Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Stjórnvöld áforma að framlengja álagningu raforkuskatts í frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Samkvæmt núgildandi lögum á raforkuskatturinn að leggj- ast af í lok þessa árs, í samræmi við samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við Samtök atvinnulífsins, Alcoa Fjarðaál, Norðurál, Rio Tinto Alcan og Elkem þann 7. desember 2009. Í frumvarpi fjármálaráðherra er hins vegar lögð til sú breyting að skatturinn verði ótímabundinn og muni jafnframt hækka frá því sem nú er, í takt við verðlagsþróun frá því að hann var fyrst lagður á árið 2009. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka álframleið- enda, segir í samtali við Morgun- blaðið framlengingu raforkuskatts vera „skýrt brot“ á því samkomu- lagi sem var undirritað við stjórn- völd í árslok 2009. „Það vekur mikla undrun að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við gerða samninga.“ Að sögn Þorsteins hafa fyrirtækin stað- ið að fullu við sinn hluta þessa sam- komulags með fyrirframgreiðslu tekjuskatts, samtals að fjárhæð ríf- lega 2,3 milljarðar króna. Samningurinn fól í sér að álfyrir- tækin þrjú sem starfa hér á landi, auk Elkem á Grundartanga, féllust á fyrirframgreiðslu tekjuskatts, „ásamt sköttum á raforku og kol- efnislosun vegna fljótandi eldsneyt- is, sem lagðir verða á með sérstök- um lögum, mun standa í þrjú ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í lok árs 2012,“ segir í samkomulaginu. Stöðva skuldasöfnun ríkisins Í frumvarpi fjármálaráðherra kemur fram að áætlað er að kolefn- isgjald á fljótandi jarðefnaeldsneyti og skattur af seldri raforku og heitu vatni skili ríkissjóði 5,8 milljörðum króna í ár. Í fyrirliggjandi áætlun um ríkisfjármál fyrir árin 2012 til 2015 er gengið út frá þessari tekju- öflun. Ekki náðist í fjármálaráð- herra, Oddnýju Harðardóttur, við vinnslu fréttarinnar, en í frumvarp- inu segir að skattlagningin sé „nauðsynleg forsenda þess að takist að ná markmiðum ríkisstjórnarinn- ar um jöfnuð í ríkisfjármálum og að stöðva skuldasöfnun með tilheyr- andi vaxtakostnaði“. Þegar lög um umhverfis- og auðlindaskatt voru samþykkt á Alþingi árið 2009, en lögin voru sett á þeim tíma sem hluti af áætlun stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013, var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af skattgreiðslunum yrðu um 4,7 millj- arðar króna á ársgrundvelli. Á það er hins vegar bent í umsögn Sam- taka atvinnulífsins (SA) til efna- hags- og viðskiptanefndar að frá þeim tíma hefur kolefnisgjaldið tví- vegis verið hækkað og er nú um tvöfalt hærra en upphaflega. „Hér er enn eitt dæmið,“ að mati SA, „um að aukin skattheimta skilar ekki tekjuáformum stjórnvalda þegar upp er staðið.“ Sendir alvarleg skilaboð Illugi Gunnarsson, sem á sæti í fjárlaganefnd Alþingis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé orðið „sér- stakt vandamál í sjálfu sér“ hversu illa er hægt að treysta fyrri yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar. „Sökum þessa fer hin pólitíska áhætta vax- andi, sem aftur hefur mjög skaðleg áhrif á fjárfestingar í landinu – af því að menn geta ekki treyst fyr- irheitum stjórnvalda. Ef fjárfestar, ekki síst erlendir aðilar, sjá að það er tilhneiging til þess á meðal stjórnvalda að standa ekki við gerða samninga, þá sendir slíkt mjög al- varleg skilaboð til allra sem eru að velta fyrir Íslandi sem ákjósanleg- um fjárfestingarkosti.“ Þorsteinn tekur í sama streng og segir það liggja í augum uppi að fyr- ir áhugasama fjárfesta í orkufrek- um iðnaði hér á landi skipti sköpum að það sé stöðugleiki í rekstrarum- hverfinu. „Það er því ekki mjög trú- verðugt ef stjórnvöld sýna með þessum hætti að það sé ekki hægt að treysta þeim samningnum sem þau gera.“ Raforkuskatturinn varanlegur  „Skýrt brot“ á samkomulagi  For- senda fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum Morgunblaðið/ÞÖK Alcoa Fjarðaál Samkomulag álfyrirtækjanna og Elkem við stjórnvöld gerði ráð fyrir því að sérstakur raforkuskattur myndi leggjast af í árslok 2012. Raforkuskattur » Raforkuskattur verður varanlegur samkvæmt frum- varpi fjármálaráðherra. » Skatturinn átti að leggjast af í árslok 2012 samkvæmt samkomulagi sem stjórnvöld gerðu við SA og stærstu not- endur raforku í desember 2009. » „Sérstakt vandamál í sjálfu sér“ að ekki sé hægt að treysta yfirlýsingum stjórnvalda, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is ÆTLAR ÞÚ AÐ BREYTA UM LÍFSSTÍL? Að námskeiðinu standa m.a. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingur, íþróttafræðingar og sálfræðingar Kynningarfundur 10. maí kl. 17:30 - Allir velkomnir HEILSULAUSNIR Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki • Mán., mið. og fös. kl. 6:20 eða 10:00. • Hefst mánudaginn 14. maí • Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Helga Einarsdóttir „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég er búin með grunnnámskeið í Heilsulausnum og er núna á framhaldsnámskeiðinu. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.