SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 6
6 13. maí 2012 Samkynhneigðir í Bandaríkjunum og miklu víðar hafa að vonum fagnað yfirlýsingu Baracks Oba- mas þess efnis að hann sé fylgj- andi hjónavígslu para af sama kyni. Hefur verið talað um vatna- skil í því sambandi, herslumuninn í baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum. „Mörg okkar munu alla tíð muna hvar við vorum stödd, þegar við sáum eða heyrðum fyrstu fréttirnar af því sem Obama for- seti hafði gert lýðum ljóst í viðtal- inu við ABC-sjónvarpsstöðina,“ segir blaðamaðurinn David Us- borne í pistli í breska dagblaðinu The Independent á föstudag. Usborne, sem sjálfur er sam- kynhneigður, hefur lengi beðið eft- ir því að maður á borð við Banda- ríkjaforseta tæki af skarið í þessum efnum. Hann býr í New York og kveðst sárasjaldan verða fyrir áreiti vegna kynhneigðar sinnar, samt hafi hann lengi fund- ið fyrir því að hjónavígsla para af sama kyni sé mörgum þyrnir í augum. „Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum, á meira að segja samkynhneigða vini en mér finnst bara að þið eigið ekki að giftast,“ er oftar en ekki við- kvæðið. Í þrjátíu ríkjum Bandaríkj- anna eru hjónavígslur samkyn- hneigðra enn bannaðar með lögum. Þessu þarf að breyta, seg- ir Usborne, og furðar sig á því að heitustu andstæðingar þessara sjálfsögðu mannréttinda skýli sér á bak við kristni og vilji almennt ekki að hið opinbera sé að skipta sér af lífi borgaranna. „Hér er eitt- hvað sem gengur ekki upp.“ Innlegg Obamas er að dómi Us- bornes níðþungt lóð á vogarskál- arnar. „Orð Obamas þýða ekki að lögum verði breytt einn, tveir og þrír en umræðan verður aldrei söm aftur. Kærar þakkir.“ Vatnaskil í baráttunni Barack Obama Bandaríkjaforseti venti kvæði sínu í kross. AFP Samkynhneigð kom í vikunni eins ogstormsveipur inn í baráttuna fyrir for-setakosningarnar í Bandaríkjunumsíðar á þessu ári eftir að Barack Obama forseti gerði heyrinkunnugt að hann hefði skipt um skoðun og væri nú hlynntur hjónavígslum fólks af sama kyni. Frjálslyndu öflin vestra hafa fagnað þessari stefnubreytingu forsetans á meðan þau íhaldssömu hafa lýst undrun sinni og andúð á henni. Væntanlegur mótframbjóð- andi Obamas, repúblikaninn Mitt Romney, ítrekaði í kjölfarið kunna afstöðu sína þess efnis að hjónaband eigi aðeins að vera milli karls og konu. Sumum stjórnmálaskýrendum vestra þykir Obama taka áhættu með þessu útspili sínu en aðrir gera ekki ráð fyrir að það skipti nokkru máli í kosningunum, þeir sem séu and- vígir hjónavígslu samkynhneigðra myndu hvort eð er aldrei kjósa Obama. Sem kunnugt er hafa ýmsir íhaldssamir trúarhópar í Bandaríkjunum lítið sem ekkert umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum og fyrir vikið vakti það óskipta athygli þegar Romney skipaði yfirlýstan homma, Richard Grenell, sem talsmann sinn í utanríkismálum í liðnum mánuði. Téðir hópar létu í framhaldinu frambjóðandann hafa það óþvegið og sá Grenell sæng sína upp reidda – sagði upp. Obama var ekki fyrr búinn að kynna hina nýju afstöðu sína til hjónabanda samkyn- hneigðra en dagblaðið Washington Post birti frétt þess efnis að Romney hefði svívirt skóla- félaga sinn, sem talið er að hafi verið samkyn- hneigður, þegar hann var unglingur í miðskóla. Ef marka má frétt blaðsins átti atvikið sér stað árið 1965. Nýr nemandi í Cranbrook- miðskólanum í Michigan, John Lauber að nafni, mun, að sögn skólafélaga, hafa farið í taugarnar á Romney fyrir þær sakir að hann var með litað ljóst hár sem náði niður í augu. „Hann getur ekki litið svona út. Það gengur ekki upp. Lítið bara á hann,“ á Romney að hafa sagt við vini sína. Fáeinum dögum síðar segja heimildarmenn blaðsins Romney hafa farið fyrir hópi ungmenna sem veittist að Lauber. Nokkrir úr hópnum munu hafa haldið honum niðri meðan Romney klippti hið „óþolandi“ hár piltsins með skærum. Heimildarmenn Washington Post eru fimm, þar af fjórir undir nafni, og voru þeir allir í fé- lagahópi Romneys. „Þetta gerðist allt mjög hratt og hefur angrað mig allar götur síðan,“ hefur blaðið eftir einum þeirra, Thomas Bu- ford, saksóknara á eftirlaunum. „Þetta var með afbrigðum heimskulegur gjörningur.“ Demókratar notuðu frétt blaðsins að vonum til að kalla Romney „illkvittinn“ en repúblik- anar hafa komið honum til varnar og sakað demókrata um að gera úlfalda úr mýflugu. Sjálfur kvaðst Romney í útvarpsviðtali á fimmtudag ekki muna eftir téðu atviki. „Ég var mjög hrekkjóttur í miðskóla og gerði margt kjánalegt. Það eru 48 ár síðan þetta á að hafa gerst og satt best að segja man ég ekki eftir þessu. En hafi ég móðgað einhvern með orðum mínum á þessum tíma biðst ég innilega afsök- unar,“ sagði Romney og bætti við að samkyn- hneigð hefði aldrei borið á góma þegar nem- endur voru hrekktir á þessum tíma enda hefðu flestir þeirra ekki komið út úr skápnum fyrr en síðar. Sjálfur er John Lauber ekki til frásagnar, hann lést árið 2004. Gaysileg iðrun Gamall skóla- hrekkur ásækir Mitt Romney Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur beðist velvirðingar á hugsanlegum strákapörum í æsku. AFP Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ed Gillespie, tals- maður Mitts Rom- neys, er meðal þeirra sem lýst hafa furðu sinni á frétt Wash- ington Post. Flestir hafi gert axarsköft á yngri árum sem þeir iðrist. Hann ítrekar þó að Romney muni ekki eftir umræddu atviki og kjarni máls- ins sé sá að allir sem þekki Romney viti að hann sé umhyggju- söm og brjóstgóð manneskja. „Um það ber ferill hans vitni.“ Brjóstgóð manneskja DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Eruð þið búin að kíkja á okkur í Smáralindinni?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.