Morgunblaðið - 17.05.2012, Page 2

Morgunblaðið - 17.05.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ærin Karfa frá Geiteyjarströnd I í Mývatnssveit er með frjósamari ám landsins en hún bar fimm lömbum nú í vor. Á fjórum árum hefur hún alls borið fimmtán lömbum. Karfa er fjögurra vetra en sem gemlingur árið 2009 bar hún þremur lömbum að sögn Daða Lange Frið- rikssonar en hann sér um féð á Geit- eyjarströnd ásamt móðurbróður sín- um Héðni Sverrissyni. Árið 2010 bar Karfa svo aftur þremur lömbum, í fyrra urðu þau fjögur og í ár fimm. Með slíka stígandi í frjóseminni er spurning hvort lömbin verði ekki sex að ári? „Það er aldrei að vita! Ætli þetta sé samt ekki gott í bili,“ segir Daði. Karfa kemur af miklum frjósemis- ættum en móðir hennar var einnig fimmlembd árið 2007. „Systur henn- ar hafa líka verið marglembdar. Hún er undan hrút sem hét Kaldi og var á sæðingastöð þannig að hún hefur þetta báðum megin,“ segir Daði. Hann segir þessa frjósemi nokkuð óvenjulega og ekki síður það að öll lömbin hennar Körfu hafi komist til lífs. Það sé nokkuð óvenjulegt fyrir marglembinga. Orðinn hobbíbúskapur Sauðburður hófst 5. maí þetta vorið að sögn Daða og báru allar ærnar fyrir utan fjórar sem eru á öðru gangmáli á einni viku. Alls hafa 43 ær borið og 96 lifandi lömb kom- in. „Það er mjög gott, það er frekar óvanalegt. Allt yfir tvö lömb eftir ána er mjög gott,“ segir Daði. Þeir Héðinn eru nú með um fimm- tíu kindur en þeir hafa dregið saman seglin undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum voru þeir með fjögur hundruð kindur en hafa verið að minnka við sig. Þetta er fyrsta árið sem þeir eru aðeins með fimmtíu kindur. „Þetta er orðinn svona hobbíbú- skapur. Við vinnum allir með og þetta er bara til að hafa gaman og fá kjöt,“ segir Daði. Hann bendir á að kindurnar hafi ekkert verið rúnar í haust og bú- skapurinn hafi verið mjög frjálsleg- ur. Að því leyti sé það kannski óvenjulegt hvað þetta hafi gengið vel og burður verið góður. Daði seg- ir þá frændur ætla að halda sig við hobbíbúskapinn. „Ekki nema að aðstæður breytist og að við göngum ekki í ESB,“ segir Daði og hlær. Fimmtán lömb á fjórum árum  Ærin Karfa frá Geiteyjarströnd er mjög frjósöm  Bar fimm lömbum í vor Ljósmynd/Daði Lange Friðriksson Afkvæmin Karfa með þremur lömbum sínum af fimm en tvö þeirra voru vanin undir aðra á. Móðir Körfu var einnig fimmlembd fyrir fimm árum. Um fimmtíu manns komu saman fyrir framan Alþingishúsið í gær og börðu á skærlitar tunnur til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum landsins. Á meðal þeirra krafna sem mótmælendur höfðu uppi var að út- burður fólks af heimilum sínum og uppboð á þeim yrðu bönnuð á meðan unnið væri að lausn- um fyrir heimilin. Þá kröfðust þeir þess að rík- isstjórnin uppfyllti þann hluta stjórnarsáttmál- ans sem sneri að heimilum og stæði þannig við loforð sín gagnvart kjósendum fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir hafa átt í viðræðum við Hreyfinguna undanfarið en eitt skilyrða hennar fyrir stuðningi við stjórnina er aðgerðir í þágu heimilanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Börðu tunnur á Austurvelli fyrir heimilin í landinu Baldur Arnarson Egill Ólafsson „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Áfrýjunarfrestur- inn er þrír mánuðir,“ sagði Gestur Jónsson, lögmaður Sig- urðar Einarssonar, fyrrver- andi stjórnarformanns Kaup- þings, spurður hvort dómi í máli Sigurðar yrði áfrýjað. Dómurinn sem málið varðar var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær en með honum er Sigurði gert að endurgreiða Kaupþingi tæplega 500 milljónir, ásamt dráttarvöxtum, vegna lána sem hann fékk hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum á tímabilinu frá desember 2005 til ágúst 2008. Bréfin urðu verðlaus í hruninu en Sigurður hafði þá haft nokkurn arð af þeim. Bankastjórnin felldi niður ábyrgðina Nokkrum dögum fyrir fall Kaupþings ákvað stjórn bankans að fella niður persónulega ábyrgð hans vegna lánanna og krafðist Kaupþing þess að fá lánin greidd, enda hefði niðurfellingin verið gjafagerningur. Féllst dómarinn á kröfur Kaup- þings og er Sigurði gert að greiða 496 milljónir kr. ásamt dráttarvöxtum frá 20. ágúst 2010 til greiðsludags. Var það varakrafa í málinu. Aðalkrafan hljóðaði upp á 549.308.558 krónur en það samsvarar 10% ábyrgðar vegna heildar- upphæðarinnar sem Sigurður fékk að láni. Sigurði gert að endurgreiða um hálfan milljarð auk vaxta  Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að niðurfelling ábyrgðar hafi verið gjöf Eignirnar kyrrsettar » Krafa um kyrrsetningu eigna var staðfest með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. » Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði í júlí 2011 kyrrsett eignir Sigurðar á Valhúsabraut 20, Seltjarnarnesi, eignarhluta stefnda í jörðinni Stíflisdal, sumarhúsi á jörðinni Stíflisdal og 20% eignarhluta stefnda í Hvítsstöðum ehf. » Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er þessi kyrrsetningargerð staðfest. » Stefndi krafðist sýknu og að kyrrsetning- arkröfu stefnanda yrði hrundið. Sigurður Einarsson Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefur birt tíu daga veðurspár á Face- book, eða Fasbók- inni, í meira en eitt ár. Páll styðst við spár norska veð- urvefsins yr.no við gerð spánna. „Þeir spá fyrir tíu daga að með- töldum útgáfudeginum,“ sagði Páll. Hann sagðist nota allar spárnar sem gefnar væru út á yr.no og kvaðst hafa fengið töluverða reynslu af þeim. Norðmennirnir vinna úr spám frá Evrópureiknimiðstöðinni í Reading í Englandi sem koma tvisvar á dag. „Þær koma svona tvær mínútur yfir sjö á morgnana og svo aftur tvær mín- útur yfir átta á kvöldin,“ sagði Páll. Seinni spáin kemur það seint að hún nær ekki fyrir gerð veðurspánna sem birtar eru í sjónvarpinu á kvöldin. En hvað finnst Páli um þessar langtíma veðurspár? „Þær eru býsna góðar en verða því lakari sem lengra líður, að sjálfsögðu. En þetta er orðið ótrúlega nærri lagi í þessa 5-6 daga. Mér þykir þýðing- armikið að fólk fái að vita hverju er spáð fyrir næstu sex daga þar á eftir, þó að það reynist ekki alltaf rétt. Það er þó það skásta sem maður hefur,“ sagði Páll, sem á um 2.500 kunningja á Fasbókinni. gudni@mbl.is Páll Bergþórsson Tíu daga veðurspár á Facebook  Páll Bergþórsson styðst við norska spá Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, var rekinn frá störfum á aukabæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Að sögn Ásmundar snýst uppsögnin og þær breytingar sem urðu á meiri- hlutanum í bæjarstjórn um helgina um málefni skólans. Hann frétti fyrst af uppsögninni á vefmiðlum. Núverandi meirihluti hafði ekkert samband við hann. Að sögn Ásmundar mun upp- sögnin kosta sveitarfélagið um fimmtíu milljónir króna þar sem hann verður á launum í 32 mánuði. Hann er mjög ósáttur við uppsögn- ina, sérstaklega hvernig staðið var að henni. guna@mbl.is Bæjarstjóri í Garði rekinn  Frétti af uppsögn- inni á vefmiðlum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.