Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Sláttutraktorar Ýmsar útfærslur mosatætarar, jarðvegstætarar, laufblásarar, kantskerar. Garðsláttuvélar Rafmagns- eða bensíndrifnar Úðabrúsar 1-20 ltr. Með og án þrýstijafnara Einnig Sláttuorf Rafmagns- eða bensíndrifnar Keðjusagir Rafmagns- eða bensíndrifnar Hekkklippur Rafmagns- eða bensíndrifnar Þýsk gæðatæki sem auðvelda þér garðvinnuna Gerðu garðverkin skemmtilegri Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Á ferð minni um landið hefur mér og viðmælendum mínum orðið tíðrætt um sið- ferði. Siðferði okkar Íslendinga sem þjóðar, einstakra hópa í þjóð- félaginu og svo ein- staklinga. Margt ber á góma og sjónarmið mörg. Sem dæmi um þetta langar mig að endursegja ykkur sögur sem mér hafa verið sagðar. Þessar sögur varpa ljósi á hversu margslungin siðferðisumræðan er. Og í hvaða mynd siðferði eða skortur á siðferði getur birst. Atorkukona á Vesturlandi hefur staðið í byggingarframkvæmdum um skeið. Eftir að hafa fengið bygg- ingarleyfi fyrir framkvæmdunum þurfti hún fólk til að vinna verkið. Það reyndist þó ekki auðvelt. Menn sem hún hafði samband við vildu oft- ast vita hvort það væri möguleiki á að vinna „svart“. Konan aftók það með öllu og fældi þannig frá annars margan góðan manninn. Atorkusöm eins og hún er stóð hún á sínu og fékk mannað verkið. Snerist okkar tal um að þarna væri mögulega skortur á siðferði. Margir sögðu hreint út, að þeir myndu missa bæt- ur ef vinnan væri gefin upp. Það skal undirstrikað að hér ræðst ég ekki á nokkra stétt í landinu. Enda þekki ég marga í þessari atvinnugrein og bara af góðu! Og dæmið má sjálfsagt heimfæra á margar starfsgreinar. Þá tók ég tali góðan mann á Aust- urlandi. Hans dæmisaga var um margt áhugaverð. Hann sagði mér af umræðu í Kastljósi eitt kvöldið þar sem einelti voru gerð skil. Ein- elti er svartur blettur á þjóðarsál okkar og afleiðingar þess geta verið ógnvænlegar, eins og dæmin sanna. Það sem honum varð að harmi var umfjöllun í næsta þætti sjónvarps- ins. Í þeim þætti var meðal annars rætt um framlag Rússlands í söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Fannst honum umræð- an um lagið einkennast af neikvæðni, sett var út á flytjendur og gert grín að þeim. Þetta var í hans huga einelti. Frá baráttu á móti einelti og til (ómeðvitaðs – vil ég trúa) eineltis á tvemur tímum á besta útsendingartíma. Hvernig getum við kennt börnum okkar að einelti sé slæmt og eigi að slá niður ef við svo sjálf sýnum annað í gjörðum? Að lokum vil ég segja ykkur frá stórbrotnum hugrenningum ungrar frænku minnar. Lífið hefur kennt henni auðmýkt sem flest okkar kom- ast í gengum lífið án þess að þurfa læra. Henni varð rætt um það hvernig við dæmum fólk fyrirfram, oft af útlitinu einu. Um þetta gaf hún gott og satt dæmi. Hún sagði: „Það er sama hvað rauðhærð, feit stelpa segir, sama hversu einlægt, rétt og gáfulegt það er, enginn hlust- ar. Aftur á móti ef stelpa sem er ljós- hærð, grönn, bláeygð og þar eftir vinsæl segir eitthvað – hversu heimskulegt sem það nú er, þá hlusta allir. Bara af því að hún er sæt og allir vilja vera vinir hennar. Sjálf er ég líklega í þeim hópi, að út- liti til. En ef ég bæri hið innra, sem er laskað vegna sjúkdóms míns, utan á mér, þá væri ég eins og rauðhærða stelpan.“ Frænka mín, ung að árum, hefur skilið að á öðrum þekkjum við okkur sjálf. Við viljum öll vera í liðinu sem vinnur. Því lendum við oftar en einu sinni í því að velja hið ytra, því við höldum það gagni okkar málstað. Við breytum mót betri vitund óvit- andi að það bítur alltaf í skottið á okkur sjálfum að lokum. Við heyjum okkar endalausu per- sónulegu siðferðisbaráttu með það fyrir augum að verða betri dóttir, betri sonur, betri bróðir, betri systir, betri foreldrar, betri vinur og betri manneskja. Eða gerum við það? Unga frænka mín hefur og stend- ur fyrir siðferði sem ég get bara öf- undað hana af. Hún spyr spurninga þegar aðrir segja að þetta sé bara svona. Hin unga frænka mín er hug- rökk ung stúlka sem ég lít upp til. Á ferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært. Um „aukið siðferði“ og „svona er þetta bara“ Eftir Hannes Bjarnason » Á ferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært. Hannes Bjarnason Höfundur er í framboði til forseta Íslands – www.jaforseti.is. Þingmenn, hvernig vogið þið ykkur að bjóða landsmönnum upp á um- ræður ykkar á Alþingi? Þið eruð kosin á þing til að vinna sem best að hag lands og þjóðar. En nei, þið eyðið tíma og fé í að karpa um breyt- ingar á stjórnarráði okkar, eins og það sé forgangsmál. Hvar er að finna viturt og sterkt fólk sem sér eitthvað annað en sjálft sig og eyðir ekki tíma og fjármunum í að koma okkur undir erlend yfirráð? Það væri ráð að kæra ykkur fyrir Landsdómi vegna gáleysis. Það steðjar nefnilega ógn að Íslandi og meiri en ykkur grunar. Hvað er Kína – stærsta herveldi heims með alheimsyfirráð á stefnuskrá sinni og í smíðum eru ótrúlegar drápsvélar. Það er of langt upp að telja öll þeirra grimmdarverk gegn fólki og dýrum. Hvernig koma þeir fram í Tíbet og í Afríku? Fái þeir landsvæði á Íslandi fá þeir ítök í norðurhöfum og koma með skip sín og kjarnorkukafbáta. Þeir munu byggja athafnaþorp á Grímsstöðum hægt og bítandi og þið munuð gleypa við öllu. Þið skulið at- huga eitt, komandi kynslóðir eru ekki aldar nógu sterkt upp til þess að fást við Kínverja í framtíðinni. Hvar eru vinstrimenn og -konur nú, sem börðust hvað hatrammleg- ast gegn veru Bandaríkjamanna hér á landi áður fyrr? Það steðjar meiri ógn nú að Íslandi en nokkru sinni þá, og það í nafni erlendrar fjárfest- ingar og fyrir skitnar 860 milljónir. Hví sofið þið öll? Alþingismenn og -konur, þið hafið eytt síðustu árum í að koma okkur undir erlend yfirráð. Á meðan hefur ekkert verið gert fyrir land og þjóð. Ég mótmæli framkomu ykkar. Ég hlustaði á mál- flutning ykkar hinn 4.5. 2012. Fyr- irgefið, hvaða skrípaþing er þetta eiginlega? STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Ég mótmæli! Frá Stefaníu Jónasdóttur Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.