Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 8. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  107. tölublað  100. árgangur  VALA Í LUNDI HEFUR ALDREI ÁTT ÞVOTTAVÉL NÆR 50 ÞÚSUND Í FRAM- HALDSNÁMI HLUPU FRÁ ÞINGVÖLLUM AÐ FYLKISVELLI SÉRBLAÐ UM HÁSKÓLANÁM HANDBOLTASTELPUR 10HUNDRAÐ ÁRA 14 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þingmenn á Evrópuráðsþinginu, þingi Evrópuráðsins í Strassborg, horfa til réttarhaldanna yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi með hugs- anleg pólitísk réttarhöld í einhverju aðildarríkja sambandsins í huga, að sögn Pieters Omtzigts, þingmanns Kristilegra demókrata í Hollandi, en hann er hér á landi til að afla gagna um málið. „Fyrir um hálfu ári setti ég þessa rannsókn í gang. Hafði ég þá þurft að telja öðrum þingmönnum trú um að það sem væri að gerast á Íslandi málamaður einnig verið dreginn fyrir dóm og hyggst Omtzigt rann- saka það mál í Kænugarði. Gætu lent í greiðsluþroti Omtzigt kveðst aðspurður horfa til Suður-Evrópu þegar hugsanlegt fordæmi Landsdóms er annars veg- ar. Leiðtogar evruríkjanna bregðist við skuldakreppunni með því að auka samþættingu við efnahags- stjórn. Enn séu líkur á greiðsluþroti einstakra evrurríkja með tilheyr- andi óróa og þjóðfélagsátökum. MÓttast pólitísk réttarhöld »6 Landsdómur vekur ugg  Evrópuráðsþingið kynnir sér aðdraganda réttarhaldanna yfir Geir H. Haarde  Þingmaður aflar gagna hér og í Kænugarði vegna pólitískra réttarhalda þar væri áhugavert og hefði skírskot- un til margra annarra ríkja. Nú er áhuginn á málinu að aukast vegna þess að stjórnmálamenn eru orðnir ugg- andi um vaxandi og langvarandi óstöðugleika í stjórnmálum aðildarríkja evrusvæð- isins,“ segir Omtzigt og bendir á að íslensk stjórnvöld hafi orðið fyrst til að draga stjórnmálamann til ábyrgðar í dómsal vegna kreppunn- ar. Austur í Úkraínu hafi stjórn- Örlagatímar » Miklar sviptingar hafa orð- ið í evrópskum stjórnmálum á undanförnum misserum. » Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur misst völdin. » Omtzigt telur kjósendur kunna að krefjast þess að leiðtogarnir standi reiknings- skil á gerðum sínum vegna skuldakreppunnar í Evrópu. Pieter Omtzigt Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hvalveiðar verða að óbreyttu ekki stundaðar við Íslandsstrendur í sumar, eins og Hvalur hf. áformaði. Þetta staðfesti Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í sam- tali við Morgun- blaðið í gær- kvöldi. Ástæðan er sú, að sögn Kristjáns, að ekki hafa tekist samn- ingar við Sjó- mannafélag Ís- lands um kaup og kjör háseta. Sjómanna- félagið gerir þá kröfu að Hvalur hf. greiði hásetum bætur fyrir þá skerðingu sem orðið hefur á sjómannaafslætti. Stjórnvöld hafa skert afsláttinn í áföngum og er hann nú helmingur af því sem var. Að sögn Kristjáns getur fyrirtækið ekki gengið að þessum kröfum. „Það kom flatt upp á mig að þeir héldu þessu til streitu. Við leggjum ekki línurnar í þessum efnum,“ segir Kristján. Áður hafði Hvalur hf. gengið frá samningum við félög skipstjórnar- manna og vélstjóra. Í þeim samning- um er miðað við þau kjör sem giltu þegar hvalveiðar voru síðast stund- aðar af Hval hf. sumarið 2010, að við- bættum þeim hækkunum sem orðið hafa síðan þá. 100 störf við veiðar og vinnslu Að sögn Kristjáns hefur markaður fyrir hvalkjöt í Japan ekki náð sér að fullu eftir flóðbylgjuna miklu í fyrra, en hún olli gríðarlegu manntjóni og eyðileggingu. Hvalur hf. áformaði því að gera út annan hvalbát sinn í sumar. Reiknað var með að veiðarn- ar gætu staðið yfir í 80 til 90 daga og aflinn gæti orðið á bilinu 60 til 70 langreyðar. Áætlað var að um 100 starfsmenn fengju vinnu við úthaldið í þrjá til fjóra mánuði. Á vertíðinni 2010 voru um 150 starfsmenn við veiðar og vinnslu. Ekki farið til hvalveiða í ár  Ekki samdist um bætur til háseta fyrir skerðingu sjómannaafsláttar Kristján Loftsson Morgunblaðið/ÞÖK Hvalskurður Margir fá vinnu í hval- stöðinni þegar hvalveiðar standa yfir. Hvalveiðar » Veiðar á langreyði í atvinnu- skyni hófust á ný sumarið 2006. » Á síðustu hvalveiðivertíð, sumarið 2010, veiddu skip Hvals hf. 148 langreyðar. » Leyfilegur heildarafli á ár- unum 2009 til 2013 fer eftir veiðiráðgjöf Hafró, og er 150 dýr á ári.  Bandarísk yfir- völd hafa komið í veg fyrir tilraun al-Qaeda-hryðju- verkasamtak- anna í Jemen til að sprengja flug- vél í loft upp. AFP-frétta- stofan hefur eftir ónefndum emb- ættismanni að sjálfsvígssprengjumaður hafi ætlað að sprengja sig í flugvél. Búið er að leggja hald á sprengjuna sem búin er til úr efnum sem ekki greinast í málmleitartækjum. Tilrauninni svipar til sprengjutilræðis sem mis- tókst á jóladag árið 2009. Komu í veg fyrir sprengjutilræði Ætlunin var að granda farþegavél.  Meira en helmingur af sóknar- gjöldum sem Lindasókn í Kópavogi fær rennur til greiðslu afborgana og vaxta af lánum sem tekin voru vegna kirkjubyggingar. Vegna skerðingar sóknargjalda hafa tekjur minnkað stórlega. Lánin hafa á sama tíma hækkað vegna verðtryggingar. Margar sóknir og trúfélög eru í vanda. »12 Meira en helmingur tekna fer í skuldir Sókn Fyrsta fermingin í Lindakirkju. Þessi tvö voru að spóka sig í góða veðrinu í gær í miðbæ Reykjavíkur en þar var margt um manninn eins og gjarnan er á sólríkum dögum. Þó nokk- uð var um að fólk væri að viðra hunda sína enda fagna bæði fólk og ferfætl- ingar veðurblíðunni sem er svo kærkomin eftir langan og kaldan vetur. Frónbúar kunna sér vart læti þá vorsins daga sem minna á komandi sumar. Út að ganga í blíðunni Morgunblaðið/Ómar  Ríkisstjórnin hefur í hyggju að halda áfram að leggja á raf- orkuskatt, þrátt fyrir að samið hafi verið um það við Samtök at- vinnulífsins og fjögur stóriðju- fyrirtæki árið 2009 að hann ætti að leggjast af í lok þessa árs. Í frumvarpi fjármálaráðherra er lagt til að skatturinn verði ótíma- bundinn og að hann muni jafnframt hækka í takt við verðlagsþróun. »17 Framlengja skatt þvert á samninga  Áætlað er að undirbúnings- framkvæmdir við uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, svo sem hönnun og skipu- lagning, geti haf- ist á þessu ári og framkvæmdir á staðnum næsta vor. Áformað er að kínverski auðmaðurinn Huang Nubo taki jörðina á leigu af félagi sveitarfélaga. »20 Hefja hönnun og skipulagningu í ár Huang Nubo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.