Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Öll skráð trúfélög njóta sóknargjalda í hlutfalli við fjölda skráðra fé- lagsmanna sinna. Þau hafa því öll fundið fyrir skerðingu sóknargjalda undanfarin ár, hvort sem þau eru inn- an eða utan þjóðkirkjunnar. Framkvæmdir hafa raskast Niðurskurður sóknargjalda hefur komið þungt niður á söfnuðum sem standa í miklum framkvæmdum. Dæmi um slíkan söfnuð er Lindasókn í Kópavogi, ungur þjóðkirkjusöfnuð- ur í nýbyggðu hverfi og sem stendur í kirkjubyggingu. „Það hafa allar byggingafram- kvæmdir raskast vegna skertra sókn- argjalda,“ sagði Arnór L. Pálsson, formaður sóknarnefndar. Lindasókn er sú 3. fjölmennasta á landinu, þar eru tæplega 12.000 manns og þar af um 2.600 börn sem ekki eru orðin 16 ára og borga því ekki sóknargjöld. Arnóri telst til að söfnuðurinn hafi haft úr um 20 milljónum minna að spila í fyrra en ef sóknargjöld hefðu ekki verið skert. Þau námu um 57 milljónum. Arnór sagði að sóknin hefði tekið lán vegna kirkjubyggingar upp á 250 milljónir árið 2008 og borg- að af þeim skilvíslega síðan. Nú eru lánin að nálgast 289 milljónir og meira en helmingurinn af sóknar- gjöldunum fer í afborganir og vexti. „Við vonum að þetta verði eitthvað lagfært, öðruvísi gætum við lent í þroti,“ sagði Arnór. Sjálfboðaliðar skipta um þak Fríkirkjan í Hafnarfirði er 4. fjöl- mennasta trúfélag landsins og voru í henni 5.871 í ársbyrjun, þar af 4.247 greiðendur sóknargjalda. „Við verðum að treysta á velvild og örlæti safnaðarfólks,“ sagði Jóhann Guðni Reynisson, formaður safnaðar- stjórnar, um áhrif lækkunar sóknar- gjalda. Safnaðarfólki hafa verið send- ir gíróseðlar eða valkröfur stofnaðar í heimabönkum til að hvetja til gjafa. Jóhann sagði það hafa gefið góða raun. Hann sagði launakostnað vega þyngst í rekstrinum. „Fólk áttar sig ekki allt á því að við borgum laun presta og annars starfsfólks af sókn- argjöldunum, ríkið borgar ekki laun presta okkar eins og í þjóðkirkjunni,“ sagði Jóhann. Söfnuðurinn er enn að borga niður skuldir vegna endurgerð- ar kirkjunnar árið 1999. Þak og kór að utanverðu eru farin að láta á sjá. Bræðrafélag kirkjunnar ætlar að skipta um þak á kirkjunni í sjálfboða- vinnu. Styrkur til efniskaupa fékkst úr Húsafriðunarsjóði og kirkjan borgar það sem á vantar. Margt utansafnaðarfólk hefur not- fært sér þjónustu safnaðarins og er engum neitað sem hennar óskar. Jó- hann hvetur þetta fólk til að skrá sig í söfnuðinn svo sóknargjöldin renni þangað sem það leitar þjónustu. Byggist á frjálsum framlögum „Tekjur af sóknargjöldum hafa stórminnkað,“ sagði séra Jakob Rol- land, kanslari biskupsdæmis Kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi. Kaþólska kirkjan er fjölmennasta trúfélagið ut- an þjóðkirkjunnar og með um 11.000 skráða meðlimi. Þar voru af innan við 7.400 greiðendur sóknargjalda í árs- byrjun. Líklega eru þó kaþólskir hér á landi 15-20 þúsund talsins, þar á meðal fjöldi útlendinga sem flutt hef- ur hingað. Séra Jakob sagði sóknargjöldin varla duga til að borga fasteigna- skatta og tryggingar. Fáir starfs- menn eru á launum og byggist safn- aðarstarfið aðallega á sjálfboðastarfi, þar á meðal starf prestanna. Séra Jakob sagði sóknargjöldin alls ekki duga til að halda uppi starfsemi safnaðarins, t.d. ferðalögum og messuhaldi úti um landið. Fé til framkvæmda kemur aðallega frá safn- aðarfólki og eins frá vel- unnurum kirkjunnar er- lendis. Séra Jakob sagði eitt af aðalhlutverkum biskupsins vera að fara um Evrópu og leita styrktaraðila að hinum ýmsum verkefnum kirkjunnar. Söfnuðirnir herða sultarólina  Trúfélög innan og utan þjóðkirkju finna fyrir skerðingu sóknargjalda  Aukið sjálfboðastarf og frjáls framlög skipta meira máli en áður  Stór hluti sóknargjalda ungs safnaðar fer í afborganir og vexti Morgunblaðið/hag Trúarlíf Skerðing sóknargjalda hefur komið niður á starfi trúfélaganna, jafnt þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum. Myndin var tekin í sunnudagaskóla í Lindasókn 2009, þar glímir söfnuðurinn við skuldir vegna kirkjubyggingar. Ásatrúarfélagið er 6. fjölmenn- asta trúfélag landsins. Í því var 1.951 félagi í ársbyrjun, þar af 1.763 greiðendur sóknargjalda. Hilmar Örn Hilmarsson, alls- herjargoði, sagði að mikil fjölg- un í félaginu hefði vegið á móti skerðingu sóknargjalda. Hann sagði félagið njóta mikils sjálf- boðaliðastarfs félagsmanna. „Við skerðingu sóknargjalda bætist það óréttlæti að við, líkt og önnur trúfélög utan þjóðkirkju, fáum 29,8% minna en þjóðkirkjusóknir vegna þess að við njótum ekki Jöfnunar- sjóðs sókna,“ sagði Hilmar. Ásatrúarfélagið fór í mál við ríkið vegna þessa og tapaði bæði í héraðsdómi og Hæsta- rétti. Málinu var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Það hefur fengið málsnúmer sem er vísbending um að málið verði tekið fyrir, að sögn Hilm- ars. Hann segir að vinnist mál- ið þá muni það koma öllum trúfélögum utan þjóðkirkjunnar til góða. Ásatrúarfélagið reynir að halda uppi starfi á landsvísu en skerðing sóknargjalda hefur gert það erfiðara, að sögn Hilmars. Fyrir- hugað hof félagsins í Öskjuhlíð, austan við Nauthól, verður heldur ekki byggt af sama metn- aði og til stóð. Hilmar Örn átti von á að fram- kvæmdir við hofið gætu hafist seinni part sumars. Vegur upp skerðingu MIKIL FJÖLGUN Í ÁSATRÚARFÉLAGINU Hilmar Örn Hilmarsson Haukur Angantýsson, alþjóðlegur meistari í skák, andaðist á lungnadeild Landspít- alans í Fossvogi 4. maí síðastliðinn 63 ára að aldri. Haukur fæddist á Flateyri við Önundar- fjörð 2. desember 1948. Foreldrar hans voru Angantýr Guðmunds- son skipstjóri, f. 1. júlí 1916, d. 21. maí 1964, og Arína Þórlaug Íb- sensdóttir ritari, f. 11. september 1923, d. 14. október 1994. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 fór Haukur til Þýskalands og lauk námi í efnafræði frá Georg August Universität í Göttingen 1973. Síðan tók hann skipstjórnarpróf frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1975. Haukur vann ýmis störf um æv- ina, m.a. stundaði hann rannsókn- arstörf á sviði efnafræði, kennslu, sjómennsku, bæði innanlands og er- lendis, og við netagerð. Skákin átti lengi hug Hauks og hann náði góðum árangri á þeim vettvangi. Hann varð efstur ásamt þremur öðrum skákmönnum á Ís- landsmótinu 1975, en tók ekki þátt í aukakeppni. Árið eftir varð hann skákmeist- ari Íslands og á Ís- landsmótinu 1978 varð hann efstur ásamt Helga Ólafssyni en tapaði úrslita- einvíginu. Hann varð skákmeistari Reykja- víkur 1978 og náði góðum árangri á Ril- ton Cup í Stokkhólmi 1978/79. Árið 1979 fagnaði hann glæsileg- asta sigri sínum, á World Open í Phila- delphiu. Hann varð efstur með 8 vinninga af 10, ásamt sex stórmeist- urum – Miles, Browne, Gheorghiu, Bisguier, Zuckerman og Fedoro- wicz. Haukur var efstur á stigum og var úrskurðaður sigurvegari á þessu fornfræga og merkilega móti. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari 1981. Haukur, sem varð skákmeistari TR 1993, tefldi með Skákfélagi Vinjar síðustu árin og leiddi sveit félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Jafnframt tók hann þátt í fjölmörg- um skákmótum á vegum Vinjar. Systkini Hauks eru Íbsen, Bára, Auður, Ólafur Óskar og Guðrún. Uppeldissystirin Soffía Jóna Vatns- dal Jónsdóttir er látin. Andlát Haukur Angantýsson Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Þú átt betri samskipti Veglegur kaupauki að verð- mæti 9.950 kr. fylgir öllum seldum Alera heyrnartækjum Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Án heyrnartækja eiga heyrnarskertir erfitt með að tala við aðra vegna þess að þeir hvorki heyra né skilja það sem fram fer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.