SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 4
4 13. maí 2012 „Alþingi ályktar að fela mennta- málaráðherra að skipa starfshóp til að útfæra hugmyndir um al- þjóðlegt skáksetur í Reykjavík sem helgað yrði skákafrekum stór- meistaranna Friðriks Ólafssonar annars vegar og Bobbys Fischers hins vegar.“ Þannig hljóðaði þingsályktun sem samþykkt var samhljóða á Al- þingi 30. maí árið 2008. „Við ætl- uðum að stofna hér skáksetur um stórmeistarana Fischer og Friðrik,“ segir Guðni Ágústsson, sem var að- alflutningsmaður tillögunnar. „Fischer hvílir í moldu í Laug- ardælum og þar er gamla lækn- ishúsið frá 1894 tilbúið undir setr- ið. Þar gætu menn nálgast allt um þennan snilling, sögu hans í máli, munum, myndum og bókum. Þetta hefði fjármagnað sig sjálft með framlögum að utan og hér heima, en Vinstri grænir eru á móti peningum. Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra skipaði ekki nefnd, heldur setti málið bara inn í dæmalausan hrærigraut eins og það væri ekki nógu merkilegt.“ Hvað varð um skáksetrið? Friðrik Ólafsson heilsar Guðna Ágústssyni þingmanni á minningarathöfn um Fischer í Þjóðmenningarhúsinu. Borís Spasskí er í forgrunni. Morgunblaðið/Ómar Nokkur umræða hefur spunnist um fyrirhugaðuppboð á skákmunum úr eigu Páls Jónssonarí Polaris hjá uppboðshaldaranum BruunRasmussen í Kaupmannahöfn, en ráðgert er að það fari fram 14. júní. Nokkrir af þeim munum sem boðnir verða upp tengjast einvígi aldarinnar á milli þeirra Fischers og Spasskís. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Ástæðan fyrir því að uppboðið veldur áhyggjum innan skákhreyfingarinnar er að þetta er í annað skipti á fáum árum sem munir eru boðnir upp, sem sagðir eru tengjast einvíginu með beinum hætti. Fyrst taflmenn, nú taflplata Í fyrra seldi Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, taflmenn sem munu hafa verið notaðir í þriðju skákinni ásamt áritaðri taflplötu á uppboði í New York á tæpar átta milljónir, en Skák- samband Íslands hafði fært honum þá í afmælisgjöf árið 1972. Hærri upphæðir eru í húfi að þessu sinni, enda seld skákplata sem sögð er hafa verið notuð í 7. til 21. einvíg- isskákinni og sérsmíðað skákborð eða umgjörð um hana, sem er nákvæm eftirlíking af því sem notað var í einvíg- inu. Þá eru seldir Staunton-taflmenn, sem sagðir eru varasett úr sjálfu einvíginu, og Garde-skákklukka, sem upphaflega var sögð tengjast því, en það hefur verið leið- rétt hjá uppboðshaldaranum, enda er hún fengin síðar hjá Skáksambandinu. Að sögn Páls er um að kenna mis- skilningi hjá uppboðshaldaranum. Saman eru skákmun- irnir metnir á 27 til 40 milljónir króna. Nú hefur Skáksambandið skipað nefnd til þess að rann- saka hvað varð um muni tengda einvíginu, hvernig sölu og varðveislu á þeim var háttað í kjölfar einvígisins og kortleggja hvar þeir eru niður komnir. Í henni eru Brynjar Níelsson lögmaður, Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands, og Helgi Ólafsson stórmeistari. Skákplatan úr einvíginu? Önnur ástæða er fyrir því að kurr hefur verið innan skák- hreyfingarinnar vegna uppboðsins. Ekki eru allir sann- færðir um að taflplatan hafi í raun verið notuð í einvíginu eða að taflmennirnir hafi verið varasett. Páll hefur lýst því yfir að þeir hafi fylgt borðinu frá upphafi, en aðrir segja að það sanni ekkert til eða frá um hvort þeir tengist einvíg- inu í raun. Þá hefur Ásdís Bragadóttir, framkvæmdastjóri Skák- sambands Íslands, sagt að sinn skilningur hafi ætíð verið sá að taflborðið sem notað var í 7. til 21. einvígisskák- unum og líklega þeirri þriðju líka sé í vörslu Skák- sambandsins. „Þráinn Guðmundsson [fyrrverandi for- seti Skáksambandsins] kom með áritað taflborð, sem hann hafði fengið gefins eins og fleiri, og vildi skila því. Um leið sagði hann mér að borðið sem notað hefði verið í einvíginu væri niðri í Skáksambandi og væri ekki áritað. Það borð er aðeins frábrugðið þeim sem voru gefin, sléttara og annar viður í því, þannig að ég hefði haldið að hægt væri að sjá þetta á gömlum myndum.“ Á móti er því teflt fram að í skjölum sem Sverrir Krist- insson fasteignasali hefur undir höndum, komi skýrt fram að taflplatan sem notuð var í einvíginu hafi átt að fylgja skákborðunum þegar átti að selja þau í fjáröfl- unarskyni fyrir Skáksambandið á sínum tíma – en þá varð niðurstaðan sú að Páll keypti borðin. Ljóst er að í þeim bréfaskrifum, þar á meðal til Írans- keisara, var taflplatan úr einvíginu sögð árituð af Fischer og Spasskí. Jafnframt liggur fyrir skjalfest að söluferlið var í beinu samráði við Þráin. Og það kemur heim og saman við orð Páls sem segist ætíð hafa staðið í þeirri trú, og aldrei haft ástæðu til að ætla annað, en að hann hafi keypt taflplötuna úr einvíginu. Í öllu falli er málið komið í farveg hjá Skáksamband- inu. „Það er gott mál að skipa nefnd þar sem farið er ofan í saumana á málinu,“ segir Helgi Ólafsson. „Það er mín afstaða.“ Kurr vegna uppboðs í Kaupmannahöfn Bobby Fischer og Borís Spasskí í heimsmeistaraeinvíginu í skák árið 1972. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fischer í kvöldverðarhófi er hann fékk afhent ríkisfangsbréf með vini sínum Sæmundi Pálssyni og unnustu Miyoko Watai. Morgunblaðið/Golli Vikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Einvígismun- ir aldarinnar PINNAMATUR Skútan FYRIR ÚTSKRIFTINA Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tíma dags móttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Hlaðborð Tapas Pinnamatur www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Pinna og Tapas borð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupandi sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á borð á einnota v eislufötum. Sé veislan 150 manna eða meira eru allar veitingar afhentar á ein nota veislufötum. Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar Verð frá 2.258 pr. mann

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.