Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er einhver sem er að þrýsta á þig og vill fá þig til að gera hluti sem þér eru þvert um geð. Hlustaðu á hjarta þitt því þar er svörin að finna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur verið í miklum samskiptum við annað fólk að undanförnu og þarft því á svolítilli einveru að halda. Má vera að þú horfir fram hjá sumu sem er hið besta mál. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert áhrifagjarnari en vanalega. Sannleikurinn er sá að besta leiðin til að eignast vini er einfaldlega að vera vinaleg- ur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um hjarta þitt. Málið er að sættast við sjálfan sig og halda svo áfram. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að stinga höfðinu í sandinn flækir málin bara enn frekar þegar til lengri tíma er litið. Ekki gleyma að sinna þeim sem næst þér standa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einmitt þegar allt rúllar í vinnunni kemur eitthvað upp á sem stöðvar flæðið. Þú þolir illa að vera upp á kant við fólk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér er nauðsyn að finna tíma fyrir sjálfa/n þig. Allir aðrir eru uppteknir við að tjá sig, þú þarft þess ekki, ert sátt/ur í eigin skinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Margir taka mark á draumum og þú ert ein/n af þeim. Mundu að seinna kann þig að vanta svör við einhverju svo taktu spyrjendunum vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert í góðu jafnvægi og því gæti þér fundist yfirmaður þinn óvenju sanngjarn í dag. Notaðu næsta árið til að koma lagi á heimilisaðstæður þínar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður tími til að leysa deilur sem tengjast sameiginlegri ábyrgð á börnum. Fyrsta skrefið í átt að heimsfriði er að skapa frið innra með þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hin stöðuga vinna sem fyrst og fremst skilar árangri. Gerðu ráð fyrir lagfæringum og viðgerðum heima fyr- ir og taktu frá tíma fyrir mikilvæg fjöl- skyldumál. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til þess að út- hella hjarta sínu nema viðmælandinn sé tryggur. Taktu sáttaboði og þú munt sjá áhrifamátt fyrirgefningarinnar. Lífið sjálft gefur tilefni til fögn-uðar á hverjum degi. En ef ske kynni að fólk fyndi ekki ástæðu til að gleðjast, þá er til hugmyndaríkt fólk sem tekur að sér að finna tilefnin, eins og Hjálmar Freysteinsson frétti: Sannlega ykkur segja kann, svellkaldur og hrakinn, allan daginn ötull vann út í garði – nakinn. Ástæðan fyrir uppátækinu sagði hann „alþjóðlega nektar- garðyrkjudaginn“ sem örugglega væri runninn undan rifjum Evr- ópusambandsins. Friðrik Stein- grímsson var fljótur að prjóna við: Skulfu lúkur skulfu hné og skynsemin á nippinu, út af reglum ESB arfann reytti á typpinu. Björn Ingólfsson blandaði sér í orðræðuna: Flestum varð það mjög um megn sem mændu á hann konum, er við þeim blasti blár í gegn búkurinn á honum. Um það geta annálar einhvern tíma síðar að dregið fyrir daglangt var í Duggufjöru og víðar. Hallmundur Kristinsson af- klæddist ekki í tilefni dagsins og afsakaði sig: Víst ég sýna átt hefði allt þótt eitthvað gæti hríðað, en af því það var svo andskoti kalt ég ekki lagði í það! Ólafur Stefánsson þekkir vel til garðvinnu og velti vinnubrögð- unum fyrir sér norður í landi: Garðvinna er ekki gamanmál, er gengur á vetrarforðann. Þeir leggja í það líkama og sál, og leppana, fyrir norðan. Ágúst Marinósson gat ekki orða bundist: Lögin ströng það varðar við og verður ekki hrakið. Rangli um fólk með rauðan kvið og reyti arfa nakið. Loks Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum: Í unað þeirra ei mig lystir aðeins segja þetta verð. Undan mörgum eflaust frystir evrópusambandsreglugerð. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af nekt, garðyrkju og reglugerðum ESB G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d SEGÐU SVO AÐ ÞETTA SÉ EKKI GAMAN MIG VANTAR SJÁLFBOÐALIÐA TIL AÐ TALA VIÐ ÓVININN OG SEMJA FRIÐ VÆRI EKKI GAMAN AÐ FARA Á ALVÖRU DANSLEIK? ÞÚ VEIST, SVONA GAMALDAGS ÞAR SEM ALLAR KONURNAR ERU Í SÍÐUM KJÓLUM SÉRSTAKLEGA EF ÞÚ KYNNIR AÐ DANSA ÞAR SEM HLJÓMSVEITIN SPILAR STRAUSS VALS OG ÚR LOFTINU HANGA KRISTALSLJÓSAKRÓNUR. VÆRI ÞAÐ EKKI GAMAN? HVAÐ ÞYKISTU VERA AÐ GERA IGOR? ERTU AÐ HLAÐA IPODINN ÞINN ENN EINA FERÐINA!?! Víkverji er mikill áhugamaður umkeðjur. Af þeim ástæðum lagði hann leið sína í byggingarvöruversl- un á dögunum til að festa kaup á ákveðinni tegund af keðjum í ákveðnum tilgangi. Oft er gott að fá ráðleggingar í verslunum af þessu tagi og hugðist Víkverji nýta sér það í þessu tilviki. En hvað var a’tarna? Þegar Vík- verji var búinn að finna afgreiðslu- mann til að spyrja ráða kom hann ekki einungis að tómum kofunum, heldur bærðist ekki áhugamælirinn innra með manninum. Honum gat ekki staðið meira á sama um það sem Víkverji var að spyrja hann um. Ef til vill hefur maður þessi ein- hverja fordóma gagnvart keðjum. Alltént. Áhugaleysi mannsins og viljaleysi til að afgreiða Víkverja var svo augljóst að Víkverji hrökkl- aðist hreinlega frá. Sumt fólk á ekki að vinna við afgreiðslu eða þjón- ustu, það hefur einfaldlega ekki lund til þess. Hversu miklu tjóni ætli þessi maður hafi valdið fyr- irtækinu gegnum tíðina? Eða var hann bara eitthvað illa fyrirkall- aður? x x x Nokkrum dögum síðar kom Vík-verji aftur í téða byggingar- vöruverslun í sama tilgangi – til að kaupa tiltekna gerð af keðjum. Byrjaði hann í þeirri atrennu á því að skima vel í kringum sig til að kanna hvort fyrrnefndur af- greiðslumaður væri nokkuð á svæð- inu. Svo var ekki. Þess í stað sveif á Víkverja annar afgreiðslumaður og strax var ljóst að hann var reiðubúinn að vinna vinnuna sína. Eldur brann í augum. Sýndi þessi nýi afgreiðslumaður er- indi Víkverja ósvikinn áhuga og svaraði fyrirspurnum af lipurð. Ræki hann í vörðurnar brá hann sér einfaldlega frá og spurði sér fróðari menn. Og var snöggur að því. Vík- verji fékk svör við öllum sínum spurningum og keypti keðjurnar sem hann var að leita að. Hélt að því búnu alsæll heim á leið. x x x Ekki er einleikið hvað afgreiðslu-menn geta verið ólíkir – og það í sömu versluninni. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.) Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.