SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 13
13. maí 2012 13 Verkamannaflokkurinn ræður ríkjum í Manchester-borg áEnglandi og hefur gert lengi. Þar sitja 86 fulltrúar flokks-ins í borgarstjórn, níu úr Frjálslynda demókrataflokkn-um og einn sjálfstæður. Ekki einn fulltrúi Íhaldsflokksins er í borgarstjórn. Hægrimenn eiga ekki séns! Í sveitarstjórnarkosningum fyrr í mánuðum herti Verkamanna- flokkurinn tökin og vann 25 sæti af demókrötum. Hafi einhverjir búist við valdaskiptum voru það lélegir spámenn. David Cameron forsætis- ráðherra hefur lengi átt sér þann draum að Íhalds- flokkur hans næði að höfða frekar til vinstrisinnaðs fjöldans í Manchester en áfram verður bið á því. Yfirgnæfandi líkur eru hins vegar á valdaskiptum á knattspyrnusviði borg- arinnar á morgun. Rauðu djöflarnir í United hafa ráð- ið lögum og lofum síðustu áratugi; gleðin verið við völd í Leikhúsi draumanna, eins og heimavöllur þeirra er gjarnan nefndur. Blá- mennirnir í Manchester City hafa orðið að gera sér að góðu að dvelja í skugg- anum. Máttur peninganna er nú hins vegar að koma í ljós í þessari miklu borg vinstrimanna. Er þó ekki eins og United-menn hafi ekki tekið þátt af krafti í bisness undangengin ár en nú er hins vegar við ofurefli að etja. Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, er harður vinstri- maður og dyggur stuðn- ingsmaður Verkamanna- flokksins. Pólitíkin því verið í hans anda. Mér er ekki kunnugt um pólitískar skoðanir Ítalans vel klædda, Robertos Mancinis, sem tók við þjálfun City rétt fyrir jól 2009, en einhvern veginn dettur manni helst í hug að hann hallist til hægri; þó ekki væri nema bláa litarins. Pólitík eigenda félagsins er einfaldlega sú að vera bestir! Þeir ætla sér heimsyfirráð. Olíubarónarnir frá Abu Dhabi hafa kafað í djúpa vasana hvað eftir annað, keypt afburðaleikmenn og það hefur skilað sínu. City varð bikarmeistari á Englandi í fyrra og nú er meistaratit- illinn innan seilingar. Síðasta umferð deildarkeppninnar er á morg- un og nær útilokað að titillinn renni mönnum Mancinis úr greipum. Manchester City hefur tvisvar orðið enskur meistari; vorið 1937 og aftur 1968. Í bæði skiptin varð Manchester United í öðru sæti, tveimur stigum á eftir. Nú eru liðin jöfn en markahlutfallið City mun hagstæðara. Vorið 68 fögnuðu City-menn auðvitað vel og lengi, en þó ekki einir borgarbúa – Manchester United varð nefnilega Evr- ópumeistari það ár, fyrst enskra liða. Aðeins þessir tveir erkifjendur eiga möguleika á meistaratitli í ár og allar líkur á að bláklæddir City-menn fagni þetta árið. Því má þó ekki gleyma að ekkert er öruggt í fótbolta. Ferguson, sá mikli meist- ari, virðist göldróttur og aldrei má afskrifa hans menn. Nú er samt langsótt að galdrar dugi. Snillingar á borð við Yaya Touré, David Silva, Sergio Agüero, Vincent Kompany, Carlos Tévez ættu að duga til þess að valdahlutföll breytist í borginni – a.m.k. tímabundið. Valdaskipti í vændum Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Pólitíkin í Man- chester-borg hefur verið Sir Alex Ferguson að skapi og er enn. Vinstrimenn ráða ríkjum, en nú virðist komið að valdaskiptum á fóboltasviðinu Ferguson sendir Roberto Mancini tón- inn í Manchester-slagnum á dögunum. Yaya Toure fagnar seinna marki sínu gegn Newcastle um síðustu helgi. AFP Reuters Stuttmynd vikunnar áMbl sjónvarpi nefnistUtangarðs. Í myndinnier fylgst með tveimur útigangsmönnum frá morgni til kvölds en þeir tengjast sér- stökum böndum. „Ég fór að velta fyrir mér lífi útigangs- manna eftir að ég mætti ein- um slíkum á mánudagskvöldi í Hagkaup, hann var frekar illa fyrirkallaður og bað mig um klink til að eiga fyrir strætó,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, höfundur og leikstjóri mynd- arinnar. Með aðalhlutverk fara hinn þrautreyndi Sigurður Skúlason og hinn bráð- efnilegi Hilm- ar Guð- jónsson. Myndin var sýnd á Stutt- myndadögum í Reykjavík á síðasta ári sem og á Reykjavík Shorts and Docs sem haldin var nú á dögunum. Valgeir útskrifaðist úr leik- stjórn og framleiðslu frá Kvik- myndaskólanum vorið 2011 og hefur komið að ýmsum verk- efnum síðan. „Eftir útskrift hef ég unnið mikið fyrir Pega- sus við að framleiða auglýs- ingar. Ég vann við mynd Rid- leys Scotts, Prometheus, sem var tekin upp hér á landi og einnig kom ég að Game of Thrones. Einnig er viðbúið að ég muni starfa við einhverjar af þeim stórmyndum sem teknar verða upp hér á landi í sumar.“ Kvikmyndir Utangarðs Myndin fjallar um dag í lífi tveggja utangarðsmanna. Valgeir Gunnlaugsson OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.