Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands fer hægt af stað. Samkvæmt lögum um kosningar skal atkvæðagreiðsla ut- an kjörfundar hefjast svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó ekki fyrr en átta vikum fyrir kjördag, sem var síðasti laugardagur, 5. maí. Hjá sýslumanninum í Reykjavík fengust þær upplýsingar í gær að þar væru örfáir búnir að kjósa utan kjörfundar. Sex manns kusu á laug- ardaginn, einn á sunnudaginn og örfáir í gær. Flestir þeirra sem hafa kosið eru á leið í langt ferðlag utan- lands. Atkvæðagreiðslan hófst víðast hvar hjá sýslumönnum í gær. Hjá sýslumanninum á Akureyri hófst utan kjörfundar atkvæðisgreiðslan í gærmorgun og hafði enginn kosið þar síðdegis. Hjá sýslumönnunum á Ísafirði og á Selfossi voru heldur engir búnir að kjósa í gær. ingveldur@mbl.is Fáir hafa kosið utan kjörfundar  Sex kusu í Reykja- vík á laugardaginn Morgunblaðið/Heiddi Fánar Kosning til forseta Íslands hófst utan kjörfundar um helgina. „Krían er komin til okkar og víð- ast hvar um landið en manni finnst ekkert rosalega mikið af henni ennþá,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson, starfsmaður Fugla- athugunarstöðvar Suðaustur- lands. Fyrstu kríur ársins sáust við Ósland á Höfn hinn 25. apríl, tveimur dögum seinna en með- altalið, og síðan þá virðist sem krían hafi tínst hægt til landsins. „Krían er ekki alkomin því það eru norðanáttir og svolítið kalt, því heldur hún sig úti á sjó. Það eru komnar um fimm hundruð kríur út í Ósland hjá okkur og það sást stór hópur við Vopna- fjörð fyrir helgina. En það mætti sjást svolítið meira af henni,“ seg- ir Brynjúlfur og bætir við að hon- um finnist fuglalífið þetta vorið frekar rólegt. Jóhann Óli Hilmarsson, formað- ur Fuglaverndar, segir að það sé komið mjög lítið af kríu á Suð- vesturlandi. „Krían kemur oft snemma út á Álftanes en núna er bara ein og ein á stangli. Hjá mér í Flóanum hefur sömuleiðis sést mjög lítið af henni,“ segir Jóhann Óli og vill kenna norðanáttinni um. „Það hefur gerst áður að ef það eru stífar norðanáttir þá kemur hún seint. Einnig gæti bakslag í ætiskosti haft áhrif. Það er lítið komið af sumum fuglateg- undum, eins og lóuþræl og rauð- brystingi.“ ingveldur@mbl.is Lítið af kríu komið til landsins Morgunblaðið/Ómar Kría á Álftanesi Óvenjulega fáar kríur hafa sést á Álftanesi nú í vor.  Kalt tíðarfar og norðanátt hægir á komu farfugla  Mjög lítið af kríu hefur sést á Suðvesturlandi í vor Hafís er næstur landi um fimmtíu sjómílur norðvestur af Barða. Þetta má sjá af gervitunglamynd- um frá því snemma í gærmorgun en Veðurstofan birti hafískort út frá myndunum sem sést hér að of- an. Veðurstofan bendir á að næstu daga er spáð hægum vindi á svæð- inu en síðar í vikunni snýst vindur í suðvestanátt og þá gæti hafísinn færst nær Íslandi. Hafís gæti færst nær landi í vikunni Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 29. maí 2012 kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til stjórnar verða birtar á vefsvæði sjóðsins, islif.is. Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til þess að mæta. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði sjóðsins islif.is eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040. Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins Helstu kennitölur úr ársreikningi 2011 2010 Hrein raunávöxtun 3,9% 8,9% Hrein raunávöxtun – meðaltal sl. 3 ára 6,0% -9,1% Hrein raunávöxtun – meðaltal sl. 5 ára -4,4% -3,3% Fjöldi virkra sjóðfélaga – meðaltal 9.147 8.118 Fjöldi lífeyrisþega – meðaltal 630 529 Heildarfjöldi sjóðfélaga 27.456 27.684 Hrein eign til greiðslu lífeyris í lok tímabils 33.734.147.489 30.663.756.766 Tryggingafræðileg staða Samtryggingadeildar 31.12.2011 31.12.2010 Hrein eign umfram heildarskuldbindingar 1,80% 0,80% Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar 1,50% -1,40% Ársreikning sjóðsins má nálgast á islif.is. LÍF I LÍF II LÍF III Samtrygging: Lögbundinn lífeyrissparnaður LÍF IV Nafnávöxtun 2011 5 ára meðalnafnávöxtun 9,4% 10,0% 10,1% 9,5% 7,3% 3,8% 3,9% 4,2% 5,1% 2,5%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.