SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 44
44 13. maí 2012
Alexander McCall Smith - The Limpopo Aca-
demy Of Private Detection bbbmn
Það er merkilegt í sjálfu sér hvað maður endist í að
lesa bækur sem þessa þar sem nánast ekkert gerist
og ef það ber eitthvað við þá er það sett svo lip-
urlega fram að manni finnst það bara hlýleg uppá-
koma. Svo er því nefnilega háttað með bækurnar
um Precious Ramotse að þó þær séu glæpasögur að
nafninu til, þá eru þær fyrst og fremst vangaveltur
um bestu hliðar mannlegs eðlis og þó Ramotse og
Grace Makutsi þurfi að glíma við snúnar flækjur þá
eru þær allar heldur léttvægar, eða í það minnsta léttvægari en
morðæðið sem einkennir annars sakamálasögur nú á stundum. Að
þessu sögðu þá finnst mér eins og það sé heldur myrkari blær á þess-
ari bók en mörgum fyrri. Í bókinni fást þær Ramotse og Makutsi við
spillingu í ýmsum myndum hjá yfirvaldi og almenningi, nokkuð
sem mjög ber á góma suður í Afríku, ekki síður en víðar um heim,
um þessar mundir. Það gefur svo bókinni skemmtilegan blæ að gest-
ur í henni er sjálfur Clovis Andersen, höfundur handbókarinnar sem
varð kveikjan að leynilögreglustarfi Precious Ramotse fyrir svo
löngu.
Ace Atkins - Robert Parker’s Lullaby bbnnn
Er glæpasagnasmiðurinn Robert B. Parker féll frá
fyrir rúmu ári hafði hann rétt lokið við fertugustu
bókina um einkaspæjarann Spenser sem glímir við
glæpamenn í Boston, og reyndar víðar ef því er að
skipta. Spenser er hörkutól með gullhjarta, húm-
oristi og gríðarlegur töffari. Þegar töffaraskapur
hans dugir ekki til að sigra glæpamennina getur
hann svo kallað á enn meiri töffara, vin sinn Hawk
og svo meistarskyttur og slagsmálahunda eftir
hendinni. Spenser-bækurnar nutu mikillar hylli og kemur því ekki
svo á óvart að eiginkona Parkers og afkomendur hafi ákveðið að
halda áfram með bókaröðina og fyrir stuttu kom út 41. Spenser-
bókin sem annar reyfarahöfundur, Ace Atkins, tók að sér að skrifa.
Hann fer þokkalega með söguhetjuna, sagan er ekki langt frá því
sem Parker hefði sjálfur skrifað, en heldur er þreytandi að þau Spen-
ser og Susan eru sífellt í rúminu og hann er alltaf að éta eða tala um
mat.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
22. apríl til 5. maí
1. Heilsuréttir
fjölskyld-
unnar –
Berglind
Sigmars-
dóttir /
Bókafélagið
2. Hetjur og hugarvíl – Óttar
Guðmundsson / JPV útgáfa
3. Korter – Sólveig Jónsdóttir /
Mál og menning
4. Snjókarlinn – Jo Nesbø /
Uppheimar
5. Krossgötur – Liza Marklund /
Uppheimar
6. Englasmiðurinn – Camilla
Läckberg / Undirheimar
7. Hungurleikarnir – Suzanne
Collins / JPV útgáfa
8. Konan sem hann elskaði áð-
ur – Dorothy Koomson / JPV
útgáfa
9. Laðaðu til þín það góða – Sig-
ríður Arnardóttir / Veröld
10. Feluleikur – James Patterson
og Michael Ledwidge / JPV
útgáfa
Frá áramótum
1. Heilsuréttir
Hagkaups –
Sólveig Ei-
ríksdóttir /
Hagkaup
2. Englasmið-
urinn – Ca-
milla Läck-
berg / Undirheimar
3. Hungurleikarnir – Suzanne
Collins / JPV útgáfa
4. Snjókarlinn – Jo Nesbø /
Uppheimar
5. Gamlinginn sem skreið út um
gluggann – Jonas Jonasson /
JPV útgáfa
6. Svartur á leik – Stefán Máni /
JPV útgáfa
7. Heilsuréttir fjölskyldunnar –
Berglind Sigmarsdóttir /
Bókafélagið
8. Húshjálpin – Kathryn Stock-
ett / JPV útgáfa
9. Konan sem hann elskaði áð-
ur – Dorothy Koomson / JPV
útgáfa
10. Hausaveiðararnir – Jo Nesbø
/ Uppheimar
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Skannaðu
kóðann til að
lesa
Listinn er byggður á upplýsingum frá
Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra-
borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni
við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu-
stúdenta, Bónus, Hagkaupum,
Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-
Eymundssyni og Samkaupum. Rann-
sóknasetur verslunarinnar annast
söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags
íslenskra bókaútgefenda.
Vladimír Pútín er bulla og þjófur. Þettaer niðurstaðan í bókinni Man Withouta Face: The Unlikely Rise of VladimirPutin eftir blaðamanninn Möshu Ges-
sen. Frásögn hennar af því hvernig lágt settur
starfsmaður sovésku leynilögreglunnar, KGB,
komst til valda í Rússlandi og tók síðan til við að
grafa undan því veikburða lýðræði, sem komið
var á eftir að Sovétríkin hrundu, er hrollvekjandi.
Þegar Berlínarmúrinn féll var Pútín útsendari
KGB í Dresden í Austur-Þýskalandi. Hann hafði
lagt áherslu á að komast til útlanda á vegum
leyniþjónustunnar, en hefur örugglega gert sér
vonir um eitthvað bitastæðara en að safna úr-
klippum í austantjaldslandi þótt kjörin væru betri
en í Rússlandi. Nú er kerfið, sem hann hafði lagt
allt sitt traust á, hrunið, hann kominn í íbúð-
arholu í Rússlandi og allar bjargir virðast bann-
aðar.
Í Rússlandi Borís Jeltsíns ríkti glundroði. Eins
og Gessen lýsir því var tekið eitt skref aftur á bak
fyrir hver tvö áfram. Framtíðin gefur fyrirheit, en
efnahagslífið er í molum og fyrirheitin skaffa ekki
brauð á borðið. Í Pétursborg ríkir sérstakur heim-
ur spillingar og þeir, sem mögla, kemba ekki
hærurnar. Þar finnur Pútín sér farveg. Gessen
kemst ekki að því með hvaða hætti Pútín kemur
sér áfram, en hún færir rök að því að FSB, arftaki
KGB, hafi komið honum fyrir við innsta valda-
hring til þess að gæta ákveðinna hagsmuna og
með svipuðum hætti hafi hann komist í námunda
við Jeltsín í Moskvu.
Þegar ljóst er að Jeltsín hefur glatað stuðningi
almennings ákveður hann að stíga til hliðar og þá
hefst leitin að arftaka. Auðkýfingurinn og ólig-
arkinn Borís Beresovskí, sem nokkrum sinnum
kom til Íslands í viðskiptaerindum, hrósaði sér í
upphafi af því að hafa átt hugmyndina að því að
draga hinn óþekkta Pútín, sem hann taldi að væri
óspilltur og vammlaus, fram á sviðið. Hafi þeir,
sem komu Pútín til valda, haldið að hinn óþekkti
embættismaður yrði þeim leiðitamur skjátlaðist
þeim.
Þeim skjátlaðist líka um heiðarleikann, ef
marka má Gessen. Hún rekur hvernig Pútín hafi
auðgast á svindli í Pétursborg og þegar gögnum
um það var komið til yfirvalda hafi þeim verið
stungið undir stól. Þetta hafi haldið áfram eftir að
hann varð forseti. Til marks um það séu íburð-
armiklar sumarhallir hans við Svartahafið, sem í
upphafi hafi átt að kosta nokkrar milljónir doll-
ara, en kostnaðurinn sé nú kominn yfir milljarð.
Þegar nýr leiðtogi er kominn fram á sjón-
arsviðið eru blaðamenn gerðir út af örkinni til að
skrifa ævisögu hans. Pútín lætur draga upp þá
mynd af sér að hann sé fastur fyrir og þegar geng-
ið sé á hlut hans eða félaga hans láti hann hnefana
tala. Hann beinlínis þefaði uppi slagsmál á sínum
yngri árum.
Hörð framganga á öllum vígstöðvum
Eftir að Pútín varð forseti hefur hann gert í því að
skapa sér ímynd hörkutólsins. Hann beitir einnig
óspart hörku. Því bera blóðug átökin í Tétsníu
vitni og sömuleiðis aðferðir Pútíns við að taka að-
sópsmikla auðkýfinga úr umferð, annaðhvort
með því að stinga þeim í fangelsi eða koma þeim
úr landi, þar á meðal velgjörðarmanninum Bere-
sovskí.
Pútín hefur einnig gengið hart fram gegn
hryðjuverkamönnum í valdatíð sinni. Gessen
tekur ekki undir samsærisraddir um að Pútín hafi
sjálfur sett á svið hryðjuverk til að skapa hentugar
aðstæður til að knýja fram stefnu sína, en sýnir
fram á að bæði í gíslatökunni í skólanum í Beslan
og í leikhúsinu í Moskvu hefði auðveldlega verið
hægt að koma í veg fyrir lát mörg hundruð manna
með meiri varkárni. Hún heldur fram að mögu-
leikar til að komast hjá blóðsúthellingum hafi
beinlínis verið hunsaðir.
Niðurstaða Gessen er sú að Pútín hafi í valdatíð
sinni komið á stjórnarfari, sem sé sambærilegt við
Sovétríkin. Tryggt sé að hann hafi betur í kosn-
ingum. Enginn fái að fara í framboð nema með
hans velþóknun. Hann hafi lagt undir sig fjöl-
miðlana og tryggt að ítök í öllum helstu fyr-
irtækjum landsins séu í höndum hliðhollra
manna. Undir Pútín varð allt Rússland eins og
Pétursborg í tíð Jeltsíns. Hún lýkur við að skrifa
bókina rétt eftir þingkosningarnar í fyrra þegar í
ljós kom að rússneskur almenningur var ekki
sáttur við áform Pútíns um að verða forseti að
nýju. Gessen segir að þar hafi komið fram brestur
í brynju Pútíns og fall hans sé óhjákvæmilegt – en
hann geti hins vegar hangið á völdunum í mörg ár
enn ef því sé að skipta.
Vladimír Pútín sver embættiseið forseta í Kreml í Moskvu. Þriðja kjörtímabil hans hófst 7. maí.
AFP
Myrkraverkin í tíð
Vladimírs Pútíns
Masha Gessen dregur upp dökka mynd af Vladimír Pútín,
forseta Rússlands, í bók sinni Maður án andlits og lýsir því
hvernig hann hefur í raun afnumið lýðræði í landinu.
Karl Blöndal kbl@mbl.is