Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Afmælisveislan eftir HaroldPinter sem sýnd er íÞjóðleikhúsinu skildi eftirveika hugsun um að mögulega hefði ekki allt í absúrd- ismanum, sem bæði Pinter og Bec- kett höfundur Beðið eftir Godot hafa verið kenndir við, elst vel. Margt af því sem þótti afar nýstár- legt á þeim tíma sem verkin komu fram er minna nýnæmi í dag. Mér finnst þó Beðið eftir Godot hafa staðist tímans tönn. Þetta er feikilega sterkt verk sem býður upp á margs konar túlkunarmögu- leika og vangaveltur. Biðinni eftir Godot má þess vegna líkja við lífs- hlaupið og brölt okkar þessi ár sem við erum ofar moldu eins og það leggur sig. Þarna er einnig fjallað um kúgun á áhugaverðan hátt og fleira. Auk þess er í verkinu kon- unglegur heilaspuni og uppátæki sem eru alger snilld út af fyrir sig. Í þessari uppfærslu Kvenfélags- ins Garps leika konur öll hlutverk verksins en í því eru eingöngu karl- hlutverk. Það er eitthvað gott við að konur taki verk á borð við Beðið eftir Godot með þessum hætti og geri að sínu. Með því hrifsa þær til sín stærri hluta af menningarkök- unni og það er að sjálfsögðu allra hagur að hæfileikaríkar konur geri sem mest af því. Það er ekki í boði að taka Beðið eftir Godot og stytta eða breyta og fylgja verður forskrift nákvæmlega. Leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir og þær stöllur fara nettilega í kringum þetta með því að bregða á leik á undan verkinu í karakter karlanna sem þær hafa búið til. Einnig stíga þær út úr verkinu ör- fáum sinnum. Mörg atriðanna sem eru utan leikritsins eru mjög skemmtileg og til þess fallin að færa verkið niður af stallinum sem það er á sem eitt af frægari verk- um leikbókmenntasögunnar. Karl- týpurnar sem leikkonurnar hafa búið til eru allar trúverðugar en engin þeirra virðist vera mikil mannvitsbrekka. Eina sem er veru- lega ósennilegt í þessari uppfærslu er að svona gúbbar skuli hafa valist til að leika í verki á borð við Beðið eftir Godot. Beðið eftir Godot fjallar sem kunnugt er um þá Estragon og Vladimir sem eru einhvers konar blanda af flakkara og trúði sem standa við tré og bíða eftir Godot. Á meðan á biðinni stendur grípa þeir til margra ráða til að drepa tímann, hugleiða það meira að segja að drepa sig. En eins og flestum er kunnugt – bæði þeim sem hafa séð verkið og ekki – þá kemur Godot ekki. Verkið er í tveimur þáttum og í báðum þeirra koma þeir Pozzo og Lucky við hjá þeim félögum. Beðið eftir Godot tekur um þrjá tíma í flutningi með hléi og því var í manni hálfgerður kvíðahnútur um hvort þetta gæti ekki orðið löng og erfið bið. Svo reyndist ekki og sérstaklega seinni hluti verksins er mjög þéttur og góður. Þær Ólafía Hrönn/Hannes Guð- mundsson, sem leikur Estragon, og Halldóra Geirharðsdóttir/Smári Einarsson, sem leikur Vladimir, eru aðalkarakterar verksins. Upp- lifunin af því að horfa á þær var tvöföld. Maður horfði á þær túlka karakterana sem þær hafa búið til túlka persónur Becketts þannig að maður hreifst bæði með verkinu og glotti svo út í annað yfir skemmti- legum fýlusvip sem Hannes Ólafíu gat gefið Estragon og hvernig smá- mæli Smára, sem Halldóra hefur skapað, fluttist í Vladimir. Þær hafa náð frábærum tökum á þess- um karakterum sínum. Þær Sólveig Guðmundsdóttir/Halldór Jónsson Maack og Alexía Björg Jóhannes- dóttir/Jón Hlöðver Böðvarsson léku Pozzo og Lucky einnig prýðilega. Sem ljóðskáldið og rapparinn Hall- dór og kvennaljóminn Jón Hlöðver voru þær afbragð. Í þessari uppfærslu hefur leik- stjórinn sagst leggja út af því að persónur verksins séu allar orðnar flóttamenn í fannferginu á Íslandi. Þess vegna er snjór á harðkúlu- höttunum þeirra Estragons og Vla- dimirs og á sviðinu og tréð er hvítt. Mér fannst þessi nálgun frekar vitsmunaleg en að hún gæfi verk- inu eitthvað nema hvað hvítt sviðið var ljómandi þekkilegt. Kristín Jó- hannesdóttir hefur hér gert góða og frumlega sýningu. bbbmn Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Sólveig Guð- mundsdóttir og Alexía Björg Jóhann- esdóttir. Börn: Nikolos og Benjamín. Leikmynda- og búningahöfundur: Helga I. Stefánsdóttir, ljósahöfundur Kjartan Þórisson, þýðing: Árni Ibsen. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Litla svið Borg- arleikhússins. Frumsýning 5. maí 2012. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Tvöföld upplifun Góð „Kristín Jóhannesdóttir hefur hér gert góða og frumlega sýningu.“ Leiksýningin Skrímslið litla systir mín verður sýnd á alþjóðlegri barna- leikhúshátíð sem nefnist Spring- festival í Kaupmannahöfn á fimmtu- daginn kemur. Hátíðin hefst á morgun og stendur til 16. maí nk. en á þeim tíma verða sýndar á þriðja tug leiksýninga fyrir börn og ung- linga. Sýndar verða sýningar frá m.a. Danmörku, Svíþjóð, Frakk- landi, Belgíu og Íran. Leikhúsið 10 fingur frumsýndi Skrímslið litla systir mín í Norræna húsinu fyrr á þessu ári við góðar við- tökur. Ekki er langt síðan farið var með sýninguna í leikferð til Dan- merkur og í framhaldinu var henni boðið á fyrrgreinda hátíð. Leikari og höfundur bæði leiktexta og leik- myndar er Helga Arnalds, en leik- stjóri er Charlotte Bøving sem jafn- framt er meðhöfundur. Frumleiki Leikmyndin er öll gerð úr pappír sem er rifinn, bleyttur og krumpaður eftir þörfum til þess að koma sögunni til skila. Leikið í Danaveldi  Skrímslið litla systir mín sýnd á al- þjóðlegri barnaleikhúshátíð í vikunni Kvennakór Garðabæjar heldur árlega vortónleika sína í Hásölum, sal Hafn- arfjarðarkirkju, í kvöld kl. 20. Efnisskráin verður sumarleg og fjölbreytt þar sem íslensk lög verða í öndvegi vegna söngferðar kórsins til Bandaríkjanna og Kanada á slóðir Vest- ur-Íslendinga í júní nk. Hljóðfæraleikur á tónleik- unum er í höndum þeirra Bryndísar Björgvins- dóttur sellóleikara, Svövu Bernharðsdóttur víólu- leikara og Sólveigar Önnu Jónsdóttur píanóleikara. Kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir. Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum og á kvennakor- @kvennakor.is , en miðar verða einnig seldir við innganginn. Ferðalangar Kvennakór Garðabæjar leggur brátt land undir fót í söngferð vestur um haf. Sumarleg efnisskrá  Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar Ljósmyndasýning sem nefnist Fugla- blik í Grasagarðinum hefur verið opnuð í Café Flóru í Grasagarðinum. Sýningin er farandsýning Fugla- verndarfélags Íslands og er hún til- einkuð velunnara félagsins, Hjálmari R. Bárðarsyni, sem lést í mars 2009. Hjálmar var brautryðjandi í fugla- ljósmyndun hér á landi og gaf út fyrstu stóru ljósmyndabókina um ís- lenska fugla árið 1986. „Á und- anförnum árum hefur fjölgað mjög í hópi íslenskra fuglaljósmyndara eins og sést á því að þátttakendur í sýn- ingunni eru 18 og aldurinn spannar frá 14 ára til 87 ára. Viðfangsefnin eru misjöfn en sammerkt með verk- unum er aðdáun og virðing á ís- lenskri náttúru og íslenskum fugl- um,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stendur til 3. júní og er op- in daglega á afgreiðslutíma Café Flóru kl. 10-22. Fuglaljósmyndir í Grasagarðinum Stundum flott stundum bara eitthvað rugl..... Taktu mynda- vélina alltaf með þér hvert sem þú ferð Lomo truflar ekki líf þitt, Lomo er hluti af lífinu Notaðu hana alltaf á nóttu sem degi Prófaðu að taka mynd frá mjöðminni Ekki hugsa rassgat um af hverju þú ert að taka mynd Ekki hafa áhyggjur af einhverjum reglum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.