Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, og framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins lögðu í gær áherslu á að Grikkland þyrfti að hlíta skilmálum samnings fráfarandi ríkisstjórnar landsins við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyð- arlán. Stjórnarflokkarnir tveir, sem samþykktu skilmálana, fengu tæpan þriðjung atkvæða í þingkosning- unum í Grikklandi á sunnudaginn var. Samanlagt fylgi þeirra fór úr 77,4% í 32,1% og þeir verða í minni- hluta á þinginu, fengu samtals 149 þingsæti af 300. Annar stjórnarflokkanna, íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði, er nú stærstur, fékk tæp 19% atkvæð- anna og 108 þingsæti, að með- töldum 50 sætum sem stærsta flokknum er úthlutað sérstaklega. Nýtt lýðræði fékk 33,5% atkvæða í kosningum árið 2009. Hinn stjórnarflokkurinn, jafnaðarmannaflokkurinn PASOK, galt mikið afhroð; fylgi hans fór úr 43,9% í 13,2% og hann er nú þriðji stærsti flokkurinn. Vinstriflokkurinn Syriza er næststærstur, þrefaldaði fylgi sitt og fékk 16,7% atkvæðanna. Skilaði umboðinu Leiðtogi Nýs lýðræðis, Antonis Samaras, fékk umboð til að mynda nýja ríkisstjórn en skilaði því eftir að Syriza og fleiri flokkar höfnuðu samstarfi við stjórnarflokkana tvo. Talið er að Nýtt lýðræði og PASOK eigi aðeins möguleika á samstarfi við einn flokk, Lýðræðis- lega vinstriflokkinn, sem styður að- ild landsins að ESB og mynt- samstarfinu, en hann fékk 19 þingmenn í kosningunum. Leiðtogi flokksins gaf þó til kynna á sunnu- dagskvöld að hann vildi ekki eiga aðild að ríkisstjórn sem hlítti skil- málum neyðarlánanna. „Við ætlum ekki að taka þátt í því að halda stefnu sem kemur fólki og sam- félaginu á vonarvöl,“ sagði hann. „Við stöndum við loforð okkar.“ Nýr hægriflokkur, Sjálfstæðir Grikkir, er nú fjórði stærsti flokkurinn, með 33 þingsæti. Kommúnistaflokkurinn kemur næstur með 26 sæti. Nýnasista- flokkur, Gullin dögun, fékk 21 þing- sæti. Gríska vinstriblaðið Ta Nea lýsti stjórnarmyndunarviðræðunum sem „martröð“ og sagði að „ógern- ingur“ yrði að mynda meirihluta- stjórn. Líklegt þykir að viðræðurnar fari út um þúfur og nýjar þingkosn- ingar fari fram um miðjan næsta mánuð. „Það er mjög ólíklegt að Nýtt lýðræði geti myndað sam- steypustjórn,“ hefur The Wall Street Journal eftir frammámanni í Nýju lýðræði. „Við stefnum hrað- byri að nýjum kosningum í júní.“ Blaðið hefur eftir Ilias Niko- lakopoulos, stjórnmálafræðiprófess- or í Aþenu, að nýjar kosningar myndu aðeins gera stöðuna enn flóknari. „Flokkarnir sem eru and- vígir sparnaðaraðgerðunum myndu liklega fá meiri stuðning,“ sagði hann. „Framtíð landsins á evru- svæðinu er augljóslega í veði.“ Horfur á að Grikkir kjósi aftur í júní  Litlar líkur taldar á að hægt verði að mynda ríkisstjórn ÚRSLITIN Í GRIKKLANDI Heimildir: Reuters, igraphics.gr Nýtt lýðræði Íhaldsmenn PASOK (Samgríska sósíalistahreyfingin) Jafnaðarmenn Gríski kommún- istaflokkurinn 8% Sjálfstæðir Grikkir Hægriflokkur 10,5% Gullin dögun Lengst til hægri 7% Syriza (Vinstri- bandalagið) 16,6% Flokkarnir í fráfarandi stjórn 300 sæti alls 25,5% 19% 13,4% Kjörtölur þegar 99% atkvæða höfðu verið talin Aðrir Flokkarnir þurftu 3% atkvæða til að fá sæti á þinginu Skammur tími til stefnu » Boða þarf til nýrra kosn- inga ef ekki tekst að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 17. maí. » Leiðtoga Nýs lýðræðis tókst ekki að mynda stjórn og næststærsti flokkurinn fær nú stjórnarmyndunarumboðið og síðan þriðji stærsti flokkurinn. Ef viðræður flokkanna bera ekki árangur boðar forsetinn til kosninga. AFP Í steininn Lögreglumenn bera einn stjórnarandstæðinga sem voru hand- teknir fyrir mótmæli í miðborg Moskvu þegar Pútín sór embættiseiðinn. Pútín sór embættis- eiðinn í skugga átaka  Hundruð mótmælenda handtekin Vladimír Pútín, nýkjörinn forseti Rússlands, sór embættiseið sinn í Kremlarhöll í gær í skugga átaka milli lögreglumanna og andstæð- inga forsetans. Hundruð manna voru handtekin í átökunum. Pútín var forseti á árunum 2000 til 2008 en varð að víkja vegna stjórnarskrárákvæðis um að enginn mætti gegna embættinu lengur en í tvö kjörtímabil í röð. Dmítrí Medve- dev var þá kjörinn forseti og Pútín varð forsætisráðherra. Eitt af fyrstu verkum Pútíns í gær var að leggja til að þingið skipaði Medve- dev í embætti forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar saka Pút- ín um að hafa troðið á mannrétt- indum. Lögreglan handtók 436 stjórnarandstæðinga sem tóku þátt í fjölmennum mótmælum gegn Pút- ín á sunnudag. Að minnsta kosti 120 til viðbótar voru handteknir í gær, þeirra á meðal Borís Nemtsov, sem var aðstoðarforsætisráðherra í valdatíð Borís Jeltsíns fyrstu árin eftir hrun Sovétríkjanna. bogi@mbl.is Draghálsi 4 - 110 Reykajvík Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.is T A K T IK _ a p r1 2 _ 3 8 0 5 Kæli- og frystitæki Pöntunarsími: 535 1300 OFC 250 B: 685 D: 610 H: 1700 Kæling 2/12°C 199.000.+vsk 2 stærðir sama verð XS 600 Stærð (bxhxd) 1475x837x757mm Kæling -12/ -24°C 129.000.+vsk Kæling +2/+12°C - Innbyggð lýsing - Stærð b:682 d:450 h:675 Frystir 99.000.+vsk KK 420 B: 615 D: 590 H: 1945 - 350 L innanmál - Kæling +2/+10°C - 8 hillur - Læsing KK 415 B: 606 D: 575 H: 1980 - 360 L innanmál - Kæling +2/+10°C - 8 hillur - Læsing 109.000.+vsk SD 155 Stærð (bxdxh) 564x695x905mm Kæling -12/ -22°C SD 305 Stærð (bxdxh) 950x695x905mm Kæling -12/ -22°C 79.000.+vsk 99.000.+vsk 199.000.+vsk 109.000.+vsk Til á lager KK 520 B: 650 D: 705 H: 1970 - 488 L innanmál - Kæling -12/-22°C - 8 hillur - Læsing Frystir ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Fersk skata með rjóma- lagaðri sítrónu-dillsósu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.