Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Margir fjölmiðlar í Evrópu lýstu í gær sigri jafnaðarmannsins Franço- is Hollande í frönsku forsetakosn- ingunum sem pólitískum straum- hvörfum innan Evrópusambandsins en vöruðu við því að Hollande þyrfti að ráða fram úr mjög erfiðum úr- lausnarefnum. Þýsk dagblöð veltu því fyrir sér hvaða áhrif sigur Hollande myndi hafa á samstarf Þjóðverja og Frakka og áhrif Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, innan ESB. Þýska- landsútgáfa Financial Times sagði að sigur Hollande markaði „tíma- mót, einkum fyrir Angelu Merkel“ og benti á að hún studdi Nicolas Sar- kozy í kosningabaráttunni. „Þetta er mjög óþægilegt fyrir Merkel. Ekki vegna þess að það ógni aðgerðunum til að bjarga evrunni. Heldur vegna þess að krafa hans um að bæta hag- vaxtarþáttum við fjármálasáttmála ESB vegur að æðsta valdi þýska kanslarans í Evrópusambandinu.“ Vinstriblaðið Tagesspiegel sagði sigur Hollande mikið áfall fyrir Mer- kel. „Þetta þýðir að Þjóðverjar eru með færri, of fáa, bandamenn.“ Þarf stuðning Merkel Þýsku blöðin skírskotuðu til þeirr- ar stefnu Hollande að draga úr sparnaðaraðgerðum, sem Sarkozy fyrirhugaði, og semja um breytingar á sáttmála ESB-landa um aðhald í ríkisfjármálum til að bjarga evrunni. Í sáttmálanum er kveðið á um erf- iðar sparnaðaraðgerðir til að minnka fjárlagahallann en Hollande vill að dregið verði úr sparnaðinum og meiri áhersla lögð á hagvöxt. Hann vill einnig hækka skatta á stórfyrir- tæki og tekjur yfir einni milljón evra á ári, jafnvirði 163 milljóna króna. Hollande hyggst ennfremur skapa 60.000 kennarastörf, hækka lág- markslaun og afturkalla áform Sarkozys um að hækka eftirlauna- aldur úr 60 árum í 62. Hollande segir að þrátt fyrir þessar breytingar verði hægt að eyða fjárlagahallanum ekki síðar en árið 2017 eins og stefnt hefur verið að. Stjórn Merkel bauðst í gær til að hefja viðræður um sérstakan samning um hagvöxt en áréttaði að ekki kæmi til greina að slaka á kröfunni um hert aðhald í ríkisfjár- málum. The Wall Street Jo- urnal segir að mjög erfitt verði fyrir Hollande að bregða út af aðhalds- stefnunni án stuðn- ings þýskra stjórn- valda. Sigur Hollande áfall fyrir Merkel Reuters Sigurhátíð Kona kyssir vin sinn sem var með mynd af François Hollande fyrir andlitinu þegar franskir jafnaðarmenn fögnuðu sigri hans í París.  Kosningaósigur Sarkozys sagður grafa undan „æðsta valdi“ Merkel innan Evrópusambandsins  Þýska stjórnin segir ekki koma til greina að slaka á kröfunni um hert aðhald í ríkisfjármálum Breska dagblaðið The Times sagði í gær að François Hollande væri að „leika sér að eldinum“ með efnahagsstefnu sinni sem gæti annaðhvort leitt til hag- vaxtar eða efnahagslegs og póli- tísks umróts sem gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Krafa Hol- lande um breytingar á sáttmála ESB um aukið aðhald í ríkisfjár- málum væri „sérstaklega hættuleg“. The Daily Telegraph spáði einnig því að sigur Hollande myndi leiða til frekara umróts á evrusvæð- inu. Vinstriblaðið The Guardian var bjartsýnna á að stefna Hollande bæri tilætlaðan árangur en viður- kenndi að hún gæti haft mjög al- varlegar afleiðingar ef hún færi út um þúfur. Sigur Hollande á Nicolas Sar- kozy er sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1981 sem sitjandi forseta tekst ekki að ná endurkjöri. Hollande er fyrsti sósíalistinn sem sigrar í forseta- kosningum í Frakklandi frá valda- tíma François Mitterrands á ár- unum 1981 til 1995. Hollande og Mitterrand eru einu vinstrimenn- irnir sem kjörnir hafa verið í embættið frá stofnun fimmta lýð- veldisins árið 1958. Sagður leika sér að eldinum EFASEMDIR UM STEFNU HOLLANDE Nicolas Sarkozy 51,62% 48,38% François Hollande, 57 ára Nicolas Sarkozy, 57 ára fráfarandi forseti ÚRSLIT FRÖNSKU FORSETAKOSNINGANNA Heimildir: Reuters, franska innanríkisráðuneytið Kjörsóknin var rúm 80%. Tvennutilboð* Læsingar/hurðapumpur Peningaskápar Lásasmiðir með áralanga reynslu og víðtæka þekkingu Inni/úti Læsingar ▪ húnar ▪ skrár ▪ rósettur ▪ sílindrar Hurðapumpur Komum á staðinn og stillum hurðapumpur gegn vægu gjaldi Bíllyklar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla. Mikið úrval, bjóðum heimsendingu og uppsetningu gegn vægu gjaldi á höfuðborgarsvæðinu Láttu smíða húslykil og þú færð annan með í kaupbæti að verðmæti 500kr * Gildir ekki af kerfislyklum. Tilboðið gildir til 25. maí 2012 Tilboð fyirir áskrifendur Morgunblaðsins. Komdu með afrifuna í verslun okkar á Laugavegi 168 og nýttu þér þetta frábæra tilboð. Þjónusta og fagmennska Verslun, Laugavegi 168 www.neyd.is laugavegur@neyd.is s: 510 8888 Opið alla virka daga 8:00-18:00 Lyklakerfi Við smíðum og þjónustum lyklakerfi fyrir fyrirtæki og húsfélög. Hringdu og fáðu ráðgjafa í heimsókn. = Traustir lásasmiðir í yfir 24 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.