Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skeljungur hf. áformar að reisa skála með veitinga- og bensínsölu við þjóðveginn um Húnaþing vestra, nánar tiltekið í landi Mel- staðar í Miðfirði, skammt frá Laug- arbakka. Ef af framkvæmdum verður þá verður skálinn rekinn undir merkjum Stöðvarinnar en sambærileg stöð er að rísa í Borg- arnesi og verður opnuð í byrjun júní, þar sem áður var Skeljungs- stöð. Þar með myndi samkeppni ol- íufélaganna aukast við þjóðveginn um Húnaþingið en sem kunnugt er rekur N1 Staðarskála í Hrútafirði, í um 30 km fjarlægð. Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur fyrir sitt leyti samþykkt breytta landnotkun á þessari lóð og að sögn Skúla Þórðarsonar sveit- arstjóra standa yfir tilheyrandi breytingar á aðal- og deiliskipulagi. Skúli segist reikna með því að það fari athugasemdalaust í gegn, Stöð- in yrði góð búbót við þá þjónustu sem væri í boði fyrir ferðamenn og íbúa í sveitarfélaginu. Skeljungur á og rekur Stöðina og hefur gert samning við kirkjuna um leigu á landspildunni til næstu ára- tuga, að því er fram kom á fréttavef Feykis í gær. Á síðasta fundi skipu- lags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra var umsókn Skeljungs sam- þykkt en með fylgdi umboð frá Kirkjumálasjóði. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir að ekki sé búið að tímasetja framkvæmdir í Miðfirði ennþá, félagið hafi viljað byrja á því að tryggja sér staðinn og heimildir fyrir lóðinni. Stöðin er rekin á 13 stöðum á landinu í tengslum við bensínstöðvar Shell og býður upp á ýmsar veitingar. „Við erum að reisa nýja stöð í Borgarnesi og ef hún gengur vel er ekki fráleitt að nota reynsluna þaðan á stöðum eins og í Miðfirði, sem er nákvæmlega á miðri leið milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar,“ segir Einar Örn. Fyrir þá sem eru á norðurleið verður Stöðin á Melsnesi, eða eyr- unum við Miðfjarðará, þegar komið er niður af Hrútafjarðarhálsi, á hægri hönd. Sjá nánar á korti. Skeljungur fær lóð í Miðfirði  Húnaþing vestra og Kirkjumálasjóður gefa heimild fyrir lóð undir bensín- og veitingasölu í landi Melstaðar í Miðfirði Reykjaskóli Borðeyri Laugarbakki 5 km H rú ta f jörður Staðarskáli (N1) HVAMMS- TANGI Melstaður Stöðin/ Skeljungur í Miðfirði M iðfjörður 1 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég tel að það gæti gerst. Það er hugsanlegt að kjósendur í ríkjum Suður-Evrópu, eftir því sem það heldur áfram að harðna á dalnum í efnahagslífi þeirra, muni vilja sjá hvort ákvarðanir stjórnmálamanna, í nútíð og fortíð, hafa verið réttar,“ segir hollenski stjórnmálamaðurinn Pieter Omtzigt, um það fordæmi sem Landsdómsmálið kunni að skapa í sambærilegum dómsmálum í þeim ríkjum Evrópu þar sem efna- hagslægðin er hvað dýpst. Omtzigt aflar nú gagna um rétt- arhöldin gegn Geir H. Haarde fyrir Evrópuráðsþingið, þing Evrópuráðs ESB í Strassborg, þar sem hann á sæti fyrir Kristilega demókrata (CDA), stærsta stjórnmálaflokk Hollands síðustu áratugi. Fer gagnaöflunin fram með fund- um með stjórnmálamönnum, lög- spekingum og öðrum sem að Lands- dómsmálinu komu, þar með talið hinum ákærða í málinu. Er meðal annars leitað svara við spurningunni af hverju einn ráðherra var dreginn fyrir Landsóm en ekki allir fjórir. Fer næst til Úkraínu Eftir heimsókn sína til Íslands áformar Omtzigt að afla gagna í Kænugarði um réttarhöldin gegn Júlíu Tymosjenko, fyrrverandi for- sætisráðherra Úkraínu, sem nánar er fjallað um hér til hliðar. Verður niðurstaðan kynnt í sam- anburðarskýrslu og tekur Omtzigt fram að vitaskuld sé margt ólíkt með hinum pólitísku réttarhöldum á Ís- landi og í Úkraínu. Hann segir þingmenn á Evrópu- ráðsþinginu ekki hafa sýnt mikinn áhuga á Landsdómsmálinu í fyrstu, en það hafi síðan breyst. „Fyrir um hálfu ári setti ég þessa rannsókn í gang. Hafði ég þá þurft að telja öðrum þingmönnum trú um að það sem væri að gerast á Íslandi væri áhugavert og hefði skírskotun til margra annarra ríkja. Nú er áhuginn á málinu að aukast vegna þess að stjórnmálamenn eru orðnir uggandi um vaxandi og langvarandi óstöðugleika í stjórnmálum aðildar- ríkja evrusvæðisins. Það sem er einkar áhugavert við Ísland er að saman fara djúpstæð efnahags- kreppa og lög sem varða ákvarðanir stjórnmálamanna,“ segir hann og á við lögin um Landsdóm frá 1905. „Við viljum komast að því hvernig þessum lögum er beitt. Það er áhugavert vegna þess að ég tel að í mörgum öðrum ríkjum verði sam- bærilegur þrýstingur [á réttarhöld]. Ef eitt ríki fer annaðhvort í greiðslu- þrot eða yfirgefur evrusvæðið mun það leiða til gífurlegrar endurúthlut- unar fjármuna. Evrópskir stjórn- málamenn hafa alltaf óttast að efna- hagskreppan breiðist út á evrusvæðinu. Þeir vonuðu fyrst að Grikkland yrði einangrað tilvik,“ segir Omtzigt sem vill ekki nefna einstök ríki í þessu sambandi. Titringur í Suður-Evrópu Hlýtur þar að verða horft til Grikklands, Portúgals, Spánar og Ítalíu, en öll eiga ríkin það sameig- inlegt að skipt hefur verið um leið- toga síðan efnahagskreppan hófst. Hefur það sama gerst í N-Evrópu. Spurður hvaða augum sé litið á evrukrísuna á vettvangi Evrópu- ráðsþingsins, segir Omtzigt, sem er dr. í hagfræði, að vandinn muni ekki hverfa á næstu misserum. „Bankakreppan á evrusvæðinu náði til fjölþjóðlegra banka. Spenna á evrusvæðinu hefur fylgt í kjölfarið. Íslendingar líða ekki fyrir skulda- kreppuna af þeirri einföldu ástæðu að Ísland er ekki aðili að myntbanda- laginu, heldur hefur eigin mynt. En Ísland var fyrst í röðinni þegar ábyrgð stjórnmálamanna er annars vegar,“ segir Omtzigt og á við þá ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir fyrir Landsdóm vegna meintrar vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Samhæfa efnahagsstefnuna „Kreppan á evrusvæðinu mun að líkindum standa yfir í nokkur ár enn. Það er ljóst að nýi samningurinn um neyðarsjóðinn [ESM] verður varan- legur samningur með varanlegum björgunarsjóði. Evrópski seðlabank- inn hefur lánað yfir þúsund milljarða evra í bankakerfið, að megninu til til Suður-Evrópu… Samningurinn og endurskoðun Evrópska seðlabank- ans á stefnu sinni eru birtingar- myndir aukinnar samþættingar efnahagsstefnunnar í Evrópu,“ segir Omtzigt sem lýsir yfir undrun sinni á því að ekki skuli hafa verið sýnt frá réttarhöldunum yfir Geir í sjónvarpi. Óttast pólitísk réttarhöld Morgunblaðið/Kristinn Í kynnisferð Hollenski stjórnmálamaðurinn Pieter Omtzigt hefur mikinn áhuga á Landsdómsmálinu.  Þingmaður á Evrópuráðsþinginu segir horft til Landsdómsmálsins í Evrópu  Ráðamenn óttist að vera dregnir fyrir rétt vegna viðbragða við evrukrísunni Júlía Tymosjenko öðlaðist heimsfrægð er hún leiddi „rauð- gulu byltinguna“ svonefndu í Úkraínu fyrir átta árum og varð svo forsætisráðherra. Byltingaraldan lét undan síga í kosningunum 2010 þegar Vikt- or Janúkovítsj bar sigurorð af Tymosjenko í forsetakjöri. Undir lok síðasta árs beindist athygli heimsbyggðarinnar aft- ur að Tymosjenko er hún var fundin sek um misferli vegna samnings um kaup á jarðgasi frá Rússum 2009. Þykir málið hafa skaðað ímynd landsins. Hún segir ákæruna tilhæfu- lausa og af pólitískum rótum runna. Hún kveðst sæta bar- smíðum af hendi fangavarða. Álitshnekkir fyrir Úkraínu DÓMSMÁL Í KÆNUGARÐI Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Glæsilegt í baðherbergið SWIFT BURSTAÐ STÁL 2.990,- 4.990,- 2.190,- 2.990,- 1.590,- 1.590,-1.390,- 1.390,- 2.590,- Framkvæmdir um byggingu eld- gosasafns í Vestmannaeyjum voru kynntar í gær. Því er ætlað að mynda umgjörð um sýningar tengdar Heimaeyjar- og Surts- eyjargosinu. Safnið mun bera nafn- ið Eldheimar. Fyrirhugað er að grafa upp og byggja yfir rústir af Gerðisbraut 10 sem fór undir ösku og hraun 1973, sem síðan verður þungamiðja þeirrar sýningar sem safnið hýsir. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar. Umhverfisstofnun og Vest- mannaeyjarbær undirrituðu vilja- yfirlýsingu sem kynnt var á blaða- mannafundi í gær. „Ekki þarf að efast um að Eldheimar eiga eftir að verða gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn um leið og þeim er ætl- að að styðja við hið fjölbreytta mannlíf og menningu í Vest- mannaeyjum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Eldgosasafn Fyrirhugað er að opna eldgosasafn í Vestmannaeyjum. Eldgosasafn í Vestmannaeyjum Innanríkisráðu- neytið hefur upp- lýst ríkislög- reglustjóra um að heimilt sé að leita bakgrunns- upplýsinga hjá ólögráða ein- staklingum með samþykki for- ráðamanna. Fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli höfðu ráðið 70 sautján ára unglinga til vinnu þar í sumar. Þau drógu hins vegar ráðn- ingarnar til baka eftir að ríkislög- reglustjóri mat sem svo að yfirvöld- um væri óheimilt að gera sérstaka öryggisskoðun á börnum. Innanrík- isráðuneytið tilkynnti í gær að bak- grunnskönnun væri lögleg og fór þess á leit við ríkislögreglustjóra að hann hlutaðist til um að hægt yrði að kanna bakgrunn viðkomandi einstaklinga eins fljótt og auðið verður. Upplýsingaöflun um bakgrunn ólögráða einstaklinga heimil Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.