Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Cristopher Lund Nesjavallaleið Fyllsta öryggis var gætt og fylgdu foreldrar stúlkunum eftir keyrandi á leiðinni. haldið allt til ársins 2003. Árlega hafa Íslendingar tekið þátt í mótinu og halda í ár um 400 ís- lenskir þátttakendur á mótið frá hinum ýmsu liðum. Mikil upplifun „Á mótinu er dagskrá allan tímann svo þetta er mikill skóli fyrir stelpurnar og ævintýri. Margar þeirra eru að fara í fyrsta sinn í svona ferð og kynnast þarna krökkum frá ýmsum þjóðum. Frá sjónarhorni okkar foreldranna hvetur þetta krakkana til að halda áfram. Íþróttir eru forvarnastarf og maður vill að þau haldi áfram sem lengst. Vil ég nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til þeirra sem stutt hafa stelpurnar til fararinnar,“ segir Ása. En styrktarreikningur stelpnanna er 0331-13-3029, kt. 571083-0519. Á ferð Sæunn Rós og Díana Ósk voru léttar á fæti. Á skokki Eva Dröfn og Helga Þórey voru kátar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Í grein á vefsíðu breska dagblaðsins Telegraph segir að rannsóknir danskra hjartasérfræðinga hafi leitt í ljós að reglulegt skokk geti aukið lífslíkur karlmanna um sex ár en kvenna um fimm ár. Ku nægja að skokka í klukku- stund á viku til að njóta slíkra hags- bóta, en rannsóknin var gerð á 2.000 dönskum skokkurum. Þá kom í ljós samkvæmt rannsókn- inni að létt skokk væri það sem væn- legast væri til að auka lífslíkur fólks, frekar en að gefa í og fara hraðar. „Við getum með sanni sagt að reglulegt skokk auki lífslíkur og góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki að gera svo mikið,“ segir hjartalæknirinn Peter Schnohr sem fór fyrir rannsókn- inni, en rannsóknin leiddi í lós að karl- kyns skokkarar sem eyddu frá einum klukkutíma til tveggja og hálfs tíma á viku í að skokka, tvisvar eða þrisvar, lifðu að meðaltali 6,2 árum lengur en þeir sem enga líkamsrækt stunduðu. Kvenkyns skokkarar sem stunduðu svipaða hreyfingu lifðu hins vegar að meðaltali 5,6 árum lengur. Það var teymi lækna og vísinda- manna við hjartarannsóknarstöðina í Kaupmannahöfn sem gerði rannsókn- ina sem hófst árið 1976, en frá þeim tíma hafa um 20.000 manns á aldr- inum 20-93 ára verið rannsakaðir. Voru þátttakendur meðal annars spurðir út í það á hve miklum hraða þeir hlypu. Rannsóknir Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skokk Samkvæmt danskri rannsókn getur létt skokk lengt lífið. Létt skokk getur lengt lífið Þeir voru ekki í alveg hefð- bundnum hlaupagöllum hlaupar- arnir sem sprettu úr spori í Kemp- ton Park í Sunbury í Suður - Englandi á dögunum. Enda voru þeir klæddir sem ým- iss konar lukkudýr og söfnuðu með þessum íþróttaviðburði fé til styrktar góðgerðarfélaginu Have a Heart. Góðgerðarsamkoma í Englandi Reuters Lukkudýr Þau voru ansi sæl og lukkuleg að sjá þar sem þau hlupu. Lukkudýr á hlaupum Pása Þessi fékk smáaðstoð frá fé- laga sínum við að fylla á tankinn. ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar Opið kl.10-18 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 12 -0 91 3 Verð 9.900.000 kr. Gæða- bíll 19” álfelgur, aftengjanlegur dráttarkrókur, AIRMATIC loftpúðafjöðrun, birtudeyfir fyrir inni- og útispegla, fjölstillanlegt ökumannssæti, hiti í framsætum, hraðanæmt stýri, loftþrýstingsskynjari í hjólbörðum, Bluetooth símkerfi, leðurklætt stýri, minnis- pakki fyrir sæti, stýri og útispegla, fjarlægðarskynjari, farþegasæti með minni, viðarinnrétting, sumardekk, Audio 20 útvarp með geislaspilara og sex hátölurum, þakbogar, þriggja svæða lúxusmiðstöð með loftkælingu og margt fleira. Mercedes Benz GL 420 Árgerð 2007, 306 hestafla dísilvél, 4MATIC, 7 þrepa sjálfskipting, ekinn 85.000 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.