SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 8
8 13. maí 2012 Bernard Manin, prófessor í stjórn- málafræði við Ecole des Hautes Etu- des en Sciences Sociales og New York University, fjallaði um tvö tilvik þar sem stjórnmálamenn hefðu verið dregnir fyrir dóm í Evrópu, Landsdóms- málið gegn Geir H. Haarde og rétt- arhöldin í Frakklandi yfir Laurent Fa- bius, fyrrverandi forsætisráðherra, og tveimur ráðherrum öðrum 1999 vegna blóðgjafahneykslisins á níunda ára- tugnum þegar mörg hundruð manns var gefið HIV-smitað blóð. Fabius var sýknaður af ásökunum um morð af gá- leysi, en ráðherrarnir sakfelldir. Manin ræddi meðal annars um vanda þess að draga opin, pólitísk hugtök eins og vanrækslu inn í sakamál, sem byggð- ust á nákvæmum skilgreiningum. Samanburður sakamála Laurent Fabius á leið í rétt- arsal í febrúar 1999. AFP Hvernig á að fullnægja réttlæti í þjóð-félagi, sem gengur í gegnum um-breytingar eftir áföll, hrun, einræði ogmannréttindabrot? Við þessa spurn- ingu glímdu fyrirlesarar í pallborði á þriggja daga ráðstefnu, sem nú stendur yfir á vegum Eddu – öndvegisseturs í Háskóla Íslands. Ruti Teitel, prófessor við New York Law School, er frá Argentínu og byrjaði að fylgjast með hinni réttarfarslegu glímu við fortíðina í heimalandi sínu, Argentínu, seint á níunda áratugnum. Hún talaði um þrjú skeið í þessum efnum og byrjaði á Nürnberg-réttarhöldunum þegar forustumenn nasista voru dregnir fyrir dóm eftir heimsstyrj- öldina síðari. Þá hefði árherslan fremur verið á stríð og hernám, en glæpi gegn mannkyni eins og nú. Annað skeiðið hefði verið í kjölfar kalda stríðsins og þar setti hún í einn hóp ríki Suður- Ameríku, Austur-Evrópu og Afríku vegna þess að þrátt fyrir að margt hefði verið ólíkt með löndum í þessum álfum hefði valdakerfi stórveldanna tveggja verið mótandi afl. Þegar sá heimur hrundi var ekki um að ræða réttlæti sigurvegaranna eins og í Nürnberg. Það komi fram í því að fremur sé hugsað um endurreisn, lækningu og skrásetningu en að rétta fyrir glæpi. Fyrir vikið komi 30 ára gömul mál nú fram að nýju. Þriðja stigið nefnir hún hnattvætt réttlæti á tím- um umbreytinga. Hætt sé að hugsa um mál af þessum toga sem réttarfarslegar undantekningar og sérstakir dómstólar hverfi ekki úr sögunni eins og Bosnía beri vitni. Annað dæmi sé Afganistan þar sem átök séu viðvarandi og ekki hægt að tala um réttlæti að þeim loknum. Þá hafi átt sér stað ákveðin „einkavæðing“ þar sem hið borgaralega samfélag leiðir í kröfunni um ábyrgð og þar geta ýmsir aðilar aðrir en stjórnvald, bæði innlendir og alþjóðlegir, átt hlut að máli. Teitel sagði að í þessum efnum væri yfirleitt tal- að um togstreituna á milli þess að ná fram friði og réttlæti. Hún kvaðst telja að sannleikurinn væri þriðja víddin í þessu sambandi. „Sannleikurinn er ein af dyggðum réttlætisins,“ sagði hún. Þegar aðskilnaðarstefnan var afnumin í Suður- Afríku var stofnuð sannleiksnefnd og þeir sem ját- uðu glæpi sína fyrir henni fengu uppgefnar sakir. Lucy Allais, lektor í heimspeki við University of Sussex og University of the Witwatersrand, sagði að með þessari aðferð hefði ætlunin verið að ná fram „uppbyggilegu“ réttlæti fremur en því rétt- læti, sem fælist í „maklegum málagjöldum“ eða endurgjaldi. Allais rakti galla þess að fara hina uppbyggilegu leið, sem í raun dygði ekki til að staðfesta sekt með réttarfarslegum hætti. Hún kvaðst hins vegar telja að sannleiksnefndarleiðin hefði með sínum hætti leitt til maklegra mála- gjalda. Ef menn hefðu verið dregnir fyrir dóm hefði mörgum fótgönguliðum verið refsað, en for- sprakkarnir sloppið. Í vitnaleiðslunum fyrir sann- leiksnefndinni hefði sök manna á borð við P.W. Botha verið staðfest án þess hann bæri nokkru sinni vitni. Ef sakaruppgjöf hefði veri skilyrði fyrir því að draga ógnarverkin fram í smáatriðum hefði það verið forsendan fyrir því að fordæma þá og mannúðlegra að leyfa fórnarlömbunum að bera vitni utan fjandsamlegs réttarsalar. Uppgjör Spánverja við borgarastyrjöldina og valdatíma Francescos Francos hefur verið með allt öðrum hætti. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, lektor í samanburðarbókmenntum við Háskóla Ís- lands, fjallaði um þögnina, sem ríkti þar til Franco lést, birtingarmynd uppgjörsins við fortíðina í bókmenntum og listum og hvernig nú er verið að afhjúpa glæpi, sem framdir voru fyrir mörgum áratugunum á meðan vitnunum fækkar jafnt og þétt. Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sagði að nokkuð væri til í því, sem haldið væri fram að hrunið væri ýkt, enda væri Ísland ekki á umbreytingarskeiði frá einræði til lýðræðis. Hér hefði þó orðið rof við hrunið og ýmis einkenni slíks umbreytingaskeiðs að finna í tilraunum til að gera upp við fortíðina. Jarðneskar leifar 125 manna, sem teknir voru af lífi milli 1937 og 1949 í borgarastyrjöldinni á Spáni, voru grafnar upp úr fjöldagröf í Teba nærri Malaga í lok mars. Réttlæti á tímum umbreytinga Þegar leita þarf réttlætis, sannleika og friðar samtímis Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is AFP EDDA – öndvegissetur við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ray- mond Aron Center for Sociological and Political Studies (CESPRA) við Institute of Advanced Studies in the Social Sciences í Paris(EHESS), standa að ráðstefnunni sem ber enska heitið In/Equalities, Democracy, and the Politics of Transition og snýst um lýðræði, samfélagsáföll og pólitísk um- breytingaskeið. Ráðstefnan fer fram í stofu 132 í Öskju og verð- ur fjallað um pólitíska menningu og hvernig sagan er sögð í pall- borði milli 10 og 12 og hvort aukið lýðræði sé rétta viðbragðið við kreppu og áföllum milli 13.15 og 15.15. Er aukið lýðræði rétta viðbragðið við kreppu? Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.