Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Ný sending Fallegir bolir fyrir konur á öllum aldri Margir litir og gerðir Stærðir S-XXXL Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Hugrún Halldórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, á 28 ára afmæli ídag. Hún ætlar að eyða deginum í vinnunni. „Ég er að vinnafrá níu til hálfsjö. Ég hefði getað fengið frí í tilefni dagsins en ég ákvað að taka það ekki. Það er gaman að vera með fólki á af- mælisdeginum og gaman að eiga afmæli í vinnunni. Ég ætla að mæta með köku, einhverja bombu fyrir samstarfsfólkið,“ segir Hugrún. Um kvöldið er henni boðið í afmæliskvöldverð hjá foreldrum sínum og síðan ætlar hún að fá sér drykk með vinahópnum. Afmælisdagarnir hafa þó ekki alltaf verið svona ljúfir hjá Hug- rúnu. „Ég á afmæli á prófatíma svo ég hef ekki getað haldið upp á afmælið mitt af neinu viti undanfarin ár. Í fyrra var fyrsta „alvöru“ afmælið mitt, þá var ég ekki í skóla í fyrsta skipti í langan tíma. Ég hef oft haldið upp á afmælið eftir prófin og þá tekið evróvisjón- afmælispartí,“ segir Hugrún sem er mikill aðdáandi Evróvisjón- söngvakeppninnar. Spurð út í eftirminnilegan afmælisdag tengist sú minning prófa- törninni. „Afmælisdagurinn fór í að læra fyrir rekstrarhagfræði- próf sem var daginn eftir. Ég var gjörsamlega ofan í bókunum en síminn hringdi á fimm mínútna fresti allan daginn, vinir og ætt- ingjar að óska mér til hamingju. Það var mjög gaman en gerði það að verkum að það varð enn erfiðara að halda einbeitingunni við bækurnar.“ ingveldur@mbl.is Hugrún Halldórsdóttir er 28 ára Afmæli Hugrún Halldórsdóttir ætlar að eiga góðan dag í dag. Mætir með köku fyrir samstarfsfólkið R únar Þór fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vík í Mýrdal, í Mos- fellsbæ, Bandaríkj- unum í þrjú ár en síðan í Reykjavík. Rúnar var í Víkurskóla, Hóla- brekkuskóla, Varmárskóla, í High School í Bandaríkjunum, lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla, BS-prófi í markaðsfræði við Johnson & Wales University í Provi- dence á Rhode Island í Bandaríkj- unum og lauk MBA-prófi frá HR 2009. Rúnar, Gunnar og Guðmundur Rúnar var í sveit á sumrin hjá móðurafa sínum og ömmu í Holti á Síðu og var í sumarvinnu á unglings- árunum hjá verktakafyrirtækinu Gunnari og Guðmundi. Gunnar varð síðan bæjarstjóri í Kópavogi, Guð- Rúnar Þór Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Trostan, 40 ára Nýfermdur Rúnar og Hulda Sóllilja, með soninn Andra Dag á milli sín á fermingardaginn. Skaftfellingur á skeiði Á selaslóðum Rúnar og synirnir, Andri Dagur, Aron Máni og Egill Ari. Hrefna Krist- jánsdóttir, fyrrverandi húsfreyja og bóndi á Stóra- Klofa í Land- sveit, er níræð í dag, 8. maí. Hún tekur á móti gestum í Menningar- húsinu Hellu milli kl. 15 og 17 á af- mælisdaginn. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en hún bendir þeim sem vilja gleðja hana á styrktarreikning Blindrafélagsins, kt. 470169-2149, bankareikningur: 0115-26-47015 eða Krabbameinsfélagsins, kt. 700169- 2789, bankareikningur: 0301-26- 000706. Árnað heilla 90 ára Hafnarfjörður Elma Lísa fæddist 26. júlí kl. 15.26. Hún vó 4.028 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Telma Ýr Friðriksdóttir og Ólafur Guð- mundsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.