SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 2
2 13. maí 2012
Við mælum með
Eldborg í Hörpu
Bandaríska söngvaskáldið James
Taylor heldur tónleika á föstu-
dagskvöldið kl. 20. Taylor er án
efa eitt áhrifamesta og vinsæl-
asta söngvaskáld sem fram hefur
komið í heiminum en hann öðl-
aðist frægð á áttunda áratugnum
með lögum eins og „You’ve Got
A Friend“ og „Fire and Rain“.
James Taylor
20 Lætur veikindi ekki stöðva ...
Snorri Már Snorrason ætlar í sumar að hjóla hringinn í kringum land-
ið, sem er ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Snorri þjáist
af parkinsons-sjúkdómnum.
26 Hjólar þú í vinnuna?
Átakið Hjólað í vinnuna fór af stað í 10. skipti hinn 9. maí síðastliðinn
og mun standa yfir til 29. maí.
28 Uppsögnin kveikti hjartabál
Elín Hirst er með mörg járn í eldinum, hefur nýlokið við heimild-
armynd, önnur er mjög sennilega á leiðinni og hún er að skrifa bók.
31 Verðandi biskup
Séra Agnes M. Sigurðardóttir opnar myndaalbúmið
sitt.
36 Af dönskum og
íslenskum …
Ár hvert er haldin norræn rokkhátíð í Árósum
þar sem dönsk tónlist er í aðalhlutverki. Að
þessu sinni voru íslenskir listamenn þó venju fremur áberandi.
38 Mælskur með eindæmum
Hann er síst ómerkilegri en hans betri helmingur. Samfélagsrýnirinn
Jay-Z lætur til sín taka á ýmsum sviðum.
40 Nostalgía allt um kring
Litlir hlutir, aðstæður, jafnvel bragð eða lykt geta kallað fram hughrif
minninga. Í sundferð um daginn kom nostalgían yfir mig.
Lesbók
42 Þetta hús gefur ekki …
Á hól í jarðfalli sunnan Hafnarfjarðar er risin þrívíddarteikning af húsi
eftir Hrein Friðfinnsson. Stendur það á sama bletti og hús sem hann
byggði árið 1974 og var efniviður eins kunnasta verks hans.
14
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Ólafi Bjarka Ragnarssyni, Kristni
Guðmundssyni og Vilhelm Gauta Bergsveinssyni, liðsmönnum HK.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
24
Augnablikið
Fjandinn varð laus í Madrid á mið-vikudagskvöld þegar Atletico Madridbar sigurorð af Atletico Bilbao í úrslita-leik Evrópudeildarnnar. Stóra liðið í
borginni, Real Madrid, hefur gert meira af því að
lyfta bikurum, en nú var komið að Atletico,
einkum vegna stórkostlegra tilþrifa Kólumb-
íumannsins Radamél Falcao, sem skoraði tvö
mörk í leiknum og varð markahæsti leikmaður
Evrópudeildarinnar annað árið í röð.
Stemningin var rafmögnuð í Madrid og knæp-
urnar fylltust af áhangendum í rauðum, bláum og
hvítum litum klukkutíma fyrir leik. En hinir sig-
urvissari héldu beint á Neptúnusartorgið, þar
sem aðdáendur Atletico koma saman eftir sig-
urleiki.
„Það vill svo til að torgið er beint fyrir framan
hótelið mitt,“ segir Breki Karlsson, for-
stöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, sem er á
vinnufundi OECD í Madrid þessa dagana um
rannsóknir og tækifæri í kennslu í fjármálalæsi.
„Klukkutíma fyrir leik var fólk farið að streyma
á torgið og koma sér fyrir, þó að leikurinn væri
ekkert sýndur þar. Það hafði gaman hvað af öðru
á meðan það fylgdist með beinni lýsingu á leikn-
um eða horfði á hann í símanum. Það er tákn
breyttra tíma að í gamla daga hefði það tekið út-
varpið með sér, en nú horfði það bara á símann!“
Breki horfði á leikinn á knæpu í borginni og
þegar hann ætlaði aftur á hótelið að leik loknum,
þá var hann hálftíma að komast síðustu tíu metr-
ana, slík var mannþröngin á torginu. „Um leið og
ég komst inn á hótelið, þá gerði lögreglan atlögu
og rýmdi götuna,“ segir hann.
„Þá hafði einhverju verið kastað að lögreglunni
og hún brást við af hörku. Nokkrir af samferða-
mönnum mínum voru ekki nógu fljótir inn um
dyrnar, var rutt með fjöldanum í burtu og kom-
ust ekki á hótelið fyrr en fjórum tímum síðar.“
Breki fylgdist svo með atburðarásinni af átt-
undu hæð á hótelinu. „Það liggja sjö eða átta göt-
ur að Neptúnusartorgi, sem er hringtorg, og það
var sjón að sjá lögregluna rýma hverja götuna af
annarri.“
Daginn eftir fjölmenntu áhangendur Atletico
aftur á torgið, að þessu sinni til að fagna þegar
leikmennirnir komu sigurreifir með bikarinn, en
leikurinn kvöldið áður fór fram í Búkarest. „Það
var mun siðaðra, meira af fjölskyldufólki og ölv-
un ekki eins mikil,“ segir Breki. „En annað
kvöldið í röð komumst við ekki út á torgið fyrir
mannþröng, þannig að við fylgdumst með því af
þakinu þegar tekið var á móti snillingunum. Og
auðvitað voru fagnaðarlætin mest þegar Falcao
hampaði bikarnum.“
Fyrr um daginn hafði Breki farið í „túristaleið-
angur“ um Madrid og tekið eftir því að ekkert var
fjallað um borgarastríðið eða Franco. „En þegar
maður horfir yfir mannhafið og allir að öskra það
sama, hylla Atletico og syngja sigurlagið, þá vek-
ur það blendnar tilfinningar. Svona hefur Franco
verið hylltur á sínum tíma og það er magnað að
finna orkuna í hópeflinu. Og þó að maður haldi
ekki með liðinu, þá skynjar maður þessa mögn-
uðu þörf að tilheyra.“
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
AFP
Þörfin að tilheyra
Bandaríski myndlistarmaðurinn Jeff Koons leggur undir sig Beyeler-
safnið í Basel í Sviss næstu vikurnar en yfirlitssýning á verkum hans
verður opnuð þar um helgina. Meðal verka á sýningunni verður
þetta margfræga verk „Michael Jackson & Bubbles“ sem sýnt var hér
á landi fyrir fáeinum árum.
Veröldin
AFP
Búbbli til Basel
Salurinn
Menningar-
hátíðinni
Kópavogs-
dögum lýkur í
dag, laugardag, og meðal við-
burða þá eru söngtónleikar í
Salnum þar sem Jón Svavar Jós-
efsson barítónsöngvari og Guð-
rún Dalía Salómonsdóttir pí-
anóleikari flytja íslenska tónlist
undir yfirskriftinni „Ég sá
sauð“.
Hof
Valgeir Guð-
jónsson ásamt
góðum gestum
og hljómsveit
eru væntanleg í Hof á Akureyri
miðvikudagskvöldið 16. maí kl.
20. Valgeir er án efa einhver af-
kastamesti laga- og textahöf-
undur í sögu dægurtónlistar á
Íslandi.