Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 23
Íbúafundur um sjávarútvegsmál og stöðu Norðfjarðarganga Undirskriftir frá þúsundum einstaklinga verða afhentar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra við Safnahúsið í Neskaupstað í dag, þriðjudag, kl. 15:30. Með undirskrift sinni skorar mikill fjöldi fólks á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar framkvæmdir við gerð nýrra Norðfjarðarganga og eigi síðar en fyrir árslok 2012. Mætum við Safnahúsið kl. 15.30. Í kvöld, þriðjudag kl. 19.30 verður haldinn íbúafundur í Nesskóla í Neskaupstað, þar sem farið verður yfir frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðileyfagjöld. Frummælendur verða Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnþór Ingvason Útvegsmannafélagi Austfjarða, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar. Fundarstjóri er Smári Geirsson Á fundinum verður einnig fjallað um stöðu mála Norðfjarðarganga. Íbúar Fjarðabyggðar, fjölmennið á fundinn og takið þátt í umræðum um þessi veigamiklu mál. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt blað um garðinn föstudaginn 18. maí. Garðablaðð verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta,sumarblómin, sumarhúsgögn og grill. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 14. maí. Garða blaðið SÉ RB LA Ð Garðablað UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Eitt best varðveitta leyndarmál sjúkrahúsanna er starf lífeindafræð- inga. Lífeindafræðingar starfa inni á rannsóknastofum spítala og annarra heilbrigðisstofnana en eru flestir ekki sýnilegir almenningi. Undantekning er blóðtökur og ákveðnar rannsóknir svo sem ómun á hjarta. Aðalstarfið er fólgið í ýmiss konar greiningarstarfi, sem fer að jafnaði fram inni á rann- sóknarstofum, bæði við þjónustu- rannsóknir og vísindarannsóknir. Á stóru sjúkarhúsunum eru rann- sóknarstofurnar með margvíslega sér- hæfingu, svo sem sýklarannsóknir, vefjarannsóknir, blóðmeinafræði, efnarannsóknir og blóðbankastarf- semi. Á blóðmeinafræðideild Landspítala er sérhæfð rannsóknastofa til mæl- inga á blóðstorku. Í sambandi við hana er miðstöð blæðingasjúkdóma og segavarnir, sem eru sérstök deild sem sér um að skammta blóðþynningar- lyfið kóvar eftir mælingu á blóði þynntra sjúklinga. Lífeindafræð- ingar hafa staðið að mörgum vís- indarannsóknum með öðru starfs- fólki á rannsókn- ardeildum, svo sem læknum og líffræðingum. Sem dæmi segi ég frá einni slíkri. Rannsóknin er fólgin í því að bera saman skömmtun á blóðþynningarlyf- inu kóvar (sem er warfarin) þegar blóðið er mælt með hefðbundinni mæl- ingaraðferð (próthrombin tíma, PT, INR) annars vegar og með nýju storkuprófi (Fiix PT), sem aðstand- endur rannsóknarinnar (lífeindafræð- ingur og læknir) hafa fundið upp, hins vegar. Þetta nýja storkupróf fékk hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2011 (1. verðlaun) og verður vonandi hvati til enn frekari rannsókna á þessu sviði. Samkvæmt tilraunum eru vonir bundnar við að þetta nýja storkupróf Brynja R. Guðmundsdóttir gagnist betur en hefðbundið próf því það endurspegli betur raunverulega blóðþynningu sjúklinganna heldur en hin hefðbundna aðferð. Ef sú tilgáta stenst þá gæti prófið orðið framleiðslu- og söluvara. Á Íslandi eru um 4.500 sjúklingar á kóvar-blóðþynningu og þar af eru u.þ.b. 3.000 sjúklingar á vegum Sega- varna. Hluti sjúklinganna, um 1200 manns, mun taka þátt í rannsókninni. Niðurstaðna úr rannsókninni er að vænta í ársbyjun 2014. BRYNJA R. GUÐMUNDSDÓTTIR, lífeindafræðingur. Lífeindafræðingar, hvað gera þeir? Frá Brynju R. Guðmundsdóttur Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is Það var fyrir tilviljun að ég komst að í frábæran dvalartíma fyrir eldri borg- ara á Hrafnistu í Reykjavík. Kunn- ingjakona sem ég talaði við í síma sagði mér að hún dveldi þar tímabund- ið og líkaði vel. Ég brá skjótt við, hafði samband við heimilislækni minn sem sendi inn umsókn og eftir nokkra daga var ég komin í endurhæfingardeild á Hrafnistu. Endurhæfing fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu er úrræði sem kom til við samning milli heilbrigð- isráðuneytisins og Hrafnistu í Reykja- vík í apríl 2009. Dagþjálfun er með pláss fyrir 30 manns á dag sem geta dvalið í sjö vik- ur í senn. Kostnaður er að hluta til greiddur af Tryggingastofnun rík- isins, en þátttakandi greiðir sjálfur kr. 875 fyrir hvert skipti sem hann mætir. Innifalið í gjaldinu er morgunverður, hádegismatur, síðdegiskaffi og leigu- bíll sem sækir fólk að morgni og keyr- ir það heim síðdegis. Að dvalartíma loknum þurfa að líða fimm mánuðir þar til hægt er að sækja um aftur. Fjórar til fimm starfskonur sjá um þessa deild. Elsku- legt viðmót þeirra og þjónustulund er einstök. Meðferð flestra er; vatnsleikfimi í sundlauginni, sjúkraþjálfun tvisvar í viku, vaxmeðferð og æfingar fyrir hendur og stólaleikfimi á hverjum morgni. Í vel búnum tækjasal starfa sex sjúkraþjálfarar sem gæta þess að þjálfun sé við hæfi hvers og eins. Á vinnustofu er hægt að leggja stund á ýmiskonar tómstundaiðju. Á mið- vikudögum eru helgistundir sem prestur Hrafnistu- heimilanna sér um. Fámennur en góður kór syngur sálma við undirleik orgelleikara. Eftir hádegismat leggjast flestir í rafknúna hvíldarstóla og breiða yfir sig létt ullarteppi til þess að slappa vel af. Ekki er þó lengi til setunnar boðið. Aðstoðarkonurnar okkar ýta mjúk- lega við þeim sem hafa dottað og minna á að þeir eigi að mæta í þetta eða hitt, styðja þá sem þurfa þess með og fylgja þeim eftir. Á hverjum degi er eitthvað um að vera, söngur, dans, upplestur og fleira. Bingó á fjórðu hæð var tilkynnt. Ég var búin að hreiðra vel um mig í stóln- um og sagðist aldrei hafa farið í bingó. „Gyða, þú getur unnið harðfisk.“ „Ha, harðfisk?“ Ég reif mig upp úr hvíldarstólnum og rétt náði lyftunni. Í bingósalnum var þétt setið. Ég var sett niður við sex manna borð, allir voru tilbúnir til að aðstoða mig við bingóspilið og fylgdust vel með því að ég gerði rétt. Að nokkrum tíma liðn- um kölluðu tveir við mitt borð upp „bingó“, sem var þá reyndar hjá mér. Ég varð orðlaus þegar mér var færður harðfiskpakki og smjör með. Einn daginn var dansað í rúmgóð- um sal. Göngugrindurnar stóðu í röð- um í ganginum og í salnum. Allir sem gátu staðið uppréttir fóru út á dans- gólfið og hreyfðu sig í takt við fjör- ugan undirleik sex harmónikuleikara. Oft er fjöldasöngur í anddyrinu sem kona í afgreiðslunni stjórnar. Hún spilar á gítar og bakarinn leikur undir á píanóið. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hrafnista var stofnað af stéttarfélagi sjómanna og tók til starfa á sjó- mannadaginn árið 1957. Happdrætti DAS hefur skilað góð- um hagnaði árlega sem hefur farið beint í uppbyggingu Hrafnistuheim- ilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Á síðastliðnum árum hafa farið fram miklar endurbætur á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Flestir heim- ilismenn búa nú í björtum og rúmgóð- um einstaklingsherbergjum með eigin salerni. Við Brúnaveg eru 24 vandaðar leiguíbúðir frá 70 til 114 m² að stærð. Úr þeim er innangengt í Hrafnistu og hafa íbúar þeirra aðgang að matsal og allri annarri þjónustu. Hvar sem litast er um blasir við þrifnaður og reglusemi á öllum hlut- um. Með þessum línum vil ég senda starfsfólki á Hrafnistu og öðrum sem þar hafa komið við sögu kveðjur og þakkir fyrir þann tíma sem ég fékk að dvelja þar. GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR, eldri borgari. Hressingardvöl á Hrafnistu Frá Guðnýju Jóhannsdóttur Guðný Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.