SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 43
13. maí 2012 43 Long og Marinu Abramovic. Hreini var einnig boðið að setja upp verk í garðinum og þá kom hann með hugmyndina að Öðru húsi. „Það er þetta fyrsta hús viðsnúið og komið með heiminn inn í sig,“ segir hann og líkir því við fisk sem hefur synt um heimshöfin með kjaftinn opinn og gleypt allt mögulegt og þar á meðal sína eigin sögu. Inni í þessu húsi sem reis á Bre- tagne-skaga eru auk loftsteinsins og vír- útgáfunnar af fyrsta húsinu nokkrar ljós- myndir sem sýna það í hrauninu. „Húsið var búið að vera úthverft en varð þarna innhverft, og þá mátti það í raun og veru fara heim. Það þurfti ekki lengur skilrúmin heldur gat farið heim á hólinn sinn sem þrívíddarteikning,“ seg- ir Hreinn og þannig reis húsið á gamla hólnum í fyrrasumar. Voru leifar fyrsta hússins fjarlægðar til að koma því fyrir. „Gamla húsið hafði staðið lengur en nokkur bjóst við.Ég heimsótti það bara einu sinni, einhverntímann eftir 2000, en það gaf sig ekki fyrr en settur var þarna upp skotskáli fyrir skyttur sem höfðu byssuleyfi og þær skutu á allt, kvikt og kyrrt. Mestu spjöllin á húsinu voru því ekki eftir unglinga heldur voru unnin af rígfullorðnum mönnum á fínum jeppum. Húsið var orðið óhrjálegt síðast þegar ég sá það.“ Ekkert úti eða inni lengur Þegar Hreinn er spurður út í staðarvalið fyrir upphaflega húsið, segir hann að hugmyndina að verkinu hafi hann fengið árið 1973 og árið eftir hélt hann til Íslands að framkvæma það. „Á þessum árum átti maður ekki pening fyrir nokkrum sköp- uðum hlut og ég þurfti að slá lán því þetta kostaði svolítið,“ segir Hreinn sem fékk gamlan kunninga, sem var smiður, til að aðstoða sig. „Hann hjálpaði mér að rissa húsið upp og meta hvað þyrfti af efni og svo þurfti að finna stað sem væri utan alfaraleiðar en heldur ekki mjög langt í burtu. Mér fannst skilyrði að ekki væru önnur mannvirki sjáanleg nærri. Við ókum út á Reykjanes, beygðum inn einhvern afleggjara og gengum út í hraun. Allt í einu stóðum við á barminum á þessu jarðfalli sem er sérkennilegt og flott, með þennan hól á botninum. Við litum hvor á annan og vissum að við höfðum rambað á staðinn.“ Og húsið var reist á staðnum. „Stærðin miðaðist við það að nægilegt rými væri fyrir einn mann; fyrir rúm, borð og stól og að hægt væri að standa uppréttur í miðju hús- inu.“ Þriðja húsinu líkir Hreinn við þriðja kafla í sögu. „Nú er ekkert úti eða inni lengur. Það er hægt að sjá gegnum húsið og ganga gegnum það, í eðli sínu er það meira spurningarmerki en hin fyrri. Þetta hús gefur ekki út neina yfirlýs- ingu. Nú getur vel verið að þessari sögu sé að ljúka. Ég veit ekki hver verður framtíð þessa húss, þó það sé úr varanlegu efni kemur það til með að veðrast og ryðga hægt og rólega og mun þá renna saman við umhverfið. Ég hugsa að það verði síð- an matsatriði hvort sögunni eigi að ljúka á því að ekkert hús standi eftir á hólnum, það má alveg hverfa á braut, en þá ætti hóllinn að standa eftir friðaður,“ segir Hreinn. Hvað sem verður um húsið að lokum þá eru verkin sjálf ljósmyndirnar sem sjá má í Hafnarborg og jafnframt kemur út myndarleg bók með þeim sem Crymogea gefur út í samstarfi við Hafnarborg. ’ Húsið var búið að vera úthverft en varð þarna innhverft, og þá mátti það í raun og veru fara heim. Það þurfti ekki lengur skilrúmin heldur gat farið heim á hólinn sinn sem þrívíddarteikning Fyrsta húsið reis sumarið 1974 á hólnum í hrauninu skammt frá Hafnarfirði. Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður. Morgunblaðið/Einar Falur Annað hús Hreins stendur í skúlptúrgarði á Bretagne-skaga í Frakklandi. Þriðja húsið á sama stað og það fyrsta reis fyrir 38 árum. Húsið er úr stáli og segir Hreinn það vera einskonar þrívíddarteikningu. rammgert kjarnorkubyrgi. „Ég rifja það líka upp að Davíð Stefánsson skáld skilaði bögglum inn til Héraðsskjalasafns Akur- eyrar með þeim fyrirmælum að ekki mætti opna þá fyrr en 2250, nema kjarn- orkuárás yrði gerð á landið, og líka þegar Ragnar Arnalds gerði leikþátt fyrir menntaskólanema þar sem þulir út- varpsins og eftirhermur sögðu frá kjarn- orkuárás á landið og ollu ofboðslegri skelfingu meðal nemenda, sem líkt og aðrir lifðu alla daga í andrúmi hins hel- kalda stríðs.“ Í bókinni segir Sigurður Bogi frá fólksflutningum til Ástralíu og Svíþjóðar á sjöunda áratug síðustu aldar, frá þorskastríðum, hruni Sambandsins og Suðurlandsskjálftanum 2008, svo dæmi séu tekin. Hann segist velja efni með það í huga að það hafi skírskotun til samtím- ans og nefnir sem dæmi frásögn sína af því er fjölmargir Íslendingar fluttust bú- ferlum til Ástralíu og Svíþjóðar – í harðri efnahagskreppu sem þá var á Íslandi. „Ástralíufararnir lifðu örlagasögu, enda voru fæstir með þá menntun og starfs- reynslu að þeir gætu tínt rúsínur úr skónum eins og sumir kannski væntu.“ Annað dæmi nefnir hann sem varpar ljósi á hugsunarhátt hér á landi á seinni hluta síðustu aldar, „en það var þegar hingað komu víetnamskir flóttamenn 1979 og íslenskt þjóðfélag logaði af deil- um. Þetta þótti mér svo merkilegt þegar ég var barn að þegar ég kom til Reykja- víkur átta ára gamall langaði mig mikið að komast vestur í bæ til þess að sjá Víet- namana. Engum þætti slíkt markvert í dag. En svona var þetta árið 1979 og það að ég skrifi um þetta meira en þrjátíu ár- um síðar sýnir glöggt að gerjunartími við að skrifa svona bók er áratugir“. Sigurður Bogi byggir bækurnar á viðtölum og víðtækri heimildasöfnum í blöðum og bókum, en hann segir að til- koma vefjarins timarit.is hafi breytt miklu fyrir slík skrif, það sé óhætt að segja að hann bjóði upp á ævintýralega heimildaleit. Af ofangreindu má og ráða að hann vill helst segja sögur af fólki og þá ekki endilega af fyrirmennum; „sögu fólksins í víðu samhengi“ eins og hann orðar það. „Í mínu starfi sem blaðamaður í rúmlega tuttugu ár hefur mér alltaf þótt skemmtilegast að segja sögur og skrifa fréttir út frá sjónarhorni fólksins, frá sjónarhorni almennings. Litlu fréttirnar segja okkur í bráð og lengd líklega mest um þróun samfélagsins, en ekki endilega þær stóru sem svo eru kallaðar.“ Siguður Bogi Sævarsson vill helst segja sögur af fólki og þá ekki endilega af fyrirmennum; „sögu fólksins í víðu samhengi“ eins og hann orðar það. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.