SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 18
18 13. maí 2012 Hressist strax á Esjumelum Halla og Guðmundur hófu búskap í Ytri- Fagradal árið 1989 ásamt foreldrum hennar. „Ég fór austur á Egilsstaði í nám og hafði engin áform um að taka við býl- inu. Það fór á annan veg,“ upplýsir Halla en sér síður en svo eftir því í dag. Frá 2001 hafa þau verið ein með býlið. En hvaðan ætli Guðmundur sé? „Úr Kópavogi,“ segir hann í hálfum hljóðum. Og þar er gott að búa, segir sagan. „Ég læt það nú alveg vera,“ segir Guðmundur og hækkar róminn. „Ég hef sama og ekk- ert að sækja suður lengur. Neyðist ég til að fara í bæinn reyni ég að vera fljótur að útrétta og drífa mig heim aftur. Strax og ég er kominn upp á Esjumela fer mér að líða betur.“ Rætur Guðmundar liggja vestur á fjörðum en hann fór ungur í sveit í Dýra- firði á sumrin og fann fljótt hvað átti fyrir honum að liggja. „Ég byrjaði að keyra dráttarvélar sex ára í Dýrafirði,“ rifjar Guðmundur upp, dreyminn. Um tíma voru fjórar kynslóðir í Ytri- Fagradal. Föðurforeldrar Höllu, Borg- hildur Sigríður Guðjónsdóttir (1901-95) og Lárus Hall Alexandersson (1897- 1995), bjuggu þar fyrstu árin sem þau Guðmundur stunduðu búskap. Fann muninn á lyktinni Halla og Guðmundur voru fyrst með holdanaut til kjötframleiðslu en sneru sér fljótlega alfarið að sauðfénu. Á síðustu árum hafa þau verið að prófa sig áfram með nýja aðferð við sauðfjárrækt sem er í því fólgin að beita lömbum á hvönn. Til- gangur heimsóknarinnar er að fræðast um það ágæta verkefni. Hugmyndina fékk Halla þegar hún var að vinna í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi fyrir nokkrum árum. Þar komu inn fáein lömb sem beitt hafði verið á hvönn og Halla fann strax muninn á lyktinni. „Ég mundi eftir því sem barn að lömbum var stundum beitt á hvönn í eyjunum hérna á Breiðafirðinum og fór að velta fyrir mér hvort þetta gæti ekki verið sniðugt, öðr- um þræði til að skapa okkur sérstöðu en hinu er heldur ekki að leyna að innleggið sem við vorum að fá á þessum tíma, 345 krónur á kílóið, var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Eiginlega bara hungurlús.“ Hún setti sig í samband við Eirík Blön- dal hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Óla Þór Hilmarsson hjá Matís og fékk strax mikla hvatningu frá þeim. Árið 2007 hófu Halla og Guðmundur síðan formlegt samstarf við landbúnaðarhá- skólann, Búnaðarsamtök Vesturlands og Matís. „Við skrifuðum reyndar undir samninginn 1. apríl, sem okkur þótti ekki alveg nógu traustvekjandi, en það hefur ekki komið að sök,“ segir Halla sposk á svipinn. Nóg að beita í þrjár vikur Beitt hefur verið á eyju sem tilheyrir Ak- ureyjaklasanum, úti fyrir Skarðsströnd- inni, en þar er enginn hörgull á hvönn. Fyrst voru lömbin höfð þar í þrjár vikur og hluti þeirra síðan í aðrar þrjár vikur. Niðurstaðan úr þeirri tilraun var sú að fjórar vikur væru ákjósanlegur tími. Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri hjá Matís, og hans fólk hafa stundað rannsóknir á lambi í mörg ár og voru í samstarfi við Höllu og Guðmund vegna rannsókna á hvannalambinu. Það sem kom rannsak- endum á óvart var sú staðreynd að aðeins þarf að ala lambið í þrjár vikur á hvönn til þess að sérstaðan skili sér til fulls í bragðinu. Halla segir fráfærurnar alltaf erfiðar en á móti komi að lömbin gleymi sorginni fljótt úti í Akureyjum enda séu þau afar sólgin í hvönnina. Það staðfesta vísindin en í fyrra var meðalþyngd hvannarlamb- anna rúm 19 kg meðan hin lömbin á bænum voru að jafnaði um 15 kg. Um þrjátíu lömb hafa verið í hverjum hópi sem beitt hefur verið á hvönn. Fyrsta hópnum var slátrað í Borgarnesi en síðan á Hvammstanga og Halla gerir ráð fyrir að næsti hópur fari á Blönduós. Lífræn vottun á þessu ári Þess má geta að Ytri-Fagridalur er líka í vottunarferli hjá vottunarstofunni Túni og vonast Halla til að því ljúki með vott- un síðar á þessu ári. Þaðan í frá geta þau státað af lífrænni framleiðslu. Það hefur ekki einungis þýðingu fyrir gæði kjötsins heldur fá Halla og Guðmundur líka 20% hærra verð fyrir það. Lífræn vottun tryggir ekki bara gæði kjötsins, heldur felur hún einnig í sér gæðastýringu og dýravernd heima fyrir, það er að segja að meðferðin á lömb- unum uppfylli ýtrustu skilyrði. „Það eru alltaf fleiri og fleiri neytendur sem velta þessu fyrir sér. Þess vegna hefur verk- efninu „Beint frá býli“ einmitt vaxið fiskur um hrygg,“ segir Halla. Til að uppfylla skilyrði um vottun þurftu bændurnir á Ytri-Fagradal að fækka fé sínu úr 650 í 550 en skýrt ákvæði er um rýmri húsakost, auk þess sem setja þarf féð út eins oft og við verð- ur komið. Þá kallar vottunin á meiri hey- skap. Bændur fá u.þ.b. 550 krónur fyrir kg af venjulegu lambakjöti um þessar mundir en Halla rukkar á bilinu tvö til þrjú þús- und krónur fyrir kg af hvannarlambinu. „Við höfum mikið fyrir þessu kjöti og menn hafa hvatt okkur til að rukka í samræmi við það. Bragðprófanir hafa líka staðfest sérstöðu kjötsins og fjöldinn all- ur af fólki er reiðubúinn að borga hærra verð fyrir gæði.“ Kunna illa við sig á sjó Flutningur lambanna út í eyjarnar með gúmmíbáti er talsvert flókinn og oft og tíðum skrautlegur, að sögn Höllu, enda kann sauðfé, eins og gefur að skilja, hreint ekki vel við sig á legi. „Lömb- unum verður alls konar við þegar þau Siglt með holdug lömbin heim á Skarðsströnd úr Akureyjum. Hrefna Frigg Guðmundsdóttir gefur ánum hey heima við fjárhúsin í Ytri-Fagradal. Faðir hennar, Guðmundur K. Gíslason stendur hjá. Lömbin kunna vel við sig í hvönninni og dafna afar vel.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.