SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 28
28 13. maí 2012 ismálum og á margan hátt barnaleg sem féllu ekki í kramið hjá femínistum. Með árunum hafa skoð- anir mínar á þessum málum breyst mjög mikið. Þegar ég fór út á vinnumarkaðinn árið 1984 eftir háskólanám þá voru margir góðir hlutir að gerast í jafnréttismálum en ég var ekkert sérstaklega að velta þeim fyrir mér. Nú er mér ljóst að það hefur miðað bæði hægt og illa. Ég fór niður í fjár- málaráðuneyti um daginn til að funda með fyrstu konunni sem er fjármálaráðherra landsins og á veggnum bak við hana voru tvær langar mynda- raðir af köllunum sem voru fyrirrennarar hennar. Mér finnst það ansi lýsandi fyrir stöðu jafnrétt- ismála og hversu hægt hefur gengið í að auka hlut kvenna í áhrifastörfum.“ Vil láta verkin tala Þú hugleiddir um tíma að fara í forsetaframboð. Af hverju hugleiddirðu það og af hverju ákvaðstu að fara ekki? „Ég hugleiddi hvort kraftar mínir, reynsla og það sem ég stend fyrir núna gæti nýst í þessu embætti. Svo rann smám saman upp fyrir mér að þetta væri ekki starf fyrir mig. Forsetaembættið er þannig að forsetinn verður meira og minna að fara eftir fyrirfram ákveðinni dagskrá. Í forsetaemb- ætti gæti ég ekki verið að starfa að þeim góðu mál- um sem ég er að vinna við í dag. Svo er auðvitað eitt að fara í slaginn og annað að sigra. Framboði fylgir líka fjárhagsleg áhætta sem ég var ekki reiðubúin að taka. Þannig að ég ákvað að fara ekki í framboð og er alveg sátt við það.“ Finnst þér forsetaembættið hafa þróast á rétt- an hátt? „Að sumu leyti. Ég er ánægð með að forsetinn skuli hafa virkjað synjunarákvæðið. Ólafur Ragn- ar Grímsson hefur að mörgu leyti unnið gott starf þótt mér hafi á tímabili fundist hann líma sig of fast við útrásarvíkingana. Undanfarið hefur hallað undan fæti hjá honum og í stað þess að hætta með glæsibrag um áramót fór af stað leikrit sem mér líkaði ekki við, auk þess sem mér finnst alltof mikið að forseti sitji í fimm kjörtímabil. Það er nóg af fólki sem getur gegnt forsetaembættinu og það er gott fyrir þjóðina að þar sé skipt reglulega um manneskju.“ Mér hefur verið sagt að þú sért hlédræg mann- eskja. Er það rétt lýsing á þér? „Nei ég er ekki beint hlédræg, það er frekar að ég sé lítið fyrir samkvæmislífið og mikil fjöl- skyldumanneskja. Ég tími allavega ekki að eyða því að veita þeim tækifæri til menntunar sem svo aftur leiðir til þess að þær fá vinnu sem gerir þeim kleift að sjá sér farborða.“ Synjun frá RÚV Núna ertu komin í allt annars konu vinnu en fjölmiðlavinnu. Það hljóta að vera viðbrigði eftir svo langan tíma í fjölmiðlum. „Ég vann í föstu starfi við fjölmiðla í tæp þrjátíu ár svo þetta voru mikil viðbrigði. Fjölmiðlamaður hugsar á ýmsan hátt á mjög mótaðan hátt, hann er stöðugt að passa upp á að efnið sem hann fram- leiðir uppfylli ákveðin skilyrði, hann gætir hlut- lægni og hefur lítinn tíma til að hugsa um hvað hann sjálfur vill. Í fjölmiðlastarfi hefur maður litla orku til að gefa í önnur störf utan vinnunnar. Þeg- ar ég losnaði úr þessu boxi, reyndar ekki sjálf- viljug, þá fann ég fyrir ríkri þörf til að láta gott af mér leiða og gera nýja hluti.“ Það hlýtur að hafa verið áfall að missa vinn- una eftir áratuga starf. Hélstu ekki að þú værir nokkuð örugg í starfi? „Jú, ég hafði alltaf staðið mína pligt og á dauða mínum átti ég von fremur en að missa vinnuna. Að missa vinnuna er eins og að ganga í gegnum sorgarferli og ég er ekki búin að jafna mig ennþá. Ég með mitt langlundargeð hef í tvígang sótt um að hafa umsjón með þáttum hjá RÚV eftir upp- sögnina en í bæði skiptin fengið synjun. Hugsanlega verður maður dálítið hrokafullur af velgengni sem virðist ætla að vera endalaus. Kannski kveikti uppsögnin hjá mér hjartabál, sem gerði að verkum að ég vildi nýta orkuna til að hjálpa öðrum sem finna til og eiga bágt.“ Saknarðu fjölmiðlavinnunnar? „Já, ég geri það. Ég myndi síður vilja fara aftur í beinharða fréttamennsku en gæti vel hugsað mér að vinna við fréttatengt efni eða annars konar sjónvarpsþáttagerð. Núna er ég til dæmis að leggja drög að skemmtilegu verkefni. Árið 2015 eru hundrað ár síðan íslenskar konur fengu kosninga- rétt og ég hef boðist til að gera heimildarmynd um tildrög þess og sé ekki betur en að af því muni verða. Ég er því mjög mikið sjónvarpstengd.“ Ég man eftir því að fyrir mörgum árum varstu í sjónvarpsþætti með femínistum og þær voru ekkert sérstaklega hrifnar af málflutningi þín- um. „Þetta hefur sennilega verið árið 1997 þegar ég flutti fyrirlestur í Norræna húsinu í boði Kvenna- listans og var með töffaraleg sjónarmið í jafnrétt- E lín Hirst vann í áratugi við íslenska fjöl-miðla. Eftir að hafa misst vinnuna á RÚVhefur hún snúið sér að öðrum verk-efnum en sjálf segist hún vera starfandi stjórnarformaður í fyrirtækinu Sjálfstætt starf- andi. Óhætt er að segja að hún sé afkastamikil og dugleg. Hún vinnur að bók, hefur lokið við heim- ildarþátt fyrir sjónvarp, kennir á fjölmiðla- námskeiði, auk þess sem hún vinnur að góðgerð- armálum. Nú um helgina er mæðradagurinn, en Elín hefur einmitt unnið fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, en hún og fleiri konur stóðu nýlega fyrir átaki þar sem fjöldi manns kom saman í Ráð- húsinu í sjálfboðavinnu til að búa til mæðrablómið 2012 úr rauðum efnisafgöngum. Talið berst fyrst að sjálfboðastarfi hennar með Mæðrastyrksnefnd. „Eftir uppsögn mína á RÚV fyrir tveimur árum var ég á launum í sex mánuði. Mér leið illa á þess- um tíma eins og öllum sem missa vinnuna, fann fyrir bjargarleysi og áhyggjum, depurð og sorg. Ég hugsaði með mér að kannski væri ráð að hitta fólk sem hefði það miklu lakara en ég, því ég hafði það ekki svo slæmt, þrátt fyrir allt. Ég vildi finna mér farveg og fór til Mæðrastyrksnefndar og bauð fram aðstoð mína. Ég hafði lengi dáðst að þeim konum sem vinna þar óeigingjarnt starf. Þær tóku mér afar vel og ég mætti næsta miðvikudag í mat- arúthlutun. Það var áfall fyrir mig að sjá neyðina.“ Hvað sástu? „Ég sá fólk sem bjó við mjög bág kjör og hitti fólk sem ég þekkti, gamla skólasystur, leiksystur mína úr æsku og frændfólk mitt. Ísland er lítið stéttskipt land en stéttirnar eru mjög hreyfan- legar. Þú getur verið moldríkur byggingar- verktaki í dag og næsta dag ertu kominn í stór- vandræði. Þú eða börnin þín veikjast eða þú missir vinnuna og þá ná endar ekki saman hjá þér. Það hafði mikil áhrif á mig að sjá hversu slæm staða margra er og ég þurfti að telja í mig kjark til að fara aftur næsta miðvikudag. En ég fór aftur og aftur og aftur. Með tímanum hætti ég að taka það sem ég sá eins mikið inn á mig og um leið fór ég að geta gefið meira af mér og varð fljótlega mál- kunnug nokkrum einstaklingum. Nú gegni ég for- mennsku í menntunarsjóði fyrir tekjulágar konur en ég kynntist því í matarúthlutuninni að margar ungar konur eru fastar í fátæktargildru og skortir menntun. Auk mín eru í stjórn sjóðsins þær Anna H. Pétursdóttir, Bryndís Kristjánsdóttir og Ragn- hildur Guðmundsdóttir. Tilgangurinn með sjóðn- um er að fleyta tekjulágum konum upp á við með Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Uppsögnin kveikti hjartabál Elín Hirst er með mörg járn í eldinum. Meðal annars hefur hún nýlokið við heimildarmynd um stofnfrumur, önnur mynd er mjög sennilega á leiðinni og hún er að skrifa bók. Í viðtali ræðir hún um ný verkefni, uppsögnina á RÚV og ástæðuna fyrir því að hún fór ekki í forsetaframboð. Elín Hirst: Ég með mitt langlund- argeð hef í tvígang sótt um að hafa umsjón með þáttum hjá RÚV eftir uppsögnina en í bæði skiptin fengið synjun.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.