Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Of Monsters and Men var stödd í Los Angeles sl. föstudag þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af henni og átti að leika á tónleikum þar um kvöldið sem tekn- ir voru upp fyrir útvarpsstöðina KROQ. Þaðan var förinni svo heitið til New York þar sem hljómsveitin leikur í spjallþætti gamanleikarans Jimmys Fallons í kvöld. Hljómsveitin lauk tónleikaferð um Evrópu í þarsíðustu viku og segir Arnar Rósenkranz Hilmars- son, slagverksleikari sveitarinnar, að uppselt hafi verið á alla tón- leikana. Hljómsveitin spilaði í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Frakklandi og Englandi og segir Arnar viðtökur hafa verið góðar. „Platan er ekki komin út í það mörgum löndum í Evrópu, hún er bara komin út í Þýskalandi, kom út þar í næstsíðustu viku en fólk virð- ist vera að uppgötva okkur í Evr- ópu líka sem er frábært,“ segir hann. -Hvað er búið að selja mörg ein- tök af plötunni í Bandaríkjunum? „Fyrir u.þ.b. viku var búið að selja um 105 þúsund eintök,“ segir Arnar en eins og frægt er orðið náði platan sjötta sæti bandaríska plötu- listans, Billboard, í apríl sl. sem er besti árangur íslensks tónlistar- manns eða hljómsveitar frá upphafi á þeim langa lista. Platan er nú í 34. sæti eftir fjórar vikur á listanum, sæti ofar en nýjasta plata Bruce Springsteens, Wrecking Ball. Hljómsveitin fór víða um Bandarík- in og Kanada í tónleikaferð í apríl og var alls staðar uppselt. Liðs- menn hennar sneru aftur heim í ör- stutt frí að henni lokinni og héldu svo í ferð um Evrópu. Fyndið og gaman -Eru aðdáendur að elta ykkur og biðja um eiginhandaráritanir? „Já, þeir eru duglegir að bíða hérna eftir okkur fyrir utan tón- leikastaðina og biðja um eiginhand- aráritanir sem er mjög fyndið en rosa gaman,“ segir Arnar. -Og einkennilegt ekki síst í ljósi þess hversu hratt þetta hefur gerst? „Já, það er mjög skrítið að koma héðan af eyjunni litlu til Bandaríkj- anna, þessa risalands og fólk veit hver maður er úti í búð stundum. En maður getur farið í Smáralind- ina óáreittur,“ segir Arnar og hlær að þessum furðum. Hljómsveitin snýr brátt heim í tveggja vikna frí en heldur svo aft- ur til Bandaríkjanna, mun þar leika á fjölda tónlistarhátíða. Dagskráin er þétt alveg fram undir lok ágúst- mánaðar þegar hljómsveitin leikur á tónlistarhátíðinni í Reading. Ævintýri Liðsmenn Of Monsters and Men hafa upplifað mikið ævintýri und- anfarnar vikur og plata hljómsveitarinnar selst eins og heitar lummur. Í þætti Fallons og á fjölda hátíða  Önnum kafin Of Monsters and Men Kvikmyndin Die Mörder sind unter uns eða Morðingjar meðal vor frá árinu 1946 verður sýnd í Kamesinu á 5. hæð Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu í dag kl. 15 og 17. Myndin er hluti af þýskri kvik- myndahátíð sem haldin er í samstarfi við Goethe-Institut. Í myndinni segir frá Susanne sem snýr heim til Berlínar eftir að hafa verið frelsuð úr útrýmingarbúðum. Heimaborg hennar er í rúst eftir stríðið og í íbúð hennar hefur sest að skurðlæknir nokkur, Mertens að nafni, sem er nýsnúinn heim úr stríð- inu. Mertens er þjakaður af minn- ingum stríðsins sem hann reynir að slæva með kald- hæðni og drykkju. Susanne leyfir Mertens að dvelj- ast áfram í íbúð- inni og með þeim þróast ástarsam- band. Þá kemst hann að því að yfirmaður hans úr hernum sem fyrirskipað hafði fjölda- morð á saklausum borgurum nokkr- um árum áður lifir nú ábátasömu og áhyggjulausu lífi í næsta nágrenni. Upp koma áleitnar spurningar um hverjir eigi að refsa fyrir stríðsglæpi, einstaklingar eða dómstólar. Morðingjar meðal vor Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Byssuskápar frá kr. 23.500 Empire Total film Variety Tommi, Kvikmyndir.is Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! EGILSHÖLL 16 16 14 KRINGLUNNI ÁLFABAKKA VIP 12 12 12 12 LL L 10 10 10 10 10 10 STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! L 16 10 SELFOSS THEAVENGERS KL. 5 - 8 - 10:10 IMPY´SWONDERLANDM/ÍSL.TALIKL. 6 SVARTURÁLEIK KL. 8 KEFLAVÍK 16 12 10THEAVENGERS KL. 5 - 8 - 10:50 3D GONE KL. 8 2D SVARTURÁLEIK KL. 10 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D 12 12 L 10 AKUREYRI THEAVENGERS (3D) KL. 6 - 9 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D GONE KL. 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 2D THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 11. 3D THEAVENGERS KL. 6 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:50 2D TITANIC KL. 9 3D THECOLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 2D UNDRALAND IBBA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 10:50 3D THEAVENGERSVIP KL. 5 - 8 - 10:50 2D THEAVENGERS KL. 5 - 10:20 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:40 2D AMERICANPIE: REUNION KL. 8 2D FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 5 2D THEAVENGERSKL. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:50 3D THEAVENGERS KL. 6 2D CABIN IN THEWOODSKL. 10:10 2D COLDLIGHTOFDAY KL. 6 - 8 2D YFIR 35 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! SVALI&SVAVAR ALLAVIRKA MORGNAKL. 7.00 Sláðu á þráðinn í 571 1111 eða kíktu á okkur á facebook K 100,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.