Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 mundur sveitastjóri á Álftanesi en Rúnar fór að vinna hjá BYKO. Eftir stúdentspróf hóf Rúnar störf við verslunina Hestamaðurinn og starfaði síðan hjá Reiðlist. Rúnar stofnaði eigið fyrirtæki, Trostan, árið 2003, en var umdæm- isstjóri VÍS á höfuðborgarsvæðinu 2003-2008, deildarstjóri einstaklings- viðskipta VÍS 2008-2009 og hefur verið framkvæmdastjóri Trostan ehf frá 2009. Fyrirtækið flytur inn hesta- vörur, einkum hnakka og reiðtygi og er með söluaðila í tíu löndum. Vill tengapabba sem forseta Rúnar var einn af stofnendum Framhaldsskólamóts í hestaíþróttum 1991, sat í barna- og unglingadeild Fáks í nokkur ár, var einn af stofn- endum Meistaradeildar hestaíþrótta og formaður hennar 2009-2010, er tengiliður Íslands við heimsmeist- aramótið á íslenskum hestum í Berl- ín 2013, situr í stjórn tímaritsins Eið- faxa frá 2005, er einn af stofnendum Íbúasamtaka Leirvogstungu og for- maður þeirra, situr í stjórn Skaftfell- ingafélagsins í Reykjavík og situr í kosningastjórn Ara Trausta Guð- mundssonar forsetaframbjóðanda. Rúnar fékk ekki hestadellu. Hann hefur alltaf verið með hana; „Þetta hefur alla tíð blundað í mér. Ég hef alla tíð sóttst eftir því að vera í návist við þessar óviðjafnanlegu skepnur. Fjölskyldan er nú með fimm hesta á húsi í Mosfellsbænum og á fjölda hrossa.“ Þegar þessu áhugamáli og að- alstarfi sleppir er Rúnar töluverður stanveiðimaður og sækir einkum í sjóbirting og lax. Eftirlætisveiði- staður hans, Hólmasvæðið í Skaftá, er þó því miður úr sögunni eftir að Skaftá ruddi sér nýjan farveg fyrir u.þ.b. þremur árum. Þá er Rúnar gegnheill Skaftfell- ingur, alinn upp m.a. hjá móðurfor- eldrum sínum í Vík og hjá fósturafa og ömmu á Holti á Síðu, Rafni Val- garðssyni og Halldóru S. Árnadótt- ur. Fjölskylda Eiginkona Rúnars er Hulda Sól- lilja Aradóttir, f. 7.9. 1973, leir- listakona. Hún er dóttir Ara Trausta Guðmundssonar, f. 3.12. 1948, jarð- eðlisfræðings, rithöfundar, þátta- gerðarmanns og forsetaframbjóð- anda, og María G. Baldvinsdóttir, f. 2.5. 1954, sjúkraliða Börn Rúnars og Huldu eru Andri Dagur, f. 20.7. 1997; Aron Máni, f. 31.12. 2003, og Egill Ari, f. 26.2. 2008. Hálfsystkini Rúnars, sammæðra, eru Rafn Árnason, f. 1980, verkfræð- ingur; Reynir Ingi Árnason, f. 1985, hagfræðingur, og Róbert Árnason, f. 1993, nemi. Hálfsystkini Rúnars, samfeðra, eru Snorri, f. 1976, doktorsnemi; Rannveig Heiðrún, f. 1977, umhverf- isskipulagsfræðingur, og Sigríður Stella, f. 1983, tónlistarnemi. Foreldrar Rúnars eru Egilína Sig- ríður Guðgeirsdóttir, f. 5.10. 1956, gjaldkeri við fasteignasölu, búsett í Mosfellsbæ, og Guðbrandur E. Þor- kelsson, f. 12.12. 1952, læknir í Reykjavík. Uppeldisfaðir Rúnars er Eyjólfur Árni Rafnsson, f. 21.4. 1957, forstjóri Mannvits - verkfræðistofu, bróðir Jóns Rafnssonar tónlistarmanns. Úr frændgarði Rúnars Þórs Guðbrandssonar Guðmundur Guðmundsson skósmiður í Vík Egilína Sigríður Jónsdótir húsfreyja í Vík Brynjólfur Oddsson b. á Þykkvabæjarklaustri Guðrún Þórðardóttir húsfr. á Þykkvabæjarklaustri Kristjánbjörg Á. Sigurðard. húsfreyja á Þórshöfn Guðbrandur Þorkelsson vitav. á Loftsölum í Mýrdal Elín Björnsdóttir húsfreyja á Loftsölum Rúnar Þór Guðbrandsson Guðbrandur E. Þorkelsson læknir í Reykjavík Egilína Sigríður Guðgeirsdóttir gjaldkeri Katrín S. Brynjólfsdóttir húsfreyja í Vík Guðgeir Guðmundsson vkm. í Vík Sigríður G. Guðbrandsdóttir verkak. í Rvík Þorkell Árnason sjóm. í Rvík Árni Guðnason bóndi á Þórshöfn Björn Halldórs. forstjóri Sorpu Hrafnhildur S. Þorkelsd. húsfreyja í Vík Sigurður R. Gíslason doktor í jarðfræði Guðrún Gísladóttir landfræðingur Gísli Brynjólfsson leigubílstj. í Rvík Tveir einbeittir Rúnar á Vakri frá Syðri-Hofdölum í firmakeppni. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár 90 ára Hrefna Kristjánsdóttir Sigurbjörg Hlöðversdóttir 85 ára Sigurjón O. Sigurðsson 80 ára Indriði Björnsson Steingerður Sólveig Jónsdóttir Þóra G. Magnúsdóttir Þórir Sigurðsson Gröndal 75 ára Elsa Þórdís Óskarsdóttir Siguróli Jóhannsson Sigurósk Eyland Jónsdóttir Stella Björk Georgsdóttir 70 ára Arndís Baldvinsdóttir Egill Jónsson Gylfi Borgþór Ólafsson Kirsten Friðriksdóttir Magnús Jóhannsson 60 ára Björg Hólmfr. Kristófersdóttir Gunnar Jónasson Helga Björk Gunnarsdóttir Jón Hjörtur Skúlason Kristjana Helgadóttir Margrét Ámundadóttir Margrét Böðvarsdóttir Ólafur Sigurðsson Ragnhildur Sigurðardóttir Sigfús Kristinn Jónsson Vignir Jóhannsson Þorbjörg Garðarsdóttir 50 ára Birgir Runólfur Ólafsson Bjarni Hilmar Ólafsson Bjarni Pétursson Craig Peter Roy Clark Jenný Heiða Björnsdóttir Sigurpáll Marinósson Símon Elí Teitsson Sólveig Sigurðardóttir 40 ára Árni Jón Arinbjarnarson Benedikt Hjartarson Guðmundur Már Sigurðsson Gunnar Örn Erlingsson Gyða Steinunn Valsdóttir Helga Björg Ágústsdóttir Karla Esperanza Barralaga Ocon Kristín Traustadóttir Rúnar Þór Guðbrandsson Stefán Hafþór Guðmundsson Suphiab Khorchai Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir 30 ára Björgvin Þorsteinsson Brynjólfur Jónsson Brynjólfur Már Georgsson Cuong Van Vu Dóra Sigrún Gunnarsdóttir Eduards Berzins Gunnhildur Guðmundsdóttir Hafþór Axel Einarsson Halldór Már Jónsson Markús Hjaltason Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Stefán Jónsson Þorvaldur Sveinsson Til hamingju með daginn 30 ára Markús ólst upp í Reykjavík. Hann lauk prófum í hljóðverkfræði við SAE í Hollandi. Systir Hugrún Hjaltadótt- ir, f. 1976, starfar á Jafn- réttisstofu. Foreldrar Hjalti Hugason, f. 1952, prófessor í guð- fræði við HÍ, og Ragnheið- ur Sverrisdóttir, f. 1954, djákni á Biskupsstofu í Reykjavík. Markús tekur á mót gest- um á Prikinu í kvöld. Markús Hjaltason 60 ára Ólafur fæddist á Selfossi og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Iðn- skóla Selfoss og nam húsasmíði hjá Sigfúsi Kristinssyni, bygginga- meistara. Ólafur starfar hjá Ölfusgluggum ehf. Kona Kristín Björnsdóttir, bókari hjá BSSL. Foreldrar Sigríður Ein- arsdóttir, f. 1919, fv. hús- freyja og Sigurður Ólafs- son, f. 1925 mjólkur- fræðingur. Ólafur Sigurðsson Dr. Hannes Finnsson biskupfæddist 8. maí 1739 í Reyk-holti í Borgarfirði, sonur Finns Jónssonar Skálholtsbiskups og Guðríðar Gísladóttur úr Máva- hlíð. Hannes lauk stúdentsprófi í Skál- holti, heimspekiprófi við Kaup- mannahafnarháskóla og varð bacca- laureus, lauk guðfræðiprófi og hlaut doktorsnafnbót í guðfræði 1790. Hannes stundaði kennslu og forn- fræðistörf í Kaupmannahöfn til 1767, og 1770-77. Hann hafnaði há- launuðu starfi sem þýðandi nor- rænna rita við konunglega bókasafn- ið í París, var boðið kennarastarf í stærðfræði við hirð Soffiu Magda- lenu ekkjudrottningar, var skrifari Árnasafnsnefndar frá 1772, var boð- in prófessorsstaða við Kaup- mannahafnarháskóla 1775 en vígðist dómkirkjuprestur í Skálholti 1776, var skipaður eftir- maður föður síns 1777, tók biskups- vígslu það ár og var Skálholtsbiskup eftir föður sinn 1785 til dauðadags 4. ágúst 1796. Íslendingar áttu marga afburða- fræði- og gáfumenn á 18. öld eins og fram kemur m.a. í þáttum Péturs Gunnarssonar um 18. öldina sem nú er verið að sýna í Ríkisútvarpinu á sunnudagskvöldum. Hannes var í hópi þeirra. Hann var einn merkasti lærdómsmaður þjóðarinnar á 18. öld og einn ástsælasti biskup hennar. Hann var í hópi virtustu handrita- og fornfræðinga Norðurlanda, afburða- guðfræðingur, einn lögvísasti maður landsins, las og ritaði hebresku, grísku og latínu og skrifaði og talaði dönsku, sænsku, þýsku og frönsku eins og innfæddur. Hann hlaut fjölda lærdómsverðlauna og var m.a. heiðursfélagi Konunglega forn- fræðafélagsins í London. Afkomendur Finns, föður Hann- esar, nefndu sig Finsena og komu víða við sögu fræða og hárra emb- ætta í Danaríki. Hannes biskup var t.d. afi Steingríms Thorsteinssonar skálds og bróður hans Árna Thor- steinsonar landfógeta, sem og Hilm- ars Finsen landshöfðingja og langafi Níelsar Finsen, nóbelsverðlauna- hafa í læknisfræði. Merkir Íslendingar Hannes Finnsson 30 ára Þorvaldur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann vann hjá Wurth á Íslandi í sex ár en er nú kokkanemi á Hótel Rangá. Kona Anna María Þráins- dóttir, byggingatækni- fræðingur, f. 16.1. 1986. Þau eiga nýfædda stúlku. Foreldrar Sveinn Rafn Ingason verkstjóri, f. 12.12. 1955 og Halldóra Kristín Guðmundsdóttir, starfsmaður sjúkrahúss Akraness, f. 18.9. 1957. Þorvaldur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.