Morgunblaðið - 17.05.2012, Page 23

Morgunblaðið - 17.05.2012, Page 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali Okkur ber að virða og þakka þeim sem komin eru við aldur og hafa lagt á sig ómælt erfiði til þess að koma okkur á lappirnar sem telj- umst miðaldra eða yngri í dag. Þar með ráðamönnum þjóð- félagsins í öllum stöð- um. Mætti friður og þakklæti ríkja í hjört- um okkar í garð þeirra sem komin eru á efri ár. Sýnum þeim sanngjarna og sjálf- sagða virðingu, mannúð, um- hyggju og kærleika. Þau eiga það skilið. Þau eiga skilið að fá að njóta sanngirni, virðingar og kær- leika án forréttinda, enda er það ekki það sem þau vilja. Er það hugsanlegt að við sem yngri erum og þá ekki síst þau sem valist hafa í stjórnunarstöður í fyrirtækjum eða opinberum stofnunum komum fram við eldri borgarana okkar af skilningsleysi, hroka og græðgi, óþolinmæði og lítilsvirðingu, án þess endilega að ætla okkur það eða gera okkur hreinlega grein fyrir því? Enginn er sem þú Kæri eldri borgari! Þú sem kominn ert á efri ár, þú sem berð reynslu ævinnar á bakinu. Þú sem hefur upplifað vonbrigði, áföll og sorgir, sigra og gleði. Lát engan líta smáum augum á aldur þinn, þekkingu eða reynslu. Þú einn eða ein býrð að þinni ómetanlegu reynslu. Þú einn getur miðlað henni til okkar sem yngri erum svo hún berist til komandi kynslóða. Þú hefur svo óendanlega mikið að gefa, segja frá og miðla. Enginn hefur sömu reynslu og þú. Enginn hefur sama sjón- arhorn á liðna atburði og þú. Enginn hefur upplifað hlutina á ná- kvæmlega sama hátt og þú hefur gert. Þú einn getur miðl- að þinni sérstæðu reynslu, sagt þínar sögur. Enginn annar getur miðlað þinni ást, umhyggju og kærleika sem uppvaxandi kynslóð þarf í svo ríkum mæli á að halda. Nú sem aldrei fyrr. Þú ert einstakt eintak, sem ger- ir hlutina og sérð lífið á þinn ein- staka hátt, með þínum augum sem Guð hefur gefið þér og þú einn hefur. Það kemur enginn í þinn stað. Þú ert einstakur og við hin yngri þurfum á þér, þekkingu þinni og reynslu að halda. Þú ert einstök sköpun Guðs, svo óendanlega dýrmætt eintak. Þú ert ekki úreltur og láttu ekki telja þér trú um það. Veröldin væri ekki söm ef þín hefði ekki notið við. Hún væri svo miklu fátækari án þinnar dýrmætu aðkomu og einstöku reynslu. Án þinna upplif- ana, sem þú mátt til að miðla til þeirra sem yngri eru. Þú sem tekið hefur þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag okkar. Unnið og stritað í áratugi. Oft við erfiðar aðstæður og greitt þína skatta og skyldur. Þú átt skilið ást og umhyggju frá börnunum þín- um, barnabörnum og barna- barnabörnum, frá ráðamönnum þjóðarinnar og okkur öllum. Hvar værum við ef ykkar hefði ekki notið við og þú lagt þinn mikla og góða skerf til þjóðfélagsins, veitt þjónustu og þinna dýrmætu krafta ekki notið við? Rifjaðu upp, segðu frá, miðl- aðu og kenndu Vertu ófeiminn við að rifja upp hið liðna. Leyfðu okkur að taka mið af reynslu þinni, læra af henni og nýta okkur hana til framfara inn í nýja tíma. Segðu okkur sög- urnar þínar og kenndu okkur bænirnar þínar. Sögurnar og bæn- irnar sem þú varst alinn upp við og komandi kynslóðir þurfa að heyra, læra og tileinka sér. Sjálf- um sér og þjóðfélaginu til heilla og blessunar. Góður Guð blessi þig og þína einstöku og dýrmætu arfleifð. Með kæru þakklæti fyrir allt sem þú hefur meðvitað og ómeðvitað verið okkur sem yngri erum. Óður til aldraðra Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Vertu ófeiminn við að rifja upp hið liðna. Leyfðu okkur að taka mið af reynslu þinni, læra af henni og nýta okkur hana til framfara inn í nýja tíma. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og m.a. umsjónarmaður starfs eldri borgara í Laugarneskirkju. Í u.þ.b. 40 ár tengdist ég íslenskum sjávarútvegi all- nokkuð. Fyrstu 15 ár- in sem kokkur eða vélstjóri lengst af á skipum Gjögurs ehf. En því félagi hefur alltaf verið stjórnað af miklu sómafólki. Í um 25 ár féll það í minn hlut, sem for- manns Vélstjórafélags Íslands, bæði að gera samninga fyrir vélstjóra við LÍÚ og eiga í margháttuðum samskiptum við einstakar útgerðir vegna túlkunar þeirra. Í heildina voru þessi sam- skipti góð, þó að í þessari grein sem öðrum séu einstaklingar sem hefðu getað komið betur fram við sitt fólk. En þannig er það bara í öllum geirum mannlífsins, það verður sennilega alltaf misjafn sauður í mörgu fé. Ég rifja þetta upp vegna þess að þegar ég var til sjós, fyrir um 40 árum, var umtal um greinina allt annað en það er í dag. Mín til- finning er sú að það tali ekki aðrir vel um þessa höfuðatvinnugrein þjóðarinnar en þeir sem eiga þar beinna hagsmuna að gæta. Alltof margir tala um kvóta- kónga, sægreifa, braskara og fleira í þeim dúr. Hvað gerðist? Þeir sem skynja þessa breyttu stöðu útgerðarinnar hljóta að velta fyrir sér hvað nákvæmlega gerðist sem breytti stöðu hennar í huga alltof margra landsmanna. Einn ágætur vinur minn hefur þá skoðun að hrunið hér á landi megi rekja til kvóta- kerfisins. Nánar til- tekið til þess að heimila hand- höfum veiðiheimildanna að selja nýtingarréttinn, bæði innan ársins og til langframa, sem hættu síðan í útgerð, stundum með milljarða hagnað fyrir sölu á óveiddum fiski sem þeir áttu ekkert í. Kenning þessa glögga vinar míns er sú að þarna hafi mörgum þeim sem síðar fylltu flokk hinna svokölluðu útrásarvíkinga lærst sú viðskiptalist að selja annarra eig- ur og stinga andvirðinu í eigin vasa og fá til viðbótar hrós sam- félagsins fyrir einstaka hæfileika í viðskiptum. Þetta olli því að for- seti vor, sem dreifir nú ekki me- dalíum embættisins á hvern sem er, átti það til að hengja eina og eina medalíu um hálsinn á bæði kvótakóngum og útrásarvíkingum. Sem sagt, hérna í slorinu, í óra- fjarlægð frá mestu efnishyggju- hugsuðum þessa heims, hafi þessi nýja útfærsla á eilífðarpeningavél- inni slitið barnsskónum. Kann að vera rétt. Sjálfur er ég nú alltaf þeirrar skoðunar að naglasúpu- kokkurinn sé mesti og besti áróð- ursmeistari allra tíma. Maðurinn sem lagði af stað með einn ryðg- aðan nagla í farteskinu og sagði trúgjörnum konum að hann ætlaði nota hann til súpugerðar; meira þyrfti nú ekki til þó að grjón og annað viðlíka myndi nú ekki skemma. Allir þekkja lyktirnar. Er það nokkuð svo fjarlægt að halda því fram að margur spámað- urinn í útgerð hér á landi hafi, þegar opnað var fyrir sölu á óveiddum fiski, lagt af stað með lítið annað en einn ryðgaðan nagla og skuldir. En hafi, að lokinni sölu á heimildum til veiða, staðið uppi með fúlgur fjár og farið mikinn í framhaldinu líkt og Íslands-Bersi forðum. Almenningur krefst breytinga Þessi angi kvótakerfisins hefur verið gagnrýndur harkalega frá fyrstu dögum hans. Svo harkalega reyndar að segja má að fyrirheit núverandi ríkisstjórnarflokka um að búa svo m.a. um hnúta að ríkjandi viðskiptum með aflaheim- ildir verði hætt, hafi tryggt þeim þingmeirihluta og stjórnarsetu í síðustu kosningum. Í framhaldi var hafist handa um endurskoðun á kvótakerfinu. Skip- uð var sáttanefnd með setu full- trúa allra hinna svokölluðu hags- munaaðila í málinu. Sú nefnd starfaði í um tvö ár en skilaði ekki öðru en almennt orðuðum tillögum um réttlátara stjórnkerfi veið- anna. Eftir var að taka ákvarðanir um nánast allt sem deilur hafa staðið um á liðnum árum. En nú á að breyta þannig að deilunum linni og sem flestir verði sáttir við sinn hlut. Nú liggja m.a. fyrir þinginu tvö frumvörp, annað um stjórn veið- anna en hitt um gjaldtöku v/ þeirra. Varla voru frumvörpin komin fram þegar LÍÚ og/eða ein- stök félög eða félagar innan sam- takanna, byrjuðu að hóta upp- sögnum starfsmanna og lokun einstakra fyrirtækja með þeim af- leiðingum að svo og svo margir myndu nú missa vinnuna ef frum- vörpin yrðu ekki strax dregin til baka og ný samin með þeirra að- komu. Móðuharðindin endurborin Helst mátti af öllum hamagang- inum ráða að ef þessi frumvörp yrðu að lögum mundu fiskveiðar að stærstum hluta leggjast af hér við landið og ekkert annað blasa við en örbyrgð ámóta og móðu- harðindin leiddu yfir þjóðina á sín- um tíma. Endurskoðunarskrif- stofur skreyttar erlendum nöfnum voru fengnar til þess að staðfesta nú þessa heimsendaspá LÍÚ. Og bankarnir, sem voru búnir að lána útgerðinni um 500 milljarða út á um 60 milljarða eign, fengu sér- staklega þungbært ekkakast þeg- ar það rann upp fyrir þeim að veð- in sem áttu að tryggja þeim endurgreiðslur voru ekki eins traust og öll hálaunuðu bankaséní- in höfðu ætlað. Það er þó huggun harmi gegn að enn virðist útgerðin hafa ráð á að auglýsa bágindi sín lengi og oft í dýrum fjölmiðlum. Svo lengi að flestir eru steinhættir að taka eft- ir boðskapnum. Fróðlegt væri að vita hvað áróð- urinn er búinn að kosta þessa vammlausu grein sem vondir menn eru að leggja í einelti. Naglasúpuformúlan Eftir Helga Laxdal » Áróður LÍÚ, gegn nánast öllum breyt- ingum á kvótakerfinu, er kominn út fyrir öll velsæmismörk, bæði hvað varðar efni og kostnað. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. yfirvélstjóri. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.