Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Um helgina sagði The WallStreet Journal frá því að Barclays-bankinn breski væri að setja af stað netbanka til að safna innlánum í Bandaríkjunum.    Ætlunin er aðstyðja við vöxt bankans án þess að þurfa að treysta alfarið á lán- tökur á heildsölu- markaði.    Barclays setti nýverið af staðsamskonar netinnlána- reikninga í Þýskalandi og halaði inn milljarð evra á skömmum tíma. Ætlunin er að ná í svipaða upphæð í Bandaríkjunum.    Allt hljómar þetta ofur kunnug-lega í eyrum Íslendinga sem fylgdust með svona fjársöfnun fyrir fáeinum árum en auðvitað er ánægjulegt til þess að vita að sögu- frægur breskur banki skuli hafi lært eitthvað af íslensku banka- útrásinni.    Og einmitt af því að þetta erbreskur banki þá vakna spurn- ingar um hvort ekki sé öruggt að breska ríkið ábyrgist innistæð- urnar sem bankinn safnar í Banda- ríkjunum?    Nei, jafn sérkennilega og þaðkann að hljóma eftir Icesave- deiluna við Breta þá vill svo til að ábyrgðin liggur hjá innlánatrygg- ingastofnuninni í Bandaríkjunum en ekki hjá breskum skattgreið- endum.    Það vill nefnilega svo til að öðr-um stjórnvöldum en þeim sem nú gista Stjórnarráðið íslenska þykir ekki mjög eftirsóknarvert að láta skattgreiðendur ganga í ábyrgð fyrir slíkar skuldbindingar. Bresk ábyrgð á innlánunum? STAKSTEINAR Meirapróf Næsta námskeið byrjar 9. maí 2012 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Veður víða um heim 7.5., kl. 18.00 Reykjavík 6 léttskýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 3 léttskýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 8 skýjað Kaupmannahöfn 8 heiðskírt Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 13 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 7 skúrir London 13 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 12 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 26 skýjað Winnipeg 10 skúrir Montreal 17 léttskýjað New York 17 skýjað Chicago 15 skúrir Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:34 22:16 ÍSAFJÖRÐUR 4:19 22:41 SIGLUFJÖRÐUR 4:01 22:24 DJÚPIVOGUR 3:59 21:50 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kristján L. Möller, formaður at- vinnuveganefndar Alþingis, segir að vinna nefndarinnar við sjávarút- vegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar gangi vel. Hann segir að yfirferð umsagna með gestum sé langt komin og eftir það verði farið í að vinna upp úr umsögnum og huga að breytingartillögum. Fulltrúar Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, Samtaka at- vinnulífsins og Samtaka fisk- vinnslustöðva komu á fund nefndarinnar í gær til að ræða frumvörpin. Í dag koma fulltrúar fimm sveitarfélaga í sama tilgangi. Kristján segir að fulltrúar samtak- anna hafi fylgt eftir umsögnum sínum og svarað spurningum nefndarmanna. Fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við höfum óskað eftir því að unnið verði að lausn þessara mála í samstarfi okkar og stjórnvalda. Því hefur verið hafnað hingað til. Við ítrekuðum þessa ósk á fundinum og lögðum áherslu á að sá tími yrði tekinn til vinnunnar sem þarf,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Aðalatriðið er að við höfum fengið margar góðar umsagnir og gestir fylgt sínum umsögnum eftir. Það er hin venjulega aðferð við vinnslu þingmála að fara yfir um- sagnir og taka tillit til réttmætra ábendinga,“ segir Kristján. Líst ekki á stækkun leigupotts Kristján telur ekki tímabært að tjá sig um einstök efnisatriði hugs- anlegra breytingartillagna. Fram hefur komið hjá öðrum nefndar- mönnum að fjárhæð veiðigjalds verði endurskoðuð í ljósi þeirra umsagna sem borist hafa, meðal annars í greinargerð sem sérfræð- ingar unnu fyrir atvinnuveganefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ól- ína Þorvarðardóttir nefndu báðar í frétt í Morgunblaðinu í gær að til greina kæmi að gera breytingar á fiskveiðistjórnarfrumvarpinu, með- al annars að stækka leigupotta. Framkvæmdastjóra LÍÚ líst ekki vel á þá hugmynd. Segir að reynsl- an af útgerð kvótalausra skipa sé ekki góð og vísar til umfjöllunar sem varð á sínum tíma um að stórum hluta aflans væri hent aft- ur í sjóinn. „Við viljum ekki sjá þannig útgerðarhætti,“ segir Frið- rik. Morgunblaðið/Kristinn Gestir Fulltrúar atvinnulífsins með Vilhjálm Egilsson og Arnar Sigur- mundsson í broddi fylkingar, mæta á fund atvinnuveganefndar. Yfirferð umsagna um útvegsfrum- vörp langt komin  Atvinnulífið fylgir eftir umsögnum Skógareigendur samþykktu á að- alfundi sínum að mótmæla frum- varpi til laga um umhverfis- áhrif af nytja- skógrækt. Fund- armenn álykt- uðu að kolefna- binding skóga sé afurð en ekki auðlind. Hún sé þar af leiðandi eign skógarbænda. Í ályktun skógarbænda kemur fram að þeir telji að frumvarpið innihaldi íþyngjandi ákvæði sem leggi kvaðir skógrækt umfram annan landbúnað. „Sá kostnaðarauki sem frumvarpið hefur í för með sér getur hæglega valdið því að aðeins sterkefnaðir aðilar hafi tök á því að hefja nytjaskóg- rækt,“ segir í ályktuninni. Skógareigendur mótmæla Rækt Binding sé eign, ekki auðlind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.