Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Alls var 111 kaupsamningum þinglýst á höfuð- borgarsvæðinu frá 27. apríl til 3. maí. Þar af voru 87 samningar um eignir í fjölbýli, 20 um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Heildarveltan var 3.261 milljón króna og meðalupphæð á samning 29,4 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Á sama tíma var 8 kaupsamn- ingum þinglýst á Suðurnesjum þar sem meðalupphæð var 18,4 millj- ónir. 8 kaupsamningum var þinglýst á Akureyri og var meðalupphæð 18,8 milljónir. Loks var 4 kaupsamn- ingum þinglýst á Árborgarsvæðinu en meðalupphæðin þar var 17,4 milljónir króna. Þjóðskrá tekur fram að meðal- upphæð kaupsamnings sé ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna. 111 kaupsamningum þinglýst Teymi um málefni innflytjenda stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel miðvikudaginn 9. maí kl. 8:30-10 þar sem verður leitast við að svara því hvort íslenska sé forsenda þátttöku í samfélaginu. Fluttir verða fyrirlestrar og fundinum lýkur með samræðu í pallborði á milli frummælenda og fundargesta. Innflytjendur og tungumálið Á aðalsafnaðarfundi Akureyrar- sóknar var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að leið- rétta það ósamræmi sem komið sé í tekjur sókna samanborið við aðrar stofnanir á vegum innanríkisráðu- neytisins. „Hið góða starf sem unnið er í sóknum landsins er farið að líða verulega fyrir þessa tekjuskerð- ingu,“ segir í ályktuninni. Sóknir líða fyrir tekjuskerðingu „Stjórnmálaþátttaka við eldhús- borðið – er það framtíðin?“ er yfir- skrift opins fyrirlesturs Hauks Arn- þórssonar um netlýðræði. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 9. maí kl. 12-13 í Lögbergi stofu 101 Háskóla Íslands á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Rætt um netlýðræði STUTT Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.iss Elsti núlifandi Grindvíkingurinn, Valgerður Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Vala í Lundi, fagnaði aldarafmæli síðastliðinn sunnudag en hún fæddist hinn 6. maí 1912. Eftir því sem best er vitað er Val- gerður fyrst Grindvíkinga til að ná hundrað ára aldri að sögn Þor- steins Gunnarssonar hjá Grinda- víkurbæ. Var haldið upp á áfang- ann á heimaslóðunum í Ísólfsskála við Grindavík þar sem fjöldi ætt- ingja og vina kom saman í blíð- skaparveðri á sunnudag. Einnig var efnt til kaffisamsætis í Víði- hlíð, hjúkrunardeild aldraðra, nú eftir helgi þar sem Róbert Ragn- arsson bæjarstjóri færði Valgerði blóm enda ekki á hverjum degi sem að haldið er upp á aldar- afmæli í Grindavík. Hraun, Ísólfsskáli, Lundur og Víðihlíð Valgerður ber hundrað árin vel þótt úthaldið mætti vera heldur meira að eigin sögn. Sjón og heyrn eru aðeins farin að daprast en annars er heilsan alveg þokka- leg. Afmælisbarnið býr enn heima hjá sér í Lundi en þangað flutti hún ásamt foreldrum sínum í byrj- un sjöunda áratugarins. Fimm daga vikunnar fer hún í dagvist á hjúkrunardeildina í Víðihlíð en þar sækir hún sér dægradvöl og spjallar við íbúa og starfsfólk. Eftir að hafa fæðst á Hrauni ár- ið 1912 fluttist Valgerður fjög- urra ára gömul upp á Ísólfsskála þar sem hún ólst upp í fjörugum hópi systkina. Samtals eignaðist móðir hennar tólf börn í tveimur hjónaböndum, og komust ellefu barnanna á legg. Einn bróðir er enn á lífi, þ.e. Jón Valgeir Guð- mundsson, en níu ár skilja þau systkinin að. Valgerður giftist sjálf ekki eða átti börn. Skáldmælt ráðskona sem hefur aldrei átt þvottavél Á langri ævi hefur Valgerður unnið ýmis störf en hún starfaði löngum sem ráðskona, meðal ann- ars fyrir RARIK. Ófá sumrin ferð- aðist hún um og sá um matseld fyrir vinnuhópa sem unnu að því að leggja rafmagnslínur um land- ið þvert og endilangt. Þá starfaði hún víðar bæði sem ráðskona og við matseld m.a. í fiskvinnslu- húsum í Grindavík auk þess sem hún starfaði einnig sjálf við í fisk- vinnslu. Á hundrað árum er viðbúið að einstaklingur hafi upplifað miklar breytingar, bæði í sögulegu sam- hengi sem og breytta hætti og venjur við hin ýmsu störf á heim- ilum rétt eins og annars staðar. Að sögn Hinriks Bergssonar, syst- ursonar Valgerðar, hefur frænka til dæmis aldrei átt þvottavél og hefur alla tíð þvegið þvotta í höndum og með þvottabretti. „Aldrei var þvottavél í Ísólfsskála eða Lundi svo að hún kynntist því ekkert að eiga slíkt tæki,“ segir hann. Hinrik ber frænku sinni afar vel söguna, segir hana erna og vel á sig komna. Hún geti til dæmis enn farið með vísur og ljóð um og eft- ir sjálfa sig. Eftirfarandi vísukorn orti Valgerður m.a. um heilsu sína og það að eldast nú nýverið – en vísan birtist á vef Grindavíkur- bæjar: Nú ég gömul orðin er augljóslega það sést á mér bakið bognar, brjóst inn fellur beyglast fótur, kreppist hönd. Hugsjónin hún hefur dofnað og sjónin dvín en ég bið minn alvaldsföður alla tíma að gæta mín. Hefur aldrei átt þvottavél – allt þvegið í höndum og á bretti  Grindvíkingurinn Valgerður Guðmundsdóttir, Vala í Lundi, orðin hundrað ára Aldarafmæli Valgerður, eða Vala í Lundi eins og hún er þekkt, ber árin vel. Ljósmynd/Þorsteinn Gunnarsson Kveðja frá bæjarstjórn Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, færir Valgerði, elsta Grindvíkingnum, blómvönd og kveðju í tilefni afmælisins. Katrín Fjeldsted læknir var um helgina kjörin forseti Evrópusam- taka lækna á aðalfundi samtakanna í Brussel. Þrjú voru í kjöri og fékk Katrín 21 at- kvæði af 26 í síð- ari hluta forseta- kjörsins. „Ég hlakka til þessa starfs og þetta er mjög mikill heiður og ábyrgð,“ sagði Katrín við Morg- unblaðið. Hún sagðist einnig líta á kjörið sem viðurkenningu á starfi Læknafélag Íslands í samtökunum. Um er að ræða samtök lækna- félaga frá löndum í Evrópusam- bandinu og á Evrópska efnahags- svæðinu. Að sögn Katrínar vinna samtökin að ýmsum málum, sem snerta læknafélög, sjúklinga, heil- brigðisþjónustu og hagsmunamál lækna í viðkomandi löndum. „Þetta eru læknapólitísk sam- tök,“ sagði Katrín, sem er fyrsta konan sem gengir forsetaembætt- inu. Hún tekur við embættinu af Pól- verjanum Konstanty Radziwille. Katrín var varaforseti samtakanna á árunum 2006-2009 og var kjörin gjaldkeri þeirra árið 2010. Hún seg- ist í starfi sínu þar hafa beitt sér fyrir faglegu sjálfstæði lækna og skýrari verkaskiptingu milli lækna og annarra heilbrigðisstétta. „Íslenskar áherslur eru alltaf of- arlega í huga mínum en við eigum margt sameiginlegt með læknum í öðrum löndum og áherslur og áhugamál eru svipuð. Við höfum öll sameiginlegan áhuga á heilbrigðis- þjónustu og því hvernig gæði henn- ar verði tryggð sem best,“ sagði Katrín Fjeldsted. gummi@mbl.is Kjörin forseti Evrópusam- taka lækna  Þrír frambjóð- endur í forsetakjörinu Katrín Fjeldsted bruun-rasmussen.dk Bredgade 33 DK-1260 Kbh. K Tel +45 8818 1111 Verið velkomin á Hótel Loftleiðir fimmtudaginn 10. maí n.k. kl. 15-19 og föstudaginn 11. maí kl. 10-12. Þar munu reynslumiklir sérfræðingar okkar meta listaverk af öllu tagi, „design“, vín og skartgripi. Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga með hugsanlega sölu á uppboði í huga. Við erum t.d. að leita að verkum eftir íslenska listmálara eins og Jón Stefánsson, Ólaf Elíasson, Ásgrím Jónsson og Jóhannes Kjarval og aðra eldri sem yngri meistara. Ef um stóra hluti er að ræða, er best að koma með ljósmynd. Fyrirfram greiðsla er möguleg. Boðið er uppá heimsókn í heimahús báða dagana. Nánari upplýsingar veita Össur Kristinsson, 5554991 og 6984991 og Peter Beck +45 88181186, e-mail: pb@bruun-rasmussen.dk Hvers virði er þetta ? Ó la fu r E li a ss o n :“ Tw o h o t a ir co lu m n s” ,2 0 0 5 . Tv æ r h ö g g m yn d ir ú r ry ð fr íu st á li m eð ra fm a g n sp er u m . H a m a rs h ö g g :2 1 0 .0 0 0 d kr .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.