Morgunblaðið - 17.05.2012, Page 35

Morgunblaðið - 17.05.2012, Page 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er einleikur án orða sem fjallar um mann sem rankar við sér í kassa í yfirgefinni verksmiðju og þarf að finna sér leið út,“ segir Bene- dikt Karl Gröndal, höfundur einleiks er nefnist Fastur og frumsýndur er í Norðurpólnum í kvöld kl. 20. Aðspurður segir Benedikt hug- myndina að verkinu hafa kviknað um það leyti sem hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum The Comedia School í Danmörku fyrir þremur ár- um. „Hugmyndin hefur fengið að gerjast í kollinum á mér í dágóðan tíma, en nú í vor fann ég að kominn var rétti tíminn til að koma þessu á svið. Þá fékk ég til liðs við mig Árna Kristjánsson leikstjóra sem kom inn í vinnsluferlið og varð meðhöfundur að verkinu. Ég sýndi honum hvað ég var búinn að sjá fyrir mér, en ég fangaði þær myndir m.a. í teikn- ingum. Hann hjálpar mér að tengja þessar myndir saman og þróa hug- myndina áfram,“ segir Benedikt sem fer með eina hlutverk sýning- arinnar. Leikhús án orða spennandi Aðspurður segist Benedikt hafa sérhæft sig í kómísku og líkamlegu leikhúsi í námi sínu. „The Comedia School byggir á franskri hefð og snýst um líkamlega leiklist. Fyrsta námsárið vorum við t.d. að þjálfa okkur í að miðla hlutum og leika án orða, það var mjög lærdómsríkt. Því þó orð geti verið falleg og sterk þá eru þau oft óþörf,“ segir Benedikt og tekur fram að sér finnist leikhús án orða sérlega spennandi. Spurður um áhrifavalda sína seg- ist Benedikt m.a. horfa til Busters Keaton og Charles Chaplin sem séu meistarar þögla leiksins þar sem einfaldleikinn og einlægnin fái að njóta sín. Þess má að lokum geta að hljóð- mynd sýningarinnar er í höndum Einars Helgasonar, en útlitshönnun í höndum hópsins. Sýningin er u.þ.b. 45 mínútur í flutningi og leikin án hlés. Fastur í kassa og þarf að finna sér leið út  Nýr einleikur án orða frumsýndur í Norðurpólnum Morgunblaðið/Kristinn Einsamall Benedikt Karl Gröndal fer með eina hlutverk sýningarinnar. Merkilegt með þessatrommuleikara hversuoft virðist leynast íþeim faglegir söngv- arar og lagahöfundar. Mýmörg dæmi eru um trommuleikara sem stíga upp frá húðunum og taka sér stað fremst á svið- inu, það nýjasta er að finna á frumburði íslensku hljómsveit- arinnar Tilbury sem ber heitið Exorcise. Hljómsveitina setti Þormóður Dagsson saman en hann hefur meðal annars trommað með Skakkamanage, Jeff Who? og Hudson Wayne. Þormóður samdi öll lög og texta á plötunni fyrir utan lagið „Picture“ sem skrifað er á Þormóð og Örn Eld- járn. Helgast þetta eflaust helst af því að um sólóverkefni var að ræða hjá Þormóði sem sprakk út með lát- um og varð að Tilbury. Allar líkur eru á því að hver sá sem kveikt hefur á útvarpstæki sínu undanfarnar vikur hafi heyrt lagið Tenderloin, upphafslag plötunnar. Fínasta lag sem setur tóninn fyrir faglega unna, fumlausa plötu sem verður án nokkurs vafa á listum yfir bestu plötu ársins. Útgáfan kom einnig á góðum tíma því finna má sumarið í flestum lögum og auðvelt að sjá fyrir sér að Exorc- ise verði sett á fóninn í grillveislum eða partíum á björtum sum- arkvöldum. Eftir dágóða hlustun undanfarna daga er því spáð að næsta smáskífa verði lagið „Riot“, enda stórgóður smellur þar á ferð. Creepy lookin like a an evil teenager/You’re evil now/Wake me up in the afterhours. Einfalt og grípandi viðlag sem á eftir að límast inn á hlustir þeirra sem heyra. Þá er ekki úr vegi að minnast á lagið „Eclective boogaloo“, rokk- aðasta lagið á plötunni og annað mjög sterkt lag. Þó óx lagið Drama með hverri hlustun og telst með betri lögum plötunnar. Þegar kemur að því að finna veika bletti er fátt að sjá. Helst að óþarfa miðkaflar heyrist sem bæta kannski ekki endilega neinu við og eru í raun óþarfa skreytingar. Sá ókostur sem segja má að sé tilfinnanlegastur er lengd plötunnar. Lögin níu spanna aðeins tæpar fjörutíu mínútur og eft- ir síðasta lagið er helst að maður vilji heyra eitt til viðbótar. En kannski er erfitt að telja það til ókostar. Telja verður mjög líklegt að Ex- orcise verði fylgt eftir með annarri skífu hjá Tilbury, sveitin hefur alla vega alla burði til að setja mark sitt á íslenskt tónlistarlíf á næstunni. Fumlaus frumburður hjá Tilbury Tilbury – Exorcise bbbbn Tilbury skipa Þormóður Dagsson, Krist- inn Evertsson, Örn Eldjárn, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Tryggvason Eliassen. Record records gefur út. ANDRI KARL TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit áhugamanna efnir til tónleika í Seltjarnar- neskirkju nk. sunnudag kl. 17. Tón- leikarnir hefjast á verkinu On hear- ing the first cuckoo in spring eftir Delius. Þá syngur Selkórinn með hljómsveitinni harmljóðið Nänie eftir Brahms. Að lokum leikur Ein- ar Jóhannesson einleik í klarinettu- konsert Mozarts. Stjórnandi á tón- leikunum er Oliver Kentish. Morgunblaðið/Árni Sæberg Delius, Brahms og Mozart 568 8000 | borgarleikhus.is Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Mið 6/6 kl. 20:00 aukas Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fim 17/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 19/5 kl. 20:00 lokas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fim 17/5 kl. 20:00 Fös 25/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Fös 18/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 9/6 kl. 20:00 Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Fös 1/6 kl. 20:00 Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 2/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 20/5 kl. 13:00 Sun 20/5 kl. 14:30 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 18/5 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Síð. sýn. Fös 25/5 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Fös 15/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Bliss (Stóra sviðið) Mán 21/5 kl. 12:00 Myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Listahátíð 2012 Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Sun 20/5 kl. 17:00 Frumsýn. Þri 22/5 kl. 19:30 Mán 21/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Danssýning eftir Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur á Listahátíð Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 19/5 kl. 16:00 Sun 20/5 kl. 16:00 Sigurður Skúlason fer á kostum. Aðeins tvær sýningar eftir. TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Just Imagine - John Lennon show Fim 17. maí kl 20.00 Ö Fös 18. maí kl 20.00 Ö Lau 19. maí kl 20.00 Ö Sun 20. maí kl 20.00 Ö - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.