Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það þarf að huga að mörgu til að tryggja að framkvæmd í jafn fjöl- sóttu rými og Leifsstöð er gangi upp. Verkkaupi, verktaki og hönn- uðir þurfa að vera mjög samstiga. Verktíminn er einnig mjög stuttur og menn þurfa því að leggja sig alla fram til að ljúka verkinu á tilsettum tíma,“ segir Kári Arngrímsson, for- stjóri verktakafyrirtækisins Atafls, um yfirstandandi breytingar á flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Að sögn Kára hófst verkið í apríl- byrjun og á því að ljúka 1. ágúst. Atafl átti lægsta tilboð í verkið en gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður við það nemi 350 milljónum kr. Tvö ný biðsvæði Ráðist verður í stækkun annarrar hæðar norðurbyggingar flug- stöðvarinnar með svölum til aust- urs. Verður þar komið fyrir bið- svæði farþega en einnig stendur til að koma fyrir bið- svæði þar sem Panoramabar er nú. Með biðsvæðunum tveim er hægt að fjölga af- greiðslustæðum farþega- flugs við Leifsstöð úr 14 í 16 og er það gert til að geta annað aukinni umferð um völlinn á álagstímum, að morgni og síðdegis. Þar Undanfarin ár hefur Uppsala- félagið með Árna Johnsen alþingis- mann og Ómar Ragnarsson frétta- mann í fararbroddi unnið að endurbótum á bæ Gísla á Uppsölum í Selárdal og sér nú fyrir endann á þeim en stefnt er að því að ljúka framkvæmdum í haust og opna safn á bænum í kjölfarið. Gísli Oktavíus Gíslason fæddist á Uppsölum 29. október 1907 og bjó þar alla tíð en hann lést árið 1986 á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 1986. Hann varð landsfrægur þegar hann birtist í Stiklum, sjónvarpsþætti Ómars Ragnarsonar, á jóladag, 25. desember, 1981. Um 35 ár frá fyrstu kynnum Árni Johnsen hefur farið fyrir uppbyggingunni. Hann segir að mikið starf hafi verið unnið á Upp- sölum. Búið sé að skipta um glugga og glerja, koma fyrir nýju þaki á bænum og fleira. Hins vegar eigi eftir að skipta um gólf og útihurð og ganga frá ýmsu smávægilegu. „Það er nokkurra daga vinna eft- ir,“ segir hann og bætir við að á áætlun sé að fara vestur í fjögurra daga vinnuferð í haust og ganga þá endanlega frá verkinu. Sumarið 1977 var Árni blaða- maður á Morgunblaðinu og tók þá viðtal við Gísla fyrir blaðið. Hann fékk þá Ómar Ragnarsson til þess að fljúga með sig vestur og rúmum fjórum árum síðar fór Ómar aftur að Uppsölum til þess að taka viðtal við Gísla fyrir fyrrnefndan Stiklu- þátt. Gísli var einfari en læs og skrifandi, las nótur og spilaði á org- el auk þess sem hann orti ljóð, en skáldskapur eftir hann kom út 1986. steinthor@mbl.is Stefna að opnun safns á Uppsölum í Selárdal í haust  Ein vinnuferð eftir til þess að ljúka viðgerðum á bæ Gísla á Uppsölum Ljósmynd/Árni Johnsen Einfari Gísli á Uppsölum. Kvenfélagið Hringurinn hefur ákveðið að veita sjötíu milljónir króna til Barnaspítala Hringsins. Barnaspítalasjóður Hringsins verð- ur 70 ára hinn 14. júní næstkomandi og á aðalfundi Hringsins 2. maí var samþykkt að veita eina milljón fyrir hvert ár til Barnaspítalans í tilefni af- mælisins. Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins, segir að það sé Barnaspít- alans að ákveða í hvað upphæðin fer. „Við gefum vanalega búnað eða tæki, ekki fjárupphæð, en það verður fund- ið út úr því með spítalanum í hvað þetta fer,“ segir Valgerður. Styrkveitingar Hringsins á síðasta ári námu tæplega 49 milljónum króna. Stærsti styrkurinn var til stækkunar stjórnstöðva, kaupa á 10 monitorum og fylgihluta til Barna- spítala Hringsins. Stórkostleg gjöf Jón Hilmar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að þetta sé stór- kostleg gjöf sem hafi komið á óvart. „Þær gefa okkur svo mikið. Oftast er það þannig að við óskum eftir styrk til ákveðna verkefna en stundum hafa þær gefið afmælisgjafir, eins og þessa, sem þær ákveða sjálfar að gefa, ekki að ósk okkar.“ Jón segir að eftir eigi að ræða hvernig gjöfinni verði ráðstafað inn- an Barnaspítalans. „Þetta mun koma sér mjög vel eins og alltaf. Hring- urinn, og aðrir velgjörðarmenn, hef- ur verið velviljaður Barnaspítalan- um. Við erum mjög vel útbúin vegna Hringsins og hann gefur líka öðrum deildum spítalans ef það eru tæki og búnaður sem varðar börn.“ Kvenfélagið Hringurinn var stofn- að árið 1904 og hefur félagið að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Fjáröflunarleiðirnar eru söfnunarbaukar, jólakaffi og happ- drætti, jólabasar, minningarkort, sem seld eru allt árið, jólakort og veitingasala í Barnaspítalanum. ingveldur@mbl.is Gefa Barnaspítalanum 70 milljónir  Kvenfélagið Hringurinn veitir veglega úr Barnaspítalasjóðnum vegna 70 ára afmælis hans 14. júní  Ekki er búið að ákveða hvernig gjöfinni verður ráðstafað innan Barnaspítala Hringsins Morgunblaðið/RAX Barnaspítalinn Gjafir Kvenfélagsins Hringsins eru lífsbjörg margra. Fyrir tveim árum, nánar tiltekið 17. maí 2010, birtist frétt á forsíðu Morgunblaðsins um samdrátt í umferð ferðamanna um Leifsstöð. Kom fram að veltutap Fríhafnarinnar og annarrar starfsemi í Leifs- stöð væri áætlað um 12-14 milljónir kr. fyrir hvern dag sem lokað hafði verið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Farþegum sem fóru um Leifsstöð í apríl það ár hefði fækkað um 22% frá apríl 2009. Fróðlegt er að bera þessa niðursveiflufrétt saman við frétt í Morgun- blaðinu um síðustu helgi þess efnis að 37.000 erlendir ferðamenn hefðu farið frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum apríl, eða um 5.000 fleiri en í apríl 2011. Ferðamenn í apríl voru 16,5% fleiri en í apríl í fyrra. Til sam- anburðar hefur aukningin verið að jafnaði 8,2% milli ára í mánuðinum á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifs- stöð. Mikil umskipti frá 2010 GOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI GERÐI STRIK Í REIKNINGINN sem ekki eru landgöngubrýr út í nýju afgreiðslustæðin tvö þarf að aka farþegum að flugvélunum. Verður því reist upphitað stiga- hús með lyftu á bak við verslunina Elkó þar sem jafnframt verður bið- salur. Yfirbyggt göngusvæði Kallar það á stækkun flugstöðvar- innar til austurs. Þegar komið er á jarðhæð tekur við yfirbyggt göngu- svæði á flughlaði sem leiðir farþega frá stigahúsi að skýli fyrir rútur sem flytja farþega síðasta spölinn. Stækkuninni fylgja ýmsar aðrar breytingar í flugstöðinni, s.s. breyt- ingar á vörumóttöku til þess að auð- velda aðgengi komufarþega inn í töskusal á fyrstu hæð. Gengið er út frá því að biðsalurinn á bak við Elkó verði tekinn í gagnið í sumar en að síðari salurinn bætist við sumarið 2013 þar sem Pano- ramabar er nú, að því gefnu að spár um áframhaldandi aukningu í far- þegaflugi gangi eftir. Loks verða gerðar breytingar á vörumóttöku til þess að greiða fyrir aðgengi komu- farþega inn í töskusal á fyrstu hæð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á leið í flug Gerðir verða tveir nýir biðsalir í norðurhluta flugstöðvarbyggingarinnar. Leifsstöð stækkuð um tvö flughlið  Farþegum verður ekið í rútu að nýjum flugvélastæðum www.golfkortid.is Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr. golfvöllur - eitt kort31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.