslega hag- kvæmni verður ekki einfaldara en þetta – ný Norðfjarðargöng eru nauðsyn. Þá er ótalið að þegar sveitarfé- lagið Fjarðabyggð var myndað með sameiningu rótgróinna bæja og hreppa, fyrst 1998 og svo aftur 2006, þá sýndu íbúarnir fordæmi sem ríkisvaldinu var hugleikið, að fækka og stækka sveitarfélög. Í að- draganda beggja þessara samein- ingarkosninga lofuðu fulltrúar rík- isins samgöngubótum til að hægt væri að sameina hið nýja sveitarfé- lag. Ekki stóð heldur á slíkum lof- orðum þegar Alcoa gerði samninga við stjórnvöld um byggingu álvers í Fjarðabyggð árið 2003. Þá var það ríkisins að styrkja innviði sam- félagsins til að sveitarfélagið gæti orðið að einu stóru atvinnu- og þjónustusvæði og gæti tekist á við þetta verkefni. Þar var þörfin fyrir ný Norðfjarðargöng brýnust. Og enn bíðum við! Við getum ekki beðið lengur. Þarf kannski eitt slysið enn að verða á Oddsskarði til að fram- kvæmdir hefjist við ný Norðfjarð- argöng? Eftir Jón Björn Hákonarson » Fjarðabyggð er öfl- ugt atvinnu- og þjónustusvæði, sam- félag sem aldrei sefur og þarf greiðar sam- göngur til að skila verð- mætum í þjóðarbúið. Jón Björn Hákonarson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Norðfjarðargöng – þjóðhags- lega hagkvæm framkvæmd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.