SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 40
40 13. maí 2012
Lífsstíll
Það er dálítið kostulegt stund-um hversu lítið þarf til aðfleygja manni aftur mörg ár ítímann. Nýverið fór ég í sund
í mínu heimahverfi. Í sundlaugina þar
sem ég sótti skólasund. En það þýddi
að í mörg ár fannst mér bara ekkert
gaman að fara í sund. Það gæti haft
eitthvað með það að gera að bekkurinn
minn lenti alltaf í skólasundi í desem-
ber eða janúar. Það þýddi endalaust
stagl um að passa nú hárið. Ekki láta
það frjósa. Og svo var nú ekki
skemmtilegt að tipla út í kuldann. Að
manni fannst í 10 gráða frosti. Í þessari
sundferð minni um daginn var hins
vegar um 10 stiga hiti. Sól og blíða og
ég ekki lengur 12 ára stelpa með gler-
augu sem náði einhvern veginn aldrei
að anda almennilega í skriðsundi, hálf-
blind í þokkabót. Né fannst neitt spes
að láta sprauta köldu vatni á táslurnar
eftir sundið. En þó að ég væri nú nærri
þrítug kona flæddi allt þetta yfir mig
um leið og ég gekk upp stigann að
búningsherbergjunum. Hvernig okkur
hafði verið smalað saman frammi í
móttökunni áður en grænt ljós var gef-
ið um að smella sér í sturtu. Þá fóru öll
fötin manns í körfu. Nú til dags vill
maður ekkert nema skáp. Síðan var að
drífa sig í sturtuna sem varla lak úr ef
margir voru samankomnir í klefuna. En
þetta hefur ekkert breyst á þessum x
mörgu árum. Gólfið var alltaf líka hálf
kalt og slepjulegt. Það hríslaðist um
mig svolítill hrollur. Ég mundi hvers
vegna ég hafði orðið svona mikil
pempía og ekki viljað fara í sund.
Það hafði örugglega eitthvað með
staðinn að gera. Sem er í raun ósköp
notalegur en mætti muna sinn fífil
fegri. Síðan þá hef ég valið mér öllu
nýrri sundstaði. Með agalega fínum
búningsklefum, hárþurrkum og fínirí.
Þá getur sko pempían ég synt eins og
ekkert sé. Enn hálfblind reyndar, en
nokkurn veginn án þess að drukkna.
Það væri ekki slæmt að verða svona góður í sundi einn daginn þó það sé ekki endilega markmiðið, þessi virðist nærri því fljúga í vatninu.
Reuters
’
Sól og blíða og ég ekki
lengur 12 ára stelpa
með gleraugu sem
náði einhvern veginn aldrei
að anda almennilega í
skriðsundi.
Nostalgía allt um kring
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Litlir hlutir, aðstæður,
jafnvel bragð eða lykt
geta kallað fram hug-
hrif minninga. Í sund-
ferð um daginn kom
nostalgían yfir mig.
Í vikunni sem leið voru haldnir þemadagar í vinnunni.
Gríns og glens var haft í öndvegi. Enda mikilvægt að
lyfta sér svolítið upp annað slagið. Svona á milli þess
sem maður situr við skrifborðið. Einn daginn var kú-
rekaþema og sem meðlimur í dómnefnd dagins
ákvað ég að taka þetta alla leið. Enda ekkert gaman
að svona nokkru öðruvísi. Dolly Parton í kúreka-
dressi varð fyrir valinu. Þá var að redda sér galla-
skyrtu við gallabuxurnar og bleikum hattti. Fléttur
voru settar í hárið með köflóttum borða, í stíl við klút
Kennys Rogers samstarfsfélaga míns. Svo var punkt-
urinn yfir i-ið sex sokkapör í brjóstahaldarann. Gerðu
það með stæl eða gerðu það ekki. Mikið var nú samt
gott að losna við sokkana í lok dags. Enda ekkert
nema vesen að vera með svona agalegar svalir.
Sokkapör í haldarann
Prófaðu eftirfarandi búddahugleiðslu.
Sestu með bakið beint, hendur á hnjám og
lokuð augu.
Kallaðu kærleikann fram í huga þínum
með því að rifja upp þegar þú varst veru-
lega hamingjusöm/samur. Segðu svo: „Ég
vil vera hamingjusöm/samur.“ Hugsaðu
um kæran vin, kallaðu tilfinninguna fram á
ný og sendu til hans/hennar.
Hugsaðu um einhvern sem þér líkar ekki
vel við og reyndu að mynda sömu tilfinn-
ingu. Ímyndaðu þér að þú sendir þessa
sömu tilfinningu til allra skyni gæddra vera
og segðu: „Megi allir vera hamingjusamir.“
Úr bókinni 1001 leið til að slaka á eftir
Susannah Marriott, gefið út af Sölku.
Kærleikur
Ég ætla að nýta tækifærið til að skrifa hér enn og aftur um te. Enda
reyna meðlimir Tefélagsins sem mest þeir mega að auka temenningu
hérlendis. Læt ég þar ekki mitt eftir liggja. Benti einmitt samstarfs-
konu minni á það í vikunni að hún skyldi nú ekkert vera að leita að
Melroses um allan vinnustaðinn. Það væri nefnilega til svo miklu betra
te en það. Segir konan sem í mörg ár hefur drukkið Yorkshire Tea. Sem
er ekkert nema verkamannate, og skammast ég mín ekkert fyrir það.
Enda er alls ekkert eitur að drekka hvorki það né Melroses. Hjá mörg-
um er hið síðarnefnda gestateið, aðrir hafa byrjað á því og vanið sig á
það. En ég hvet ykkur til að fara jafnvel bara út í næstu búð og smakka
eitthvað nýtt. Um daginn keypti ég mér te frá Clipper með appelsínu og
kókos. Það var sannarlega nýtt og spennandi. Líka frekar sumarlegt. Ef
þið viljið njóta leiðsagnar um tefrumskóginn er tilvalið að skrá sig í fé-
lagið góða á Facebook. Þannig fær maður nýtt te í hverjum mánuði í
póstkassann eða inn um lúguna. Nú á ég einmitt svart te með sítrus-
keim sem ku vera tilvalið í íste. Það mun ég sko prófa fyrir sumarið.
Leiðsögn um tefrumskóginn