SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 34
34 13. maí 2012 eigi það skilið miðað við sögu félagsins.“ Vilhelm Gauti, fyrirliðinn harðskeytti, er lærður tölvu- og upplýsingatækni- fræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem verkefnastjóri hjá Reiknistofu bankanna. Faðir hans, Bergsveinn Þórarinsson, var einn drengjanna sem stofnuðu Hand- knattleiksfélag Kópavogs árið 1970, og fyrirliðanum rennur því ekta HK-blóð í æðum eins og hinum. „Þetta var algjörlega geggjað,“ segir Vilhelm Gauti þegar Sunnudagsmogginn slær á þráðinn og spyr um sigurstundina. Hann ólst upp hjá móður sinni og fóst- urföður og bjó á Húsavík sem barn, þar sem þau voru með atvinnurekstur. Var í öllum íþróttum Íþróttir fönguðu snemma huga hans. „Ég var nánast í öllu sem hægt var; á veturna var ég oft í fjallinu á skíðum eftir skóla og fór svo seinni partinn niður í íþróttahús þar sem ég var í handbolta, fótbolta og badminton. Ég held ég hafi meira að segja verið í fimleikum um tíma.“ Vilhelm Gauti, sem er fæddur 1979, klæddist Völsungsbúningnum græna framan af ferlinum og lék þá m.a. með jaxlinum Guðlaugi Arnarssyni, sem síð- ustu ár hefur leikið með Akureyrarliðinu. HK-ingurinn flutti aftur suður eftir grunnskóla. Vildi snúa sér af krafti að handboltanum en Völsungur var ekki með lið í hans flokki. „Ég var fyrst eitt ár með HK, fór svo í Fram og var í Safamýrinni í nokkur ár. Varð m.a. Íslandsmeistari með 2. flokki, en kom svo aftur í HK.“ Hann segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á íþróttum og það ýtti undir áhug- ann á handbolta að pabbi hans hafði stundað þá grein á sínum tíma. „Ég fylgd- ist alltaf mikið með öllum okkar kempum í sjónvarpinu, og B-keppnin í Frakklandi 1989 var KEPPNIN að mér fannst.“ Atli Hilmarsson var átrúnaðargoð Vil- helms Gauta á þeim árum. „Það var eitt- hvað sem heillaði við mig sérstaklega við Atla. Kannski það að hann virtist geta flogið endalaust, þegar hann stökk upp! Atli eru líka mjög skemmtilegur karakt- er.“ Fyrirliði HK er sagður standa rækilega undir nafni. Er mikill leiðtogi og einn samherja hans hafði orð á því eftir að meistaratitillinn var í höfn að Vilhelm Gauti hefði haldið magnaðar ræður í búningsklefanum fyrir leiki. „Ég veit nú ekki hvort það er til ein- hvers að blása það út,“ segir hann, hóg- værðin uppmáluð þegar spurt er. „En ég hef gert það að vana mínum eftir að ég byrjaði í handboltanum aftur fyrir þrem- ur árum að ég hef talað við strákana í upphituninni úti á gólfi og við tölum líka saman inni í klefa.“ Hann tók við fyrirliðabandinu hjá HK í fyrra og ekki hefur dregið úr ræðuhöld- um síðan. „Þetta eru nú engar langlokur: ég vil bara aðeins kveikja í mönnum og skerpa á nokkrum hlutum. Svo er spurn- ing hvort það virkar á mannskapinn. Ef svo er finnst mér það frábært. Þetta er orðin ákveðin hefð og á meðan mér er ekki sagt að þegja held ég áfram!“ Svo þagnar hann um stund og bætir við: „Kannski þetta hafi skilað einhverju, svona eftir á að hyggja.“ Hætt í rúm tvö ár Vilhelm Gauti nefndi að hann hefði byrj- að aftur í handbolta fyrir þremur árum. Hann varð nefnilega að taka sér nokkuð langt frí vegna meiðsla. „Ég fór úr axlarlið og var lengi að rembast við að ná mér í gang. Eftir að ég byrjaði aftur fékk ég svo högg á vondan stað og varð að hætta og var alveg frá í rúmlega tvö ár.“ Hann segir afskaplega hvimleitt að vera frá vegna meiðsla „en ég þurfti hvíld. Það er mjög leiðigjarnt að vera stöðugt að glíma við meiðsli og komast aldrei almennilega í gang. Ég tók því al- veg rúmlega tvö keppnistímabil í hvíld; var þá meðal annars að þjálfa 2. flokkinn og varð einmitt Íslandsmeistari núna með sumum þeirra stráka og suma þeirra þjálfaði ég reyndar í 4. flokki líka á sínum tíma.“ Fyrir einum þremur árum fékk Vil- helm Gauti svo hringingu frá þjálfara meistaraflokksins. „Gunni Magg hringdi í mig um sumarið og sagðist vanta ein- Kynslóðirnar kættust! Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, fagnar Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfirði ásamt Þorsteini Einarssyni, sem lengi var formaður HK. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ósvikin gleði braust út meðal stuðningsmanna HK þegar fyrsti meistaratitillinn var í höfn. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Fólkið í stúkunni stóð sig frábærlega í úrslitakeppninni. Það var eins og við værum á heimavelli í öllum sex leikj- unum; okkar fólk átti hreinlega stúkuna, hvort sem var heima í Digranesi eða í Hafnarfirði,“ segir Vilhelm Gauti Berg- sveinsson, fyrirliði Íslandsmeistaranna. „Stuðningsmannaklúbburinn Binna- menn fékk netta áskorun um að mæta aftur til leiks og sá hópur vaknaði heldur betur og tók þátt með þeim sem fyrir voru. HK-fjölskyldan er stór og mér hefur alltaf fundist að þegar mikilvægir leikir eru á dagskrá komi mikill hópur saman og styðji okkur ótrúlega vel. Maður hefur oft fengið gæsahúð í 60 mínútur þess vegna – en í leikjunum á móti FH var maður með gæsahúð í 180 mínútur. Fyrir það vil ég þakka stuðningsmönnum okk- ar kærlega.“ Fyrirliðinn segir ástæðu til þess að þakka mörgum en nefnir einn mann sér- staklega. „Ég held að Gunnar liðsstjóri sé búinn að starfa með liðinu í 20 ár; þetta var því stór stund fyrir hann og mér fannst frábært að geta fært honum tit- ilinn, loksins. Hann sér um öll búninga- mál, mætir í hvern einasta leik og oft á æfingar á milli leikja til þess að fylgjast. Menn eins og hann eru hverju félagi rosalega dýrmætir; Gunnsi er góður liðs- maður og algjör gullmoli.“ Fyrirliðinn segir tæplega þriggja vikna hlé fyrir úrslitakeppnina hafa nýst HK vel. Liðið hafði æft af miklum krafti og mest áhersla lögð á hraðann. „Við vorum ákveðnir að „keyra“ á Haukana eins og við gætum; að taka hraða miðju eftir hvert einasta mark þeirra og reyna að beita hraðaupphlaupum eins og við gæt- um en fækka í staðinn uppstilltum sókn- um, því þær eyða svo miklu bensíni …“ „Eins og við værum á heimavelli í öllum sex leikjum úrslitakeppninnar“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.