SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 35
13. maí 2012 35 hverja vigt í varnarleikinn; hann hefur líklega meint smá þyngd, því ég var orð- inn ansi þéttur í þeim tíma. Ég ákvað að slá til og byrja aftur, og sé ekki eftir því.“ Fyrirliðinn talar á svip- uðum nótum og þjálfarinn um sigurstundina. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður ná- kvæmlega þá. Það verður geðveikislega mikið spennufall og brýst út í manni ofboðsleg gleði.“ Fyrstu sekúndurnar eftir að flautað var til leiksloka í þriðju og síðustu úr- slitaviðureigninni við FH í Hafnarfirði segist hann hafi verið eins og smákrakki á hliðarlínunni. „Ég réð varla við mig en svo tók ofboðslegur fögnuður við; allt sem maður var búinn að leggja á sig í gegnum tíðina var undirbúningur fyrir þetta augnablik.“ Þetta var langþráð stund. „Á hverju ári, þegar ég sá einhvern annan lyfta Íslandsbikarnum, ímyndaði ég mér hvernig það væri að vera í þeim sporum. En þegar þetta kom í minn hlut áttaði ég mig á því hve tilfinningin er sérstök; ímyndunin var ekki nálægt því hvernig það er í raun og veru. Það er varla að ég sé búinn að melta þetta enn,“ sagði fyrirliðinn í vikunni, nokkrum dögum eftir að hann hóf bik- arinn á loft. Mjög einbeittir Óhætt er að segja að HK-ingar hafi skriðið inn í úrslitakeppnina að þessu sinni. Keppnin var svo jöfn að það var ekki fyrr en í lokaumferð deild- arkeppninnar sem þeir tryggðu sér sæt- ið „en samt var þetta svo jafnt að við vorum bara fimm stigum á eftir toppliði Hauka. Fimm lið voru í dauðafæri á að komast inn í fjögurra liða úrslitakeppni og jafnvel verið að berjast um heima- leikjaréttinn fram á síðustu stundu.“ HK-ingar byrjuðu á því að slá deild- armeistara Hauka út í þremur leikjum, 3:0, og voru þar með komnir í úrslit. Og Íslandsmeistarar FH fengu sömu útreið! Ótrúlegt, en satt. „Mað- ur fer auðvitað ekki af stað með þetta í huga; það er í raun ekki einu sinni hægt að láta sig dreyma um svona lagað, en við ætluðum okkar sannarlega að verða Ís- landsmeistarar. Við töl- uðum um það í fjöl- miðlum á milli leikja að við tækjum bara einn leik fyrir í einu. Það var oft sagt, hugur fylgir ekki alltaf máli en við vorum mjög einbeittir í þessu.“ Fyrirliði HK segir margt hafa gert það mögulegt að liðið náði þeim góða árangri sem raun ber vitni. „Bæði líkamlegir og andlegir þættir skipta máli. Þjálfararnir eru snillingar í andlega þættinum og leikgreiningu, Haukur [Már Sveinsson] sjúkraþjálfari sá um styrktaræfingur og gerði það ofboðslega vel, enda lentum við nánast ekkert í meiðslum. Hann lét okkur gera mikið af fyrirbyggjandi æf- ingum og það skilaði sér þannig að við vorum í baráttu um alla titla í vetur.“ Hann fer líka fögrum orðum um sam- herjana, eins og nærri má geta, ekki síst þá ungu. „Tandri [Már Konráðsson] er bara 21 árs og fleiri ungir menn eins og Bjarki Már og Atli léku stór hlutverk. Þeir eru ungir en sýndu mikinn þroska sem leikmenn með frammistöðu sinni.“ Að ekki sé talað um markmennina. Vendipunktur Vilhelm Gauti segir tap fyrir Fram í und- anúrslitum bikarkeppninnar hafa verið ákveðinn vendipunkt hjá HK-ingum í vetur. „Það var mikið áfall. Við duttum út með eftirminnilegum hætti; Fram gerði sigurmarkið úr aukakasti eftir að leiktíminn var búinn og við það kom upp gríðarlegt hungur í mannskapinn. Eftir svona leiki koma orðin ef og hefði mikið upp í hugann og við vorum ákveðnir í því að láta það ekki koma fyr- ir aftur. Við ákváðum að gefa okkur alla í verkefnið framundan; það má segja að hungrið í sigur hafi magnast upp við þetta tap.“ ’ Mig hefur dreymt um það, síðan ég fór að þjálfa, að ég yrði þjálfarinn sem færði félaginu fyrsta Íslands- meistaratitilinn. Ólafur Bjarki Ragnarsson var kjörinn bæði besti sókn- armaðurinn og besti leik- maður Íslandsmótsins í fyrra og engum kæmi á óvart þótt hann yrði aftur fyrir valinu í kvöld, þegar lokahóf Hand- knattleikssambands Íslands fer fram. Þessi 23 ára gamla stór- skytta er uppalin í HK. Hann var líka efnilegur í knatt- spyrnu og mjög liðtækur í golfi og margir virðast hafa reiknað því að hann veldi jafnvel síðastnefndu grein- ina. „Ég er stundum spurður að því hvernig standi á því að pabbi hafi leyft mér að fara í handboltann!“ segir Ólafur Bjarki og hlær í samtali við Sunnudagsmoggann. Faðir hans er reyndar gamall handboltamaður í HK, en þekktari fyrir afrek á sviði. Ragn- ar Ólafsson er einn snjallasti kylfingur landsins í gegnum árin, fyrrverandi Íslandsmeistari, og um tíma landsliðsveinvaldur. „Ég get alveg sveiflað,“ segir handboltahetjan þegar golfið ber á góma, en hann segir aldrei hafa komið til greina að það yrði hans aðalgrein. „Ég var ekki nógu þolinmóður til að vera í golfinu; vildi vera í meiri bardaga en er reyndar farinn að róast núna. Fjöl- skyldan er mikið í golfi og ég dreg örugglega fram kylfurnar eftir að ég legg handboltaskóna á hilluna.“ Þakka mömmu fyrir að ég er enn í handbolta Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ólafur Bjarki þegar reynt fyrir sér sem handboltamaður í útlandinu. Hann var í einn vetur hjá Ahlener SG í Þýskalandi, en varð reyndar fyrir því óláni að brjóta þumalfingur og var því frá æfingum og keppni í nokkra mánuði. Sá því þann kost vænstan að koma heim aftur og er nú að ljúka öðru keppn- istímabilinu með HK eftir heimkomuna. En það er ekkert launung- armál að hugurinn stefnir út á ný. Eðlilega, enda er Ólafur Bjarki kominn í landsliðið og á fullt erindi í atvinnumennsku. Umboðs- maðurinn vinnur í þeim málum þessa dagana. Ólafur Bjarki byrjaði að æfa fótbolta fimm ára og var að alveg upp í 2. flokk. „Liðið var mjög gott,“ svarar Ólafur hógvær þegar blaðamaður segist hafa heyrt að hann hafi þótt mjög efnilegur. „Við urðum Íslandsmeistarar í einhverjum yngri flokknum og Shellmótsmeistarar.“ Hann hóf að iðka handbolta 10 eða 11 ára. „Ég verð eiginlega að þakka mömmu fyrir að ég skuli enn vera í handbolta. Hend- urnar á mér fóru illa af boltanum þegar ég var strákur, það blæddi úr þeim og húðin sprakk einhverra hluta vegna. Ég var svo pjatt- aður að ég vildi ekki bera neitt krem á hendurnar en mamma bjargaði mér með því að bera á mig eftir að ég var sfonaður. Hún gerði það í heilt ár eða meira; það er aldrei að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki borið á mig kremið.“ Handknattleikshreyfingin stendur í þakkarskuld við Hólmfríði J. Guðmundsdóttur! Og reyndar ekki bara fyrir Ólaf. Þess má geta til gamans að tvíburasystir hans, Ólöf Kolbrún, er markvörður með HK og á að baki 11 leiki með A-landsliðinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson Morgunblaðið/Ómar Leyfir pabbi þinn þér að vera í handbolta? : Eurovision 2012 SÉRB LA Ð –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Eurovision þriðjudaginn 22. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 14, fimmtudaginn 16. maí. Þetta er blað sem lesendur hafa við hendina 22., 24. og 26. maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. Magnús Gíslason var fyrsti formaður HK, sem átta 12 ára strákar stofnuðu 1970. Þeir voru svo ungir að foreldrar urðu að setjast í stjórn með drengjunum til þess að hægt yrði að stofna löglegt félag! Flestir strákanna æfðu fótbolta með Breiðabliki; fótbolti var þá „sumaríþrótt“ og strákana langaði að æfa handbolta á veturna. Fyrsti formaður var Magnús Gíslason, og á úrklippunni hér að ofan er sagt frá heimsókn þeirra Hilmars Sigurgíslasonar á ritstjórn- arskrifstofu Vísis. Besti handboltamaður Íslands, Geir Hallsteinsson, hafði komið á æfingu hjá þeim fé- lögum. Þeim fannst hann ekki þruma nógu mikið … Tólf ára strákar stofnuðu félagið

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.