SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 20
20 13. maí 2012 Snorri starfar hjá Odda sem um-búðahönnuður og er mikill áhuga-maður um íþróttir aðrar en þærsem fela í sér bolta. „Ég er ekkert fyrir boltaíþróttir. Ég er á skíðum, fer á kaj- ak, hjóla mikið, gekk mikið á fjöll áður fyrr auk þess sem ég hef verið í köfun,“ segir Snorri. Hann bætir við að vissulega hafi hann þurft að aðlaga útivist og hreyfingu sína að sjúkdómnum að einhverju leyti. „Skíðin og hjólreiðarnar eru ekkert mál því þar getur maður stöðvað og hvílt sig eftir hentugleika. Kajakróðurinn er erfiðari því auðvitað þarf maður að geta komið sér í land. Ég er því aðeins farinn að hægja á mér í róðrinum og fer einungis með góðum vin- um sem geta aðstoðað mig eftir þörfum.“ Snorri segist hafa fengið hugmyndina að hringferðinni fyrir nokkrum árum, dottið í hug að sniðugt væri að hjóla í kringum landið og safna áheitum í formi hreyfingar. Síðan hefur tíminn liðið og Snorri ákvað að láta verða af þessu nú í sumar. „Mér finnst skipta miklu að það séu engir peningar í spilinu heldur er ég aðeins að biðja fólk um að muna eftir að hreyfa sig. Ég bið fólk um að hreyfa sig í virðingarskyni við þá sem geta það ekki; sýndu þeim sem ekki geta hreyft sig, að þú nýtir þér þinn möguleika.“ Eins og áður segir hreyfir Snorri sig mikið, hann hjólar til og frá vinnu auk þess að mæta í ræktina flesta daga. Af mikilli hóg- værð bætir Snorri því við að hann fari í hjóltúra um helgar. En þegar blaðamaður spyr nánar út í þá iðkun Snorra kemur í ljós að hjóltúrarnir eru ekki fyrir neina með- aljóna. „Ég hef hjólað meira að undanförnu, hingað til hef ég verið að hjóla u.þ.b. 40-60 km í hverri ferð en upp á síðkastið allt frá 80 km upp í 120 km. Ég geri þetta til að plata sjálfan mig aðeins því ég stefni að því að dagleiðirnar á hringferðinni verði í kringum 100 km.“ Hreyfing skiptir sköpum Snorri segir að í sínu tilfelli skipti það sköpum að hreyfa sig reglulega ásamt því að teygja vel. Í raun finni hann að eftir því sem hann hreyfi sig meira því betur takist honum að halda einkennum sjúkdómsins í skefjum. „Ef ég reyni meira á mig heldur en minna þá líður mér betur. Þetta er bara eitthvað sem ég hef þróað með mér í sam- lífi mínu við þennan sjúkdóm. Ég vil hvetja alla til að hreyfa sig þó þeir þurfi ekki að fara í það með jafnöfgakenndum hætti og ég. Með því er ég ekki að segja parkinsons- sjúklingum að flykkjast út á þjóðvegina og hjóla hringinn. En að fara í ræktina og teygja vöðvana skiptir sköpum við að vinna á móti sjúkdómnum í mínu tilfelli.“ Snorri segir að við Íslendingar eigum dálít- ið til að gleyma að hugsa um okkur og bæt- ir við að allir fari með bílana sína í skoðun reglulega, láti smyrja þá, passi upp á dekk- in en hlusti hinsvegar ekki á eigin líkama þegar eitthvað bjátar á. „Við fáum illt í hjartað ef bíllinn okkar rispast en okkur er sama þó við fáum verk í bakið eða eitthvað álíka. Tökum bara eina verkjatöflu og hugsum allt í skyndilausnum.“ Snorri segir að það hafi aldrei komið til greina að safna áheitum í formi peninga fyrir ferð sína sem hann hefur nefnt „Skemmtiferð – þín hreyfing – þinn styrkur“. „Mig langar ekki að safna pen- ingum, það er alls staðar verið að safna peningum. Hugmyndin byggist á því að fólk geri eitthvað fyrir sig án þess að það þurfi að kosta eitthvað, hugsaðu um sjálfan þig því öðruvísi ertu ekki til gagns fyrir þig sjálfan eða aðstandendur þína.“ Snorri fer af stað hvergi banginn og segist ekki hræðast neikvæð áhrif á heilsu sína í kjölfar slíkrar þolraunar sem ferðin vissulega er. Eiginkonan keyrir hringinn Aðspurður segir hann að eiginkona hans sé hræddari og bætir við að hún ætli að keyra á eftir honum allan tímann. „Hún er aðalhetjan, ég sé það ekki fyrir mér að ég myndi sætta mig við að keyra á eftir henni 100 km á dag, hringinn í kringum landið … ég geri þetta meðan ég hef gam- an af, um leið og þetta verður erfitt eða leiðinlegt þá hætti ég. Mín hvatning er að vita að fólk sé að heita á mig og hreyfa sig, það blæs mér baráttuanda í brjóst.“ Snorri segir það ekki hafa komið fjölskyldu sinni á óvart þegar hann kynnti henni hug- myndina að ferðinni. Þau séu einfaldlega orðin vön því að hann fái ævintýralegar hugmyndir og standi þétt við bakið á honum. Snorra langar að höfða til allra, ekki síst þeirra sem hafa gleymt sér í sófanum. Hann vill meina að í of mörgum tilfellum sé hreyfing tengd keppni sem einfaldlega henti alls ekkert öllum. „Við sjáum alltaf keppnisfólkið, það eru alltaf sömu týp- urnar sem taka þátt í átaki eins og Hjólað í vinnuna, Lífshlaupinu og öðrum verk- efnum sem hvetja til hreyfingar. Líkams- rækt þarf ekki að vera keppni heldur snýst hún líka um að halda sér við lík- amlega og andlega. Hreyfing snýst að- allega um að rækta sinn eigin líkama. Að hreyfa sig þarf ekki að snúast um að lyfta 100 kg á stöng eða hlaupa hraðar en næsti maður. Ég vil hvetja alla til að hreyfa sig í hvaða formi sem það er.“ Snorri segir að það þurfi ekki endilega að klæða sig í Snorri Már Snorrason ásamt konu sinni, börnum og barnabarni. Snorri Már Snorrason ætlar í sumar að hjóla hringinn í kringum landið, sem er ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Snorri þjáist af parkinsons-sjúkdómnum. Hugmyndin miðar að því að fólk heiti á Snorra, ekki með peningum heldur í formi hreyfingar. Texti: Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Lætur veikindi ekki stöðva hringferð Snorri Már Snorrason hyggst hjóla allt að 100 km á dag á leið sinni kringum landið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.