Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 32

Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ferðaáætlanir og áætlanir sem tengj- ast menntun virðast vænlegri en þær eru í raun. Ekki rugla saman aðgerðaleysi og bið. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki láta hugfallast þó að hindranir séu til staðar í vinnunni. Notaðu tækifærið og dragðu þig í hlé nógu snemma, þér veitir ekki af allri þeirri hvíld sem í boði er. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Líklega mun fortíðarþráin toga þig til baka til áranna þegar þú varst ein/n og áhyggjulaus. Fólk er óvenjusveigjanlegt og tilbúið að mætast á miðri leið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu ekki stygg/ur þótt eitthvað tefji verkefni þitt því þú hefur í svo margt annað að grípa á meðan. Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt aukaverkefni dragi verulega úr af- köstum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Margir munu komast yfir ákveðinn hjalla í starfsframa sínum á næstunni. Kvöldinu væri best varið í ró og næði ef þú hlustaðir á líkamann. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinn- ar en varast skaltu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá/sú sem lærir af öðrum. Enginn fær þakkir fyrir að vera píslarvottur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dag lendirðu í klípu – sem reyndar verður ekki of erfitt að leysa úr. Hafðu verk- efnin innan þess ramma sem þú ræður við. Einhver sendir þér póst sem þú vilt ekki svara. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur mikinn metnað og set- ur markið hátt. Og þar sem þú ert ekki sér- lega góður lygari lætur þú freistast til að forðast tilteknar aðstæður alfarið í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur fórnað miklu í sambandi við ákveðna manneskju sem stendur ekki undir trausti þínu. Veltu því fyrir þér hvað er að og hvað hægt er að gera í því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óttastu ekki að gera mistök. Gerðu þér grein fyrir því hvers vegna það sækir á þig að breyta lífi þínu. Þú getur sigrað heiminn ef þú vilt það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á lausnir. Næstu dagar færa þér mikla hamingju ef þú leyfir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst líf þitt vera komið í þær skorður sem þér henta og nú megi engu breyta. Láttu ekkert trufla þig, haltu þínu striki. Þú ert á réttri leið og þú veist það. Það var bjart vorveður þegar égmætti karlinum á Laugaveg- inum þar sem hann gekk upp Snorrabrautina. Hann sagði að ráð- húsið hefði átt að rísa þar sem Málningarverksmiðjan Harpa stóð. Hvergi er útsýnið betra yfir sundin blá og Engey blasir við, sagði hann. Það er fallegasti bletturinn í Reykjavík. Þar er kínverska sendi- ráðið núna. Þeir kunna að meta ís- lenska náttúrufegurð. Og var hugsi: Laus við hljóðskraf í kínverskum höllum ríkir hásléttan fegurst af öllum í einsemd og dul. Það er kvöldsett og kul og kindur á beit á Fjöllum. Og það rifjaðist upp fyrir mér ferð að Dettifossi, sem við ungir sjálfstæðismenn fórum sumarið 1961. Þegar við komum upp í Hólmatungur sáum við hvar snæugla sat á hraunnibbu rétt við veginn og fór sér í engu óðslega: Á björtum degi brosti ég er blasti við mér ungum hve snæuglan er snöfurleg á snös í Hólmatungum. Þá bjó Jón Jóhannesson á Yng- valdsstöðum, dugnaðarforkur og hafði sigrast á fátæktinni; höfðingi heim að sækja. Hann orti margt vel: Þó að hélan kæli kinn, komi él um nætur, hlýnar þel og muni minn meðan pelinn grætur. Kristján Ólason, albróðir Árna Óla rithöfundar og blaðamanns, var fæddur í Kílakoti en foreldrar hans frá Víkingavatni og Grásíðu. Hann átti til skálda að telja, var ná- skyldur Kristjáni Fjallaskáldi og Jóni Sveinssyni, Nonna. Hann var í hópi listfengustu hagyrðinga og muna margir eftir honum á Húsa- vík, þar sem hann stundaði versl- unarstörf um þrjátíu ára skeið: Minninga að ganga garð gleður okkur flesta, en oft er það sem aldrei varð eftirsjáin mesta. Og Að leiðarlokum: Kannað hef ég kalt og heitt, kátur meðal gesta. Nú er bara eftir eitt – ævintýrið mesta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hljóðskraf í kínverskum höllum G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d ÆI! ÉG ER KISI OG HVAÐ ÆTLI ÉG SÉ AÐ HUGSA? ÉG ER AUÐVITAÐ AÐ HUGSA UM AÐ KREMJA KÓNGULÓNA... ÞVÍ ÉG HEF EKKERT BETRA AÐ GERA TÍMI TIL AÐ KENNA ÞÉR MANNASIÐI HERRA MINN, HUNDURINN ÞINN ER ÓGEÐSLEGUR. AF HVERJU BAÐARÐU HANN EKKI? EN HANN ER NÚ ÞEGAR BÚINN AÐ FARA Í BAÐ... HVENÆR? FYRIR SVONA ÁRI EÐA TVEIMUR ÞAÐ ER AUGLJÓST AÐ ÞÚ ERT AÐ UNDIRBÚA ÞIG UNDIR AÐ FARA ÚT AÐ ELTA BÍLA ÞAÐ ER SVO EINMANALEGT AÐ SKAUTA EINN Íslenska var ekki sterkasta fag Vík-verja þegar hann var í mennta- skóla og enn verður honum stundum fótaskortur á tungunni. Stundum fær hann slæm þágufallssýkissköst eða hnýtur um erfiðar beygingar. Tungu- bylturnar fara óskaplega í taugarnar á Víkverja og hann reynir í sífellu að bæta sig, vanda málið og hann er, þrátt fyrir allar sínar ambögur, áhugamaður um íslenskt mál. x x x Íslenskan þróast sem betur fer enekki alltaf til betri vegar. Sem dæmi um afturför má nefna þá þróun að sífellt fleiri skrifa nú stóran staf í nafni stofnana, deilda eða skrifstofa. Eitt skýrasta dæmið um þessa þróun er að finna í nýjasta Tímariti Háskóla Íslands. Þar eru deildir og svið nú skrifaðar með stórum staf, samanber Tannlæknadeild, Jarðvísindadeild, Íslensku- og menningardeild, Menntavísindasvið og svo framvegis. Þessi breyting úr litlum staf yfir í stóran er tiltölulega ný af nálinni og er að mati Víkverja hreint ekki til bóta. x x x Þessi ritháttur mun víst ekki verarangur en ljótur er hann. Það er reyndar afar misjafnt hvort nöfn stofnana, deilda og annarra apparata séu rituð með stórum eða litlum staf. Í ljósi þess að hér er um Háskóla Ís- lands að ræða er t.d. athyglisvert að menntamálaráðuneytið er enn ritað með litlum staf. Hið sama á við um innanríkisráðuneytið en í nafni emb- ættis Sýslumannsins í Reykjavík er á hinn bóginn hafður stór stafur í upp- hafi nafnsins. x x x Stór stafur í upphafi nafns fer semsagt ekki eftir því hvar í valda- pýramídanum viðkomandi stofnanir eða deildir eru staddar. Og þó, kannski er það einmitt málið. Ef til vill er þetta einhvers konar minni- máttarkennd sem brýst svona út, að menn haldi að það geri þeirra stofnun eða skrifstofu eitthvað merkilegri ef nafn hennar er ritað með stórum staf. Vonandi láta menn af þessari vit- leysu sem fyrst. Hún ruglar Víkverja enn frekar í ríminu. Og mátti hann síst við því. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.