Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 ✝ Lára J. Árna-dóttir fæddist á Norðfirði 28. júlí 1916. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 29. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigur- björg Sigurð- ardóttir, frá Stóru-Breiðuvík- urhjáleigu í Reyð- arfirði, f. 1883, d. 1970 og Árni Oddsson frá Búastöðum í Vestmannaeyjum, f. 1888, d. 1938. Systkini Láru voru Guð- finna, f. 1906, d. 1999, Sigríð- ur, f. 1910, d. 2004, Að- alheiður, f. 1913, d. 1987, Pálína, f. 1914, d. 1993, Helga, f. 1918, d. 2008, Vilhjálmur, f. 1921, d. 1993 og Óli Ísfeld, f. Baldri, eiginmanni sínum, og bjuggu þau á Ólafsfirði fyrstu hjúskaparárin sín. Lára og Baldur fluttust síðar til Reykjavíkur þar sem Lára vann lengst af sem matráðs- kona hjá Olíufélaginu og lauk hún þar sínum starfsferli. Eft- ir að Lára og Baldur fluttu til Reykjavíkur stóð heimili þeirra alltaf öllum opið, hvort sem fólk kom frá Eyjum eða að norðan. Lára og Baldur bjuggu í þjónustuíbúð á Afla- granda 40 frá árinu 1988 og bjó Lára þar ein eftir að Bald- ur lést. Lára var mikil hann- yrðakona og einnig hafði hún mjög gaman af því að taka í spil og spilaði hún m.a. brids við nágranna sína og vini á Aflagranda 40. Síðasta æviár- ið dvaldi Lára á hjúkr- unarheimilinu Skjóli. Útför Láru fer fram frá Ás- kirkju í dag, 8. maí 2012 kl. 13. 1927, d. 1938. Hinn 28. nóv- ember 1942 giftist Lára Baldri Jón- assyni frá Ólafs- firði. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir, f. 1891, d. 1976 og Jónas Jónsson, f. 1883, d. 1974. Fjölskylda Láru fluttist árið 1919 til Vest- mannaeyja og bjó á Burst- afelli. Lára gekk í skóla í Vest- mannaeyjum en vann síðan við ýmis störf bæði í Eyjum og uppi á landi, m.a. í vist í Norð- tungu í Borgarfirði og á Hall- ormsstað. Um 1940 fór Lára til Siglufjarðar og vann þar í síld, og þar kynntist hún Lára Árnadóttir var alla tíð glæsileg kona. Þrátt fyrir háan aldur gekk hún bein í baki, vel greidd, vel klædd og snyrtileg í alla staði. Hún var hlý og ljúf við alla sem á vegi hennar urðu. Henni lánaðist ekki að eignast börn sjálf en átti sannan stað í hjörtum okkar sem aukaamma og skáfrænka. Hún var gift afa- bróður mínum og var okkur systkinunum sem amma og börnunum okkar líka. Þegar við sem bjuggum úti á landi komum í borgina tóku þau okkur opnum örmum og buðu gistingu, mat og góðan félagsskap. Þau komu líka margar ferðir norður og höfðu mikla ánægju af ferðalögum bæði innan lands og utan. Eftir að ég flutti suður með mína litlu fjölskyldu jókst sam- bandið og börnin mín tóku upp á því að kalla hana Láru gervi- ömmu í jákvæðri merkingu, sennilega af því að hún var góð viðbót við ömmur og langömm- ur. Síðustu 13 árin sem Lára bjó á Aflagranda og Baldur frændi var fallinn frá vorum við ná- grannar í Vesturbænum og í góðu sambandi. Hún sá húsið okkar út um gluggann á svöl- unum og stutt að skjótast yfir ef hana vantaði eitthvað. Oft sátum við og hún rifjaði upp minningar frá Vestmannaeyjum og sagði frá með ljóma í augum. Þrátt fyrir að hafa flutt ung þaðan var hún alltaf Eyjamaður í hjartanu. Með þakklæti í hjarta kveð ég Láru sem á langri ævi veitti ást og umhyggju og var glæsileg sem fögur rós fram á síðasta dag langrar ævi. Helga Björg og fjölskylda. Lára J. Árnadóttir ✝ Jakobína ÞóraPálmadóttir fæddist í Reykjavík 19. október 1934. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Pálmi Vil- hjálmsson sjómað- ur og verkamaður, f. 13. desember 1896, d. 23. desem- ber 1960, og Jórunn Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 23. nóvember 1904, d. 4. nóvember 1993. Systkini Jakobínu voru Vil- hjálmur, f. 6. desember 1927, d. 4. mars 1986, Guðmundur, f. 15. júní 1929, Sverrir, f. 4. október 1930, d. 19. júlí 1973, Haraldur, f. 26. janúar 1932, d. 15. febrúar 1986, Sigurlaug, f. 15. október 1935, d. 21. júlí 1977, Aðalbjörg Anna, f. 6. september 1938, og Helga Sigríður, f. 31. júlí 1940. Jakobína Þóra giftist hinn 12. desember 1959 Guðmundi f. 25. október 1960, sambýlis- maður Alfreð Viggó Sig- urjónsson, hennar börn eru Vil- borg og Þorsteinn Gíslabörn. 3) Jórunn Petra, f. 30. ágúst 1962, sambýlismaður Jóhann Haf- steinn Hafsteinsson, börn þeirra eru Kristín Þóra, Hafsteinn Helgi og Ingólfur Ari. Fyrir átti Jórunn Petra soninn Guðmund Orra Arnarson, sambýliskona hans er Kolbrún Ýr Oddgeirs- dóttir. 4) Helga, f. 11. september 1967, sonur hennar er Stefán Andri Bertrand. Jakobína Þóra hóf starfsferil sinn við bókband hjá Prent- smiðjunni Hólum, Þingholts- stræti í Reykjavík. Árið 1961 fluttu Jakobína Þóra og Guð- mundur Magnús búferlum til Akraness og þar bjuggu þau til æviloka. Jakobína Þóra starfaði þar í bæ við fiskvinnslustörf hjá Haferninum hf. og Haraldi Böðvarssyni jafnframt sem hún sinnti húsmóðurstörfum. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar á Akranesi, til að mynda var hún lengi í stjórn sjúkrasjóðsins. Jakobína Þóra verður jarð- sungin frá Akraneskirkju í dag, 8. maí 2012, og hefst athöfnin klukkan 14. Magnúsi Jónssyni, sjómanni, starfs- manni og formanni Verkalýðsfélags Akraness, f. 11. apríl 1932, d. 2. jan- úar 2005. For- eldrar hans voru Jón Helgi Guð- mundsson prentari og ritstjóri Vik- unnar, f. 21. júlí 1906, d. 12. júní 1952, og Guðný Magnúsdóttir húsmóðir, f. 31. ágúst 1909, d. 11. janúar 1995. Þau skildu. Börn Jakobínu og Guðmundar eru: 1) Jón Helgi, f. 9. sept- ember 1959, kvæntur Atik Fau- ziah Hadad. Börn Jóns Helga af fyrra hjónabandi með Elsu Björk Knútsdóttur eru Jakob Þórir og Lilja Karen, hennar börn eru Sara María og Magnús Eli Baldursbörn. Fyrir átti Elsa Björk soninn Kristján Ólaf Grét- arsson, dætur hans eru Rakel Kara og Karítas Lea. 2) Guðný, Elsku mamma mín. Nú er komið að kveðjustund, þessari stund sem ég kveið svo fyrir. Það verður erfitt að hugsa sér lífið án þín, en ég á þó fjársjóð sem enginn tekur frá mér en það eru dýrmætar minningar um þig sem ylja mér þegar ég er sorgmædd. Mamma, þín minning er ljúf og góð. Þú varst mjög ákveðin, með sterkar skoðanir, heiðarleg, skiln- ingsrík, elskuleg, barngóð og gef- andi móðir, tengdamóðir og amma. Þú varst einstök. Mín minning um æsku- og uppvaxtar- ár mín er ljúf. Ég ólst upp við mik- ið ástríki foreldra minna. Sam- band þeirra var sérstakt og byggt á bjargi, hvort sem var í blíðu eða stríðu, leik eða starfi. Elsku, elsku mamma mín, nú er leið þinni lokið hér hjá okkur og kominn tími til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina. Í dag fylgi ég þér síðasta spölinn á loka- stað tilveru þinnar og trúi því að þið pabbi séuð saman og vakið yfir mér og mínum. Ég er sorgmædd og viðurkenni það alveg að vera ekki sátt við að þurfa að kveðja þig, en ég mun standa upprétt eins og alltaf, reyna að skilja og fyr- irgefa það sem orðið er. Elsku mamma, það var erfið reynsla að horfa upp á þig svona veika þessar síðustu vikur en um leið gott að vera hjá þér á síðustu stundu sem þú áttir með okkur. Það var mikil ró yfir þér og friður þegar þú kvaddir og það er góð til- finning að minnast þess og geyma. Nú er komið að kveðjustundinni, elsku mamma, minningar mínar um þig munu lifa og ég mun varð- veita þær í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) En nú er komið að leiðarlokum, elsku mamma mín, og kominn tími til að kveðja, ég kveð þig með trega og söknuði. Farðu í friði, elsku mamma, ég veit að þú vakir yfir okkur sem eft- ir sitjum. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Jórunn Petra. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Þegar við minnumst mömmu og ömmu koma sterk orð í hugann eins og góð manneskja, hugulsöm, ástrík, hörkudugleg baráttukona. Hún var sannkallaður klettur í hafinu. Þrátt fyrir veikindi undir það síðasta kvartaði hún Jakob- ína, eða Jagga eins og hún var kölluð, aldrei og vildi ekkert um- stang. Hún var sönn hvunndags- hetja, ljósið okkar. Minningarnar um hana munu veita okkur styrk til að sætta okkur við brátt fráfall. Þrautseigja hennar er okkar veganesti fyrir lífið framundan, okkar vopn og stuðningur til lífs- sigra. Við kveiktum á stóru kerti þeg- ar hún veiktist en það náði ekki að brenna niður. Við horfum nú á log- ann þegar við ritum þessi orð og ljósið og birtan er hún. Það er okk- ar heitasta ósk og von að hún mamma og amma hafi fundið frið- inn aftur og sé með elskunni hon- um pabba og afa Magga. „Til þess er vonin að veita inn í líf okkar hlýju og birtu.“ (La Rochefoucauld) Hennar ætíð, Helga og Stefán Andri. Ég vil hér minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Jakobínu Þóru Pálmadóttur eða Jöggu eins og hún vildi alltaf láta kalla sig. Jagga fæddist í Reykjavík og þar ólst hún upp í stórum hópi systkina. Lengst af bjó fjölskyld- an við Lönguhlíð og þar undi Jagga glöð við sitt uns grunn- skólanámi lauk. Veikindi föður hennar og kröpp kjör í Reykjavík eftirstríðsáranna útilokuðu frek- ari skólagöngu og snemma hélt hún til starfa út á vinnumarkað- inn. Henni varð oft tíðrætt um uppvaxtarárin í Lönguhlíðinni og minntist þeirra ávallt með brosi á vör og mikilli væntumþykju. Ég er ekki frá því að þessi lífs- reynsla hafi snemma mótað Jöggu, því ósérhlífnari og dug- legri manneskju hef ég varla kynnst á lífsleiðinni. Seint og snemma var hún boðin og búin að hlaupa undir bagga með náungan- um og leggja sitt af mörkum. Þeg- ar barnabörnin fóru að koma til sögunnar var Jagga ávallt til taks. Hvert á land sem var, hvenær sem var. Jakobína Þóra var gæfusöm í einkalífinu. Hún var vel gift Guð- mundi Magnúsi Jónssyni en hann var einstaklega ástríkur, hrein- skiptin og heiðarlegur maður. Þau eignuðust fjögur heilbrigð börn og barnabörnin urðu þeim öll sérlega elsk. Jagga og Maggi fluttu snemma á Akranes og á Garða- brautinni áttu allir sér samastað. Ástin og umhyggjan sem mætti manni þar í dyrunum var yndisleg og verður lengi í minnum höfð. Bæði voru þau góðir uppalendur en Jagga var svo sannarlega hið milda yfirvald þegar barnauppeldi var annarsvegar. Hún var ákveðin og bjó yfir einbeittum vilja. Hún hafði ríka réttlætiskennd og ákveðnar skoðanir á sínu nánasta umhverfi. Orðið „ungamamma“ kemur upp í hugann þegar um- hyggja og áhugi Jöggu varðandi börnin og barnabörnin var annars vegar. Jagga starfaði lengst af sem fiskverkakona en auk þess tók hún virkan þátt í alls konar fé- lagsstörfum. Hún var manni sín- um stoð og stytta í störfum hans fyrir Verkalýðsfélagið á Akranesi og sat t.a.m. lengi í stjórn Sjúkra- sjóðs félagsins. Hún vann alla tíð langan vinnu- dag en tókst með sóma að búa manni sínum og fjórum börnum ástríkt og fallegt heimili. Jagga unni vel góðum bókum, tónlist og kvikmyndum. Hún ferðaðist víða, bæði hér heima og erlendis. Hún var hrókur alls fagnaðar og var ávallt vel að sér um málefni líðandi stundar. Allt fram á síðasta dag. Jakobína Þóra Pálmadóttir var verkakona og dugnaðarforkur allt sitt líf. Hún var af þeirri kynslóð Íslendinga sem með fórnfýsi, elju- semi og hörku lagði hvað mest af mörkum til að koma þessari þjóð til bjargálna. Hún átti ættir að rekja norður í Fljótin í Skagafirði og ég veit að hún var ákaflega stolt af því. Hún bjó ætíð að því að vera upprunnin úr einni fegurstu en jafnframt harðbýlustu sveit landsins. Mér finnst ég kveðja Jöggu alltof snemma. Hún átti svo sann- arlega skilið að fá að njóta ævi- kvöldsins lengur. Njóta þess að safna í kringum sig fleiri barna- og barnabörnum og stússa í kringum fjölskylduna. Ég kveð hana með einlægu þakklæti og djúpri virðingu. Guð geymi minningu Jakobínu Þóru Pálmadóttur. Jóhann Hafsteinn. Eldur er bestur með ýta sonum og sólar sýn, heilyndi sitt, ef maður hafa náir, án við löst að lifa. (Hávamál) Með örfáum orðum langar mig til að minnast ömmu Jöggu er kvatt hefur þennan heim að lok- inni langri og farsælli lífsgöngu. Þegar einhver nákominn okkur hverfur af sjónarsviðinu, þá birt- ast í hugskoti okkar myndir og minningar frá kynnum manns af viðkomandi. Það eru því mörg minningarbrot sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um samveru mína við ömmu minnar á liðnum árum. Ég var oft í pössun sem lítill drengur hjá ömmu á Akranesi og fór þangað oft um helgar. Í minn- ingunni var amma stoð og stytta fjölskyldunnar. Hún var alltaf boðin og búin að gefa góð ráð og stuðning ef einhver þurfti hennar við. Amma var frábær kokkur og naut fjölskyldan góðs af þessu áhugamáli hennar í samveru- stundum sínum, t.d. á sunnudög- um þegar allir hittust í miðdeg- iskaffi. Amma fór jafnframt með okkur í mörg ferðalög um íslenska náttúru. Síðan minnist ég líka stunda þegar hún kom og dvaldi hjá okk- ur, bæði í Skólagerðinu, í Hamra- hlíðinni og í Hveragerði. Amma var alltaf tilbúin að hlusta á það sem ég hafði að segja og gaf sér tíma til þess. Hún var kona sem gaf af sjálfri sér það besta sem hún átti og fyrir það vil ég þakka henni að leiðarlokum. Hún amma mín, hún amma Jagga á Akranesi, er farin yfir móðuna miklu. Að henni er mikill missir. Ég vil þakka himnaföður- num fyrir samverustundir okkar. Ég vil líka þakka himnaföðurnum fyrir stundirnar sem ég átti með henni og honum afa Magga. Bless- uð sé minning þeirra beggja. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kveðja hana á sinni hinstu stundu, á dánarbeði henn- ar. Það var mér mikils virði. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Vertu sæl amma mín. Far þú í friði og hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Þinn Þorsteinn. Elskuleg systir og mágkona, Jakobína Þóra Pálmadóttir, lést þann 28. apríl sl. Við viljum minn- ast Jöggu nú við leiðarlok: Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson.) Við þökkum henni allar ljúfu og góðu stundirnar sem við áttum saman og nú eru á enda. Minning hennar lifir með okkur um ókomna tíð. Anna Pálmadóttir Wilkes og Topper Wilkes. Jakobína Þóra Pálmadóttir  Fleiri minningargreinar um Jakobínu Þóru Pálma- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Móðir mín, ÁSTRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR frá Rauðsgili, sem lést fimmtudaginn 3. maí, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju, laugardaginn 12. maí, kl. 14.00. Snorri Tómasson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG S. SIGURJÓNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, til heimilis í Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 1. maí, verður jarðsungin í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjálparstarf ABC. Guðríður Halldórsdóttir, Emil Th. Guðjónsson, Ágúst Halldórsson, Hólmfríður A. Stefánsdóttir, Björg Halldórsdóttir, Guðsteinn Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.