Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 ✝ RannveigOddsdóttir fæddist 22. mars 1920. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 22. apr- íl 2012. Foreldrar henn- ar voru Oddur Jónsson, f. 26.3. 1894, d. 15.5. 1968, og Guðrún Ágústa Jónsdóttir, f. 23.6. 1899, d.15.12. 1982. Systkini Rannveigar eru Jón Rafn, bú- settur á Ísafirði, f. 1926, og Þuríður, búsett í Kópavogi, f. 1928. Eiginmaður Rannveigar var Kjartan Friðriksson, f. 20.1. 1913, d. 20.3. 1996. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Rut, f. 22.1. 1940, d. 22.6. 1940. 2) Jónína Guðrún, f. 1941, börn hennar Guðrún Helga og Lovísa. Lang- ömmubörnin eru 32. Rannveig fæddist í Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Síðar flutti hún í Vík í Mýrdal og átti sín æskuár þar. 18 ára gömul flyt- ur hún til Reykjavíkur og kynnist fljótlega Kjartani sem hún gekk að eiga 1. júní 1940. Þegar börnin uxu úr grasi fór hún til starfa utan heimilis og vann á Hótel Esju sem að- stoð í eldhúsi og seinna í Kassagerð Reykjavíkur þar sem hún endaði starfsaldur sinn. Rannveig var afar fé- lagslynd, lífsglöð og jákvæð og hélt vel utan um börn sín og af- komendur. Hún hafði ánægju af ferðalögum, bæði innanlands og utan, svo og ljóðum og tón- list. Hún var mikil saumakona og hafði ánægju af alls konar handavinnu. Síðustu fimm árin dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Útför Rannveigar fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudag- inn 8. maí 2012 kl. 13. Rannveig og Hrafnhildur. 3) Hrafnhildur, f. 6.4. 1943 d. 13.4. 2003, barn hennar Ellen Ósk. 4) Finnur Sæ- mundur, f. 1944, maki Emilía Sig- ríður Sveinsdóttir, börn þeirra Viðar, Geir og Andri. 5) Ágúst Oddur, f. 1946, maki Guðrún Sveinbjörnsdóttir, börn þeirra Kristín Ágústa, Rannveig, Hild- ur og Ingibjörg Sólveig. 6) Kjartan Ragnar, f. 22.11. 1949, d. 8.6. 1953. 7) Ragna Sigríður, f. 1954 maki Friðgeir Þráinn Jóhannesson, börn þeirra Kjartan og Helena. 8) Þórir, f. 1956, maki Arna Magnúsdóttir, börn þeirra Rafn og Edda. 9) Helga, f. 1959, börn hennar Í dag er mín elskulega móðir borin til grafar, minningarnar streyma fram, hvað það var gott að koma heim úr skólanum og mamma tók á móti með kókómalti og smurðu brauði, þegar beðið var í eftirvæntingu eftir fötunum sem hún saumaði á okkur systk- inin og lagði mikla alúð í, allt eftir nýjustu tísku. Hvernig hún hvatti mig áfram þegar ég var að læra að sauma í skólanum og þegar ég tók frekju- og óþolinmæðisköstin er hlutirnir gengu ekki upp hjá mér sagði hún: „Maður getur allt sem maður vill!“ Svo yfirgaf hún herbergið meðan ég róaðist og varð aftur tilbúin að halda áfram verkinu, vonlítil um að mamma mundi sauma stykkið fyrir mig. Sunnudagsmorgnarnir þegar hún vakti mig til að fara með sér að bera út Morgunblaðið, það var erfitt að vakna en hressandi er út var komið og samveran svo góð. Minningarnar eru svo margar enda hélt mamma vel utan um hópinn sinn. Við systkinin töluð- um um að heimilið hjá mömmu og pabba væri eins og BSÍ; alltaf fólk að koma og fara. Einhvern veginn hafði hún alltaf tíma og er barnabörnin bættust í hópinn áttu þau öll sérstakan stað í hjarta hennar. Hún lék og söng fyrir þau sömu söngva og hún söng fyrir mig er ég var lítil og ég í dag syng fyrir mín barnabörn. Mamma var góður kokkur og ófáar minningar tengdar matar- gerð hennar, allar höfum við syst- ur unnið við eldamennsku og strákarnir bara skrambi góðir kokkar líka. Mamma var alltaf boðin og búin að passa barna- börnin og sum þeirra hjá henni og pabba langtímum saman. Einnig þótti henni ekkert tiltökumál að flytja sig um set og passa bæði heimili og börn ef því var að skipta. Er ég var í vinnu erlendis dvaldi hún á mínu heimili þrjá mánuði í senn og hugsaði um dæt- ur mínar, þá 76 ára að aldri. Í dag finnst mér ótrúlegt til þess að hugsa en mamma leit allt- af svo vel út og var svo hress að aldurinn varð afstæður, er ég mömmu óendanlega þakklát fyrir hennar hjálp. Mamma dvaldi á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli síðustu æviárin en hugurinn brást henni og svipti hana þeim karakter er hún var. Er ég kom og heimsótti hana og kynnti mig sem „Helga, yngsta barnið þitt“ birtist brosið hennar bjarta og hún heilsaði og var glöð eitt augnablik áður en óminnið tók yfir aftur, en þessi litla kveðja hélt tengslunum þótt stutt væri. Að lokum birti ég ljóð sem ég fann í ljóðabók mömmu og heitir einfaldlega „Til móður minnar“: Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Að lokum vil ég þakka starfs- fólkinu á Skjóli, 5. hæð innilega fyrir góða og ljúfa umönnun þessi ár sem mamma dvaldi þar. Helga. Rannveig Oddsdóttir gat af sér stóra fjölskyldu og ól hana upp af kærleika, útsjónarsemi og iðju- semi. Þannig minnumst við henn- ar; hún hafði yndi af fjölskyldu sinni og lagði sig fram um að hún yrði farsæl með því að leggja gott til hennar, ekki bara af veraldleg- um gæðum heldur einnig í við- horfum og menningu. Hún var glaðlynd, naut tónlistar, ljóðlistar og hún elskaði að dansa. Hún átti gæsku til að miðla og hafði gott lag á hlutunum. Mér er það minn- isstætt þegar hún saumaði, þrengdi og stytti á okkur systk- inin og hversu ánægð við vorum með „nýju“ fötin okkar. Og þeir voru ekki margir fermetrarnir í kjallaranum á Kirkjuteignum, eldhúsið var lítið og baðið minna en þetta var hennar ríki. Í eldhús- inu dvaldi hún löngum stundum við að elda ofan í okkur krakkana. Hún var mjög góður kokkur og hún naut þess að bera góðan mat á borð og sannast sagna nutum við þess að borða hann. Við vor- um góðu vön, við fengum góðan ástúðlegan aga, gott uppeldi og gott veganesti út í lífið. Eldhúsið hennar var alltaf opið og eftir að við komumst á fullorðinsárin héldum við áfram að koma við á Kleppsveginum og þáðum kaffi, flatbrauð með hangikjöti og kæfu. Spjölluðum og skröfuðum um heima og geima. Þar hittist fólk, í litla eldhúsinu hennar mömmu. Mér er það líka minnisstætt hversu mikil hugarró það var að eiga hana að, alveg sama á hverju gekk, til hennar var alltaf hægt að leita vars þegar lífsvindar æsk- unnar æstust upp. Hún var klett- urinn í hafinu enda úrræðagóð, réttlát og sanngjörn. Rannveig var reisuleg og falleg kona sem bjó yfir fallegri sál. Það var yndislegt að eiga hana að og það er nærandi að eiga minn- inguna um mömmu, tengda- mömmu og ömmu. Við munum heiðra minningu hennar í verkum okkar og viðhorfum með því að láta það góða og jákvæða andrúm sem hún gaf af sér til okkar ganga til næstu kynslóðar og þeirra sem við mætum á lífsleiðinni. Þannig lifir hún með okkur og í verkum okkar. Minningin býr í hjörtum okk- ar. Farðu í guðs friði. Þinn sonur og fjölskylda, Finnur, Emilía, Viðar, Geir, Andri og fjölskyldur. Með sorg í hjarta og þakklæti fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi kveðjum við okkar elsku- legu mömmu, tengdamömmu og ömmu. Allar góðu minningarnar um þig sem áttir allan heimsins tíma fyrir hvern og einn og lést hverjum og einum finnast hann vera alveg sérstakur. Um þig sem upplifðir svo margt á langri ævi og varst alltaf svo sterk. Um þig sem gladdist yfir litlum hlutum og þakkaðir fyrir þá. Um þig sem veittir húsaskjól þeim sem á þurftu að halda um lengri eða skemmri tíma. Um ömmu sem söng allar gömlu vísurnar og þul- urnar fyrir okkur. Um ömmu sem passaði að við fengjum örugglega eitthvað frá þér með fallegri bæn á. Um ömmu sem sem bauð upp á mjólkurkaffi með smá sykurmola í sérstökum litlum bollum fyrir litlu börnin og átti alltaf brauð og kökur til að stinga upp í svanga munna. Um ömmu sem við köll- uðum ömmu Bíbí af því hún átti páfagauk og fóðraði fuglana með eplum og öðru góðgæti. Um þig sem alltaf varst best. Við eigum þessar minningar og varðveitum þær. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hvíl í friði. Þórir, Arna, Rafn og Edda. Rannveig Oddsdóttir er látin, 92 ára að aldri og södd lífdaga. Rannveig var eiginkona föður- bróður míns Kjartans Friðriks- sonar, og er hún síðust til að kveðja af þeim stóra hópi systkina og maka, en ellefu börn ömmu minnar og eiginmanna hennar komust til fullorðinsára og stofn- uðu fjölskyldur. Í bernsku minni var mikill sam- gangur milli heimila þeirra systk- ina, og bjart er yfir minningum tengdum þeim hjónum Rann- veigu og Kjartani, og barnahópi þeirra. Þau eignuðust 9 börn, misstu fyrsta barn sitt, Sigríði Rut, skömmu eftir fæðingu, og Kjartan Ragnar varð fyrir bíl á fimmta ári. Þetta var þeim báðum eðlilega þung sorg, en þau báru hana ekki utan á sér. Það eru góðar minningar tengdar heimili fjölskyldunnar að Kirkjuteig 14, þar var alltaf gam- an að koma, börn þeirra mörg á líkum aldri og ég, og þar var leikið sér og stofnað til vinabanda sem lifa enn í dag. Rannveig og Kjart- an voru höfðingjar heim að sækja, og þar var alltaf tekið vel á móti öllum. Rannveig var yfirleitt brosandi og glaðleg, hún var hávaxin og sérstaklega glæsileg kona, og hafði nokkuð sem núorðið er nefnt „góð nærvera“. Það var alltaf gott að vera í návist hennar og Kjart- ans. Börn þeirra eru heppin að hafa frá foreldrum sínum þessa eiginleika. Það var alltaf kært á milli for- eldra minna og Kjartans og Rann- veigar, og þeir bræður voru í sama félagi, sem veitti þeim mikla ánægju. Rannveig og móðir mín voru líka góðar vinkonur, og höfðu samband meðan móðir mín lifði. Rannveig missti eina dóttur til, þegar Hrafnhildur féll frá árið 2003, eftir erfiða áralanga sjúk- dómsbaráttu. Sem fyrr bar Rann- veig harm sinn í hljóði. Þá var far- ið að bera á minnisleysi hennar sem smám saman ágerðist og hafa síðustu árin verið henni erfið. Rannveig Oddsdóttir og þau hjón bæði skilja eftir sig góðar minningar, bæði frá bernsku- og fullorðinsárum. Það er gott að minnast slíkra hjóna og við hjónin þökkum vinsemd og kærleika í gegnum árin. Brosið hennar Rannveigar yljar okkur og fjöl- skyldu hennar, sem við sendum samúðarkveðjur, og minningarn- ar eru allar ljúfar. Garðar Jóhann. Rannveig Oddsdóttir ✝ Ásta HelgaBergsdóttir fæddist í Sæborg í Glerárhverfi 5. jan- úar 1941. Hún lést hinn 29. apríl á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Foreldrar Ástu voru Bergur S. Björnsson, f. 14. nóvember 1896, d. 27. október 1975, og Guðrún Andrésdóttir, f. 24. ágúst 1897, d. 6. október 1970. Ásta átti níu systkini, þrjú þeirra eru nú á lífi. Ásta giftist Ásmundi Kjart- anssyni hinn 5. nóvember 1959. Þau slitu samvistir 2002. Börn Ás- mundar og Ástu eru Indíana Ás- mundsdóttir, f. 23. maí 1960. Maður hennar er Bessi Gunnarsson. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Eva Ásmunds- dóttir, f. 15. desem- ber 1961. Maður hennar er Þorsteinn Árnason. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Helgi Ásmundsson, f. 24. ágúst 1964. Útför Ástu fer fram í dag, 8. maí 2012, klukkan 13.30 í Gler- árkirkju. Ó, elsku hjartans móðir mín, svo mild og ljúf og blíð! Þú bjarti engill blíðu’ og ljóss á bernsku minnar tíð. Sú elska var svo heit og hrein sem himinsólar-bál, sem ætíð þér úr augum skein og inn í mína sál. Sú hönd var æ svo hlý og mjúk og holl, sem leiddi mig, sem greiddi’ úr vanda’ og breiddi blóm á bernsku minnar stig. Hvert orð þitt var svo yndisríkt sem engils vögguljóð. Af hverri hugmynd heilagt ljós og himnesk gleði stóð. Mitt ljóð er veikt sem kveinstafs-kvak og kveðjustundin sár. En það er hjartans hrygðarljóð og hjartans þakkartár. Ó, hjartans móðir, þökk sé þér! Ég þakka ást og trygð, hvert augnarblik af alúð fylt og allri móðurdygð. Ég vildi’ eg gæti geymt og rækt þín góðu móðurráð og sýnt með aldri ávöxt þess, sem ást þín hefir sáð. Þín bjarta minning bendir á, hvar blámar himinn þinn. Þann himin ljómar heilög von: Við hittumst annað sinn. (Jón Trausti) Hvíl í friði elsku mamma. Indíana, Eva og Helgi. Ein fyrsta minningin um ömmu sem skýtur upp kollinum er þegar við fengum að heim- sækja hana og afa á verksmiðj- urnar. Amma tók ævinlega bros- andi á móti okkur með kossi og laumaði fljótt að okkur brenni. Bragðið af brenninu blandaðist þykkri lyktinni af leðri og lími en okkur fannst þetta stórfínt – allt sem amma gaf okkur var stórfínt. Lyktin af leðri fram- kallar enn þann dag í dag löng- un í brenni. Þegar við fengum að gista hjá afa og ömmu fengum við að dröslast í gömlu ballkjólunum hennar ömmu og við rifumst æv- inlega um þann brúna – vegna þess að þegar við snerum okkur í honum myndaði hann fullkom- inn hring. Amma náði þó alltaf að gera allt gott aftur, með knúsi og huggunarorði eða jafn- vel ísblómi. Með árunum urðu stundirnar hjá ömmu og afa færri en alltaf stóð faðmur ömmu opinn. Þegar við fréttum að afi og amma ætluðu að skilja var eins og grunnstoðir lífsins hefðu hrunið. Þetta gat ekki verið. En þetta var veruleikinn og hvort í sína áttina fóru þau. Amma fór í gegnum þetta á hörkunni en smám saman varð hún eins og skugginn af sjálfri sér. Ekki vegna þess að hún væri svona ósátt við skilnaðinn heldur vegna þeirrar eftirsjár að vera ekki meiri gerandi í sínu lífi. Þó að það hafi alla tíð verið erfitt að skyggnast inn í huga ömmu viss- um við að hlutirnir höfðu ekki spilast nákvæmlega eftir hennar höfði. Hún lét sínar langanir og þarfir til hliðar til þess að rugga ekki bátnum en á endanum fór sem fór án þess að hún fengi rönd við reist. En amma bar harm sinn í hljóði. Amma var einstaklega örlát kona og lét börn sín og barna- börn ávallt ganga fyrir. Hún gerði aldrei upp á milli og talaði aldrei illa um eða niður til nokk- urs manns. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á því hvað var að gerast í lífi allra afkomenda og fylgdist vel með. Hún fylgdist líka vel með þjóðmálum og hafði sterkar skoðanir. Þá fylgdist hún með völdum sjónvarpsþátt- um og var í essinu sínu þegar Ólympíuleikar voru í gangi og í raun allar íþróttir. Þegar amma veiktist í byrjun árs og var vart hugað líf vorum við öll hrædd og örvingluð en á sama tíma kannski svolítið fegin. Amma fengi loks hvíldina og þyrfti ekki að vera kvalin meir. En amma var nú ekki á því að gefast upp, reif sig upp og var orðin sú hressasta innan skamms, okkur til ómældrar gleði. Enginn vafi leikur á því að þessar vikur á Kristnesspítala voru þær ánægjulegustu sem amma átti í árafjöld. En því mið- ur var líkaminn orðinn of þreytt- ur og þegar allir voru farnir að venjast tilhugsuninni um að amma gæti kannski bara átt nokkur góð ár í viðbót gaf hjart- að sig. Í fimm daga sátum við aðstandendur við rúmstokkinn hjá ömmu, milli vonar og ótta. En vonin var dauf og að lokum gafst hjartað upp. Eftir stendur minningin um yndislega konu og líf okkar allra er snauðara nú. Elsku besta amma Ásta. Við munum sakna þín um aldur og ævi. Katrín og Guðrún. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Reynir og Signa, Rannveig og Stefán Óli. Elsku yndislega Ásta amma mín. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin og komir ekki aft- ur. Það verður svo skrítið að geta ekki kíkt í heimsókn til þín og geta ekki séð þig á nánast hverjum degi. Þú komst alltaf með góð ráð ef þurfti og hafðir alltaf þína skoðun á hlutunum sem var alltaf gott að heyra. Svo margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Þú varst alltaf svo ótrúlega dugleg og rosalega góð amma. Það var alltaf svo gott að hafa þig í kringum sig. Það sem kemur helst upp í hugann eru pönnukökur með miklum sykri, besti hafragraut- ur í heimi, yndislegur hlátur og skemmtilegir taktar. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín nafna, Laufey Ásta. Ásta Helga Bergsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.