Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum í Evrópu eftir forsetakosningarnar í Frakklandi og þingkosningar í Grikklandi á sunnudaginn. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækk- uðu við opnun markaða í gær vegna fréttanna en eftir að kanslari Þýska- lands, Angela Merkel, sagðist ætla að taka vel á móti nýkjörnum forseta Frakklands, sósíalistanum Francois Hollande, birti yfir fjárfestum og hlutabréf hækkuðu. Evran lækkaði í gærmorgun og hafði ekki verið lægri frá því í janúar en eftir ummæli kanslarans hækkaði hún aftur. Helsta hlutabréfavísitalan í Grikk- landi lækkaði um 6,7%. Kjósendur í Grikklandi höfnuðu þeim stjórnmálaflokkum sem hlynntir voru því að fá björgunarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Eftir kosningar í Grikkland er óvíst hvort hægt verð- ur að mynda ríkisstjórn og mögulega þarf að blása aftur til kosninga, segja erlendir fréttamiðlar. Úrslit kosn- inganna vekja því spurningar um hvort Grikkir vilji halda áfram þessu samstarfi. Fréttaskýrendur hafa sagt að gríska ríkið þurfi á þessari fjármögnun að halda til standa straum af daglegum rekstri. Aftur á móti eru margir Grikkir óánægðir með þær kvaðir sem láninu fylgja, líkt og launalækkanir og aðhald í rík- isrekstri. Frakkar kusu sósíalistann Francois Hollande sem forseta á sunnudaginn en skoðanakannanir bentu til þess, og niðurstaðan kom því markaðnum ekki í opna skjöldu, en 17 ár eru síðan vinstri maður gegndi embættinu. Nú beinast sjónir sérfræðinga á markaði að því hvernig Hollande muni vinna með Merkel og hvaða áhrif það muni hafa á evrusvæðið. Verður unnið að því að leysa efna- hagsvanda evrusvæðisins með því t.d. að auka aðhald í ríkisrekstri eða auka fjárútlát ríkisins. Í kosninga- baráttunni sagðist Hollande vilja minnka aðhald í ríkisfjármálum og auka hagvöxt. Þrátt fyrir að Merkel segðist ætla að taka vel á móti Hol- lande er hún fylgjandi því að haldið sé áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í niðurskurði á ríkisút- gjöldum. Óvissa á mörkuðum eftir kosningarnar  Mikilvægum spurningum er enn ósvarað í Grikklandi AFP Óvissutímar Óvissa ríkir í Grikklandi eftir þingkosningar og lækkaði vísitalan um tæplega 7% í gær. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-.-+ ,/+., +,-.01 ,+.1/0 ,+.-20 +1.+01 +23./0 +.334- +0+.12 +5,.,+ +,-.4+ ,/+.50 +,3.23 ,+.142 ,+.3/, +1.,3+ +23.-4 +.35, +0,.- +5,.55 ,+/.02-- +,3./+ ,/,.+1 +,3.4, ,+.024 ,+.353 +1.2/- +23.13 +.3555 +0,.04 +52.++ ● Tiger Woods er ríkasti íþróttamað- ur heims, sam- kvæmt fréttavef BBC. David Beckham er efstur á lista yfir ríkustu íþrótta- menn Bretlands. Hann er hins vegar aðeins í 10. sæti yf- ir ríkustu íþróttamenn í heimi. Auður Beckhams er metinn á 160 milljónir punda (32 milljarðar króna) en eignir Woods eru hins vegar metnar á 538 milljónir punda (108 milljarða króna). Tennisíþróttakonan Maria Sharapova er efst á lista yfir ríkustu konur heims í íþróttum. Á heimslistanum er Michael Schumacher í öðru sæti og Michael Jordan í því þriðja. Tiger Woods Tiger Woods ríkastur ● Dræm þátttaka var í útboði lánamála ríkisins sl. föstudag þegar nýr tveggja ára flokkur, RB14, var í boði en alls bár- ust níu tilboð að fjárhæð 1.350 m.kr. að nafnvirði en öllum tilboðum var hafnað. Krafa flokksins hækkaði um níu punkta frá deginum áður en þá birtu Lánamál ríkisins kaupverð á ríkisbréfum fyrir gjaldeyrisútboð SÍ þar sem krafan á RB13 var hærri en hún var á markaði. Erlendir aðilar hafa ekki ennþá sýnt RB14 áhuga en þeir sækja mikið í stutta flokka og nú styttist í gjalddaga á RB12 en þeir eiga um 70% af þeim flokki, samkvæmt greiningu IFS. Dræm þátttaka í útboði ● Alls var 111 kaupsamningum þing- lýst á höfuðborgarsvæðinu 27. apríl til og með 3. maí. Þar af voru 87 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og fjórir um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Heildarveltan var 3.261 milljón króna og meðalupphæð á samning 29,4 milljónir króna, samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Á sama tíma var átta kaupsamn- ingum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru sex samningar um eignir í fjölbýli og tveir um sérbýli. Heild- arveltan var 147 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,4 millj- ónir króna. Veltan 3,2 milljarðar veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemming þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.