SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 24
24 13. maí 2012 Íslenski Dansflokkurinn og GusGusmunu frumsýna nýtt og óhefðbundiðverk í upphafi Listahátíðar í Reykjavíksem hefst 18. maí. Í tilkynningu segir að gestum verði boðið í framandi ferðalag skiln- ingarvitanna um heim dans, tónlistar og myndmáls. Jafnframt segir að í verkinu sem nefnist Á vit … sameinist kraftar ólíkra list- forma auk þess sem stuttmyndir Reynis Lyng- dal og Katrínar Hall verða frumsýndar. Tinna Grétarsdóttir, æfingastjóri Íslenska Dans- flokksins, segir að um frekar óvenjulegt verk sé að ræða, „undirbúningur fór af stað síðasta haust, Katrín Hall listrænn stjórnandi dans- flokksins hóf vinnuna í samstarfi við Listahá- tíð og Hörpu. Það má segja að verkið hafi verið afhent dönsurum í dansflokknum í febrúar og flokkurinn vann í kjölfarið þema og hug- myndavinnuna bak við verkið“. Að sögn Tinnu þróuðu dansararnir þema og danskafla eftir að hafa fengið demó af tónlistinni. „GusGus kemur ekki inn fyrr en Dansflokk- urinn hefur verið að æfa í ákveðinn tíma og þróað ákveðna danskafla. Síðan fáum við drög að tónlistinni sem að við púsluðum saman við danskaflana og saman þróast þetta í dans- verkið Á vit …“ Á þeim tímapunkti segir Tinna að meðlimir GusGus hafi farið að koma og fylgjast með æfingum og í samráði við þá hafi verið ákveðið hvernig raða ætti verkinu saman og koma tónlistarmönnunum inn í senurnar. Meðlimir GusGus þau Daníel Ágúst, Urður, Högni og Stephan taka öll þátt í verkinu ásamt 9 dönsurum. Tinna segir að samstarfið hafi gengið mjög vel, margar mismunandi útgáfur hafi verið æfðar og nú viku fyrir frumsýningu séu þau að ná lendingu. „Það ríkir lýðræði innan hópsins, þarna koma saman ólíkir ein- staklingar með ólíkar skoðanir en allir fá að koma sínu á framfæri.“ Það leikur eflaust mörgum forvitni á að vita hverju áhorfendur mega eiga von á í þessu óhefðbundna verki. „Við í Dansflokknum er- um að notast við algjörlega nýja nálgun. Við erum vanari því að nýta sviðið í Borgarleikhúsi en Norðurljósasalinn er hægt að nýta á allt annan hátt en við höfum gert áður,“ segir Tinna leyndardómsfull. Óvænt samstarf Bak við tjöldin Texti: Heimir S. Guðmundsson heimirs@mbl.is Myndir: Styrmir K. Erwinsson styrmirkari@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.