Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 ✝ Dagbjört Jóns-dóttir fæddist 6. desember 1921 í Ásmúla í Ása- hreppi. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 23. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Jónsson, f. 1. mars 1880 á Heiði í Holtahreppi, d. 23. maí 1950, og Ólöf Guðmunds- dóttir, f. 3. mars 1878 á Skarði í Djúpárhreppi, d. 19. júlí 1961. Dagbjört átti níu systkini sem öll eru látin. Þau voru: Guð- björg Helga, f. 1907, d. 1995, Ólafía, f. 1908, d. 1973, Björg- vin, f. 1909, d. 1970, Guðjón, f. 1911, d. 1992, Kristjana, f. 1912, d. 1988, Guðmundur, f. 1914, d. 2007, Ingólfur, f. 1916, d. 1991, Lilja, f. 1917, d. 2008, og Þór- unn, f. 1920, d. 2000. Eiginmaður Dagbjartar var Guðmundur Ásgeir Jónsson raf- virkjameistari, f. 21. jan. 1926, d. 13. júní 1982. Foreldar hans voru Kristín Guðmundsdóttir frá Jónsnesi í Helgafellssveit og Jón Ágúst Guðmundsson frá Finni Þórðarsyni. Þeirra dóttir er Elín Sóley, b) Ólafur Rafn, í sambúð með Guðrúnu Álfheiði Thorarensen, c) Bjarki. 6) Krist- ín, f. 19. jan. 1958, maki Sverrir Gísli Hauksson. Sonur Kristínar er Haukur Guðmundsson, í sam- búð með Önnu A. Kjeld. 7) Guð- mundur Ásgeir, f. 25. apríl 1960, maki Hafdís Lilja Guð- laugsdóttir. Þeirra börn eru: a) Dagbjört Hulda, gift Anis Aref. Þeirra börn eru Kamilla Anísa og Jósef Malik, b) Guðlaugur Már, í sambúð með Pálu Minný Ríkharðsdóttur. Þeirra sonur er Róbert Helgi, c) Arnar Ingi, í sambúð með Hildi Gunn- arsdóttur. Þeirra sonur er Þor- kell Ingi, d) Jón Ágúst. 8) Dag- bjartur Helgi, f. 19. mars 1962, maki Tatjana Latinovic. Þeirra börn eru a) Freyja Björk, b) Damjan. Dagbjört ólst upp á bernsku- heimili sínu í Ásmúla og vann á búi foreldra sinna fram yfir tví- tugt. Dagbjört og Guðmundur bjuggu lengst af á Sýrfelli, Bergi, Keflavík þar sem hún sinnti stóru heimili af mikilli al- úð. Eftir að hún varð ekkja starfaði hún á leikskólanum Garðaseli við ræstingar þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Síðustu árin bjó Dagbjört í íbúð fyrir aldraða á Nesvöllum. Útför Dagbjartar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. maí 2012, kl. 14. Þorfinnsstöðum í Önundarfirði. Börn Dagbjartar og Guðmundar eru: 1) Ólafur Jón, f. 22. okt. 1948, maki Halla Jóna Guð- mundsdóttir. Þeirra börn eru: a) Guðmundur Ásgeir b) Guðrún Lovísa, hennar sonur er Ólafur Ivar And- ersen. 2) Jón Ágúst, f. 4. feb. 1950, d. 26. des. 2009. 3) Svein- björn Gunnar, f. 10. maí 1951, maki Hildur Jóhannsdóttir. Þeirra synir eru: a) Valur, í sambúð með Arndísi Auði Sig- marsdóttur, b) Garðar, unnusta hans er Bára Dís Benedikts- dóttir. Fyrir átti Sveinbjörn soninn Ara Frey. 4) Aðalsteinn Kristján, f. 12. des. 1953, maki Auður Helga Jónatansdóttir. Þeirra börn eru: a) Margrét, b) Berglind, gift Arnari Þór Emils- syni. Þeirra dóttir er Katla María, c) Ásgeir, kvæntur Katr- ínu Björgu Jónasdóttur. 5) Brynjólfur Stefán, f. 9. ágúst 1956, maki Elín Rut Ólafsdóttir. Þeirra börn eru: a) María, gift Í dag kveðjum við kæra móð- ur og tengdamóður. Hún hefur skilað sínu lífshlutverki með sóma. Við eigum góðar minn- ingar um mæta konu sem var kærleiksrík, fórnfús og ljúf í lund. Hennar er sárt saknað en minning hennar lifir. Ó, vertu blessuð elsku mamma mín, ég man þig best er lít ég bernsku- slóðir. Þar munu geymast mörgu sporin þín Í minningu sem verndarenglar góðir. Þú vildir hlúa að hverju því sem grær og harm þess dapra kunnirðu oft að sefa. Í þínu brjósti bjuggu kenndir þær sem breyskum megna allt að fyrirgefa. Þú gekkst að störfum þýð og þolinmóð, í þrá að verða öllu góðu að liði. Þín ævi var sem hugljúft heilsteypt ljóð sem hjörtun fyllir ró og mildum friði. (Guðrún Auðunsd. frá Stóru- Mörk.) Með þökk fyrir allt og allt. Aðalsteinn og Auður. „Velkomin“ sagði hún bros- mild við nýjustu tengdadóttur sína á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum 18 árum. Á þessu orði byrjaði vinátta okkar sem aldr- ei bar skugga á. Það má segja að orðið hafi verið einkennandi fyrir samskipti okkar allar göt- ur síðan. Dæja var að bjóða mig velkomna til Íslands og í fjölskyldu sína. Hún gerði það af sömu einlægni og með eins opnu hjarta og hún gerði við alla í stórum hópi tengdabarna og barnabarna og annarra sem stóðu nálægt henni. Það skipti ekki máli hvaðan við kæmum og hverra manna við værum, alltaf tók hún á móti öllum með hlýju og kærleik. Ávallt vorum við velkomin til hennar og þangað var ósköp ljúft að koma. Það tók mig heilt ár að byrja að tjá mig á íslensku en samt man ég ekki eftir því að við tvær höfum ekki getað talað saman. Dæja var feimin að eðl- isfari og þegar ég horfi til baka átta ég mig á því að hún var að stíga langt út fyrir þæginda- rammann sinn þegar hún hafði frumkvæði að því að hringja í mig áður en ég gat spjallað við hana á íslensku. Við töluðum mikið saman og ég lærði tölu- vert af henni um barnauppeldi, mannleg samskipti, umburðar- lyndi og margt annað. Hún kenndi ekki meðvitað, en ég lærði mest með því að horfa á hana og taka hana mér til fyr- irmyndar. Ég kynntist Dæju þegar hún var komin á fullorðinsár og þekkti hana fyrst og fremst sem ömmu sem var alltaf til staðar fyrir alla í fjölskyldunni. Henni var mikið í mun að allir fengju jafnmikla athygli frá henni og jafnræði ríkti milli allra. Ekki get ég sagt að ég hafi tekið eftir því að á ein- hvern væri hallað í sístækkandi hópi afkomenda hennar. Hún gladdist yfir öllum sigrum og áföngum okkar, stórum sem smáum, og var dugleg að færa fréttir innan fjölskyldunnar. Skipti ekki máli hvað það var, skólagráður, barnafréttir, fisk- ar sem veiddust eða þegar ein- hver af litla fólkinu hætti með bleyju. Alltaf gat hún sam- glaðst öllum af einskærri ein- lægni. Enda færðum við öll henni fyrst fréttirnar. Dæja var yndisleg amma og fengu barnabörnin alltaf óskipta athygli hennar. Hún púslaði, kubbaði, spilaði á spil, söng með þeim með öllum hug og hjarta. Hún reyndist okkur mjög vel og var alltaf tilbúin að koma og passa fyrir okkur, missti ekki af tónleikum krakk- anna og var afskaplega stolt af þeim. Ævi hennar var máske ekki alltaf létt, en hún áleit sig gæfuríka. „Ég er svo heppin að það hefur aldrei verið neitt ves- en á börnunum mínum,“ sagði hún við mig einu sinni. Hún vildi ekki kannast við að eitt- hvað hlyti hún að hafa gert rétt sjálf, eins auðmjúk og hún var. Langri ævi tengdamóður minnar Dæju er nú lokið. Hún skilaði lífsverki sínu með sóma og er hennar arfleifð til mann- kyns mikil. Hún felst í stórum afkomendahópi þar sem við öll höfum verið snert af hennar lífsgildum. Það hafa verið for- réttindi að fá að vera samferða henni öll þessi ár og hafa verið tekin í hennar hóp jafnvel og ég var. Fyrir allt sem hún gerði fyrir fjölskylduna mína og fyrir allar dýrmætu stundirnar verð ég elskulegu tengdamömu minni ævinlega þakklát. Tatjana Latinovic. Mig langar til að skrifa nokkur orð um elskulega tengdamóður mína. Leiðir okk- ar hafa legið saman í 34 ár. Dæja fluttist til Keflavíkur árið 1948, það ár eignaðist hún sitt fyrsta barn og á næstu fjórtán árum urðu þau átta, sjö synir og ein dóttir. Dæja hélt vel utan um hópinn sinn, allir áttu sitt rými, hún þjónaði af alúð og sveigjanleika en einnig voru gerðar kröfur um þátttöku og samstöðu. Þetta skilaði sér vel, öll hafa þau staðið sig í líf- inu og það sem mest er um vert, staðið sem einn maður við bak móður sinnar á tímum sem hún þurfti á þeim að halda, samstaðan einstök og skipulag- ið í fyrirrúmi, þar áttu einnig allir sinn stað. Dæja var á uppvaxtarárum barna sinna heima við, til stað- ar fyrir þau. Árið 1974, þegar yngstu drengirnir voru 12 og 14 ára, veiktist eiginmaður hennar og þurfti á hjúkrun að halda sem hún veitti honum þar til hann lést árið 1982. Ég kem inn á heimilið árið 1978, þar var hún alltaf glað- vær, heyrðist aldrei kvarta og var með eindæmum gestrisin, var aldrei í rónni nema hún gæti boðið upp á eitthvað. Það fylgdi henni fram að síðustu stundum, þegar hópurinn sat við sjúkrabeð hennar hafði hún áhyggjur af því hvort ekki væri til kaffi handa þeim og eitthvað með því. Eftir að eiginmaður hennar lést fékk hún vinnu við ræst- ingar á leikskóla. Hún starfaði þar það sem eftir var af starfs- ævinni. Í gegnum árin prjónaði hún lopapeysur og sokka á börn og barnabörn, sem enn er haldið upp á. Sjónvarps-sokk- arnir góðu á litlu börnin eru nú eins og gullmolar að ganga á milli til þeirra sem eru í réttri stærð. Hún var einstaklega barn- góð, gladdist innilega þegar við bættust barnabörn og síðar barnabarnabörn, andlitið ljóm- aði og hún breiddi út hlýjan faðminn á móti þeim. Alltaf kallaði hún fram mikla hlýju í viðmóti fólks sem hún um- gekkst hvort sem það var hjá ættingjum, samstarfsfólki, ná- grönnum eða í félagsstarfi aldr- aðra. Dæja var með eindæmum vel gefin og úrræðagóð sem sýndi sig vel í því hvernig hún bjarg- aði sér í erfiðum veikindum síð- ustu árin. Elsku Dæja mín, mig langar að þakka samfylgdina, við átt- um alltaf hvor aðra að, það þurfti engin orð um það við aðra. Þín tengdadóttir, Hafdís Lilja. Dagbjört Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Hendur, fallegar hendur, hlýjar, vermandi hendur, vinnandi hendur. Huggandi, leiðandi hendur, hjálpandi, færandi hendur, fagnandi hendur. Þessar hendur átti Dæja, tengdamóðir mín og amma barnanna minna. Blessuð sé minning hennar. Halla Jóna Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Dagbjörtu Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA LÁRUSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans laugar- daginn 28. apríl. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 9. maí kl. 15.00. Erlingur Þór Sigurjónsson, Margrét Þóra Baldursdóttir, Magnús Þór Erlingsson, Þuríður B. Sigurjónsdóttir, Jóhannes Elíasson, Elísa Jóhannesdóttir, Sylvía Rut Jóhannesdóttir.  Okkar ástkæra, STEINUNN HAFDÍS HAFLIÐADÓTTIR, frá Gríshóli, síðast til heimilis á Höfða Akranesi, andaðist fimmtudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.00. Sigríður Illugadóttir, Guðmundur Friðjónsson, Ólafía Illugadóttir, Ívar H. Elíasson, Ingveldur Vigdís Illugadóttir, Hallur Kristján Illugason, Ingdís Líndal, Guðrún Alda Björnsdóttir, Benoný B. Viggósson og ömmubörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ÁRNÝAR ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Boðagranda 7. Okkar innilegustu þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir frábæra umönnun, einnig Jóni Jóhannssyni djákna fyrir kærleika og hlýhug. Hrafnhildur Tyrfingsdóttir, Stefán Tyrfingsson, María Erla Friðsteinsdóttir, Tyrfingur H. Tyrfingsson, Laufey G. Lárusdóttir, Pálmi Sigurðsson, Anna Lóa Marinósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinarhug og sendu minningarkort við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR KOLBEINSDÓTTUR, Sóltúni 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á A2 á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund fyrir góða umönnun. Margrét Árný Sigursteinsdóttir, Sigurður Leifsson, Þórir Sigursteinsson, Birna Einarsdóttir, Gunnar Hersveinn, Friðbjörg Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.00. Valdimar Óskarsson, Ágúst Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn og bróðir okkar ÞÓRIR HARALDSSON lést að heimili sínu í Svíþjóð sunnudaginn 6. maí. Bodil Haraldsson, Guðrún, Ásdís og Jósef. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 11. maí kl. 11.00. Þóra G. Gísladóttir, Haukur Hafsteinsson, Margrét Gísladóttir, Haraldur H. Helgason, Gísli Gíslason, Ágústa Guðmarsdóttir, Ólafur S. Gíslason, Hildur Bjarnadóttir, Guðrún Gísladóttir Magnús Orri Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Norðfirði, til heimilis á Snorrabraut 56 B, Reykjavík, sem lést mánudaginn 30. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar í Kópavogi, sími 543 1159 eða á heimasíðu Landspítala. Kolbrún Sigurðardóttir, Guðlaugur Sigurðsson, Alda Björk Skarphéðinsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Ágúst Ólafur Georgsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.