SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Page 10

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Page 10
10 13. maí 2012 8:00 Vekjaraklukkan hringir og ég blunda til korter yfir átta. 8:15 Fer á fætur og kíki inn til Ísadóru sem steinsefur því hún er mikil svefnpurka eins og mamma hennar. Ég fer að gera graut handa okkur og reyni að hafa svolítinn hávaða svo hún vakni. Finnur fer svo og kemur henni á fætur og klæðir. 9:00 Litla daman tilbúin að fara á leikskólann, þau fara saman feðginin en ég verð eftir og bý um rúmin, fæ mér tesopa og kíki aðeins í snyrtibudduna mína. 9:30 Tilbúin að fara úr húsi, ég tek hjólið og hjólvagninn út, fagna hækkandi sól og hjóla í stúdíóið. 09:45 Komin í Höfðatún þar sem Einar Tönsberg er með stúdíóið sitt. Við erum vön að hittast einu sinni í viku, vinnum að annarri plötu Feldberg sem kemur vonandi út á þessu ári. Ég raula smálaglínu inn á lag sem við erum að vinna að, fæ mér svo kaffi og vonast til að geta hent saman einhverjum texta … 12:00 Hjóla vestur í bæ og fer á fund á kaffihúsinu í Þjóð- minjasafninu með Ágústu hjá Safnaráði, ræðum dreifingu Safnabókarinnar og safnadaginn mikla 18. maí. Þann dag verður Safnabókinni dreift sem víðast. 13:00 Ég er að detta inn á Dunhaga þar sem Bókaútgáfan Guðrún er til húsa. Safnabókin er nú komin úr prenti og í dreif- ingu jibbí! Ég á samt heilmikla vinnu eftir og byrja á því að opna tölvuna og svara tölvu- pósti. Fæ nokkrar myndir send- ar sem ég þarf að bæta inn á gagnasafnið sem ég hef unnið að hörðum höndum síðustu tvo mánuði. Við sendum myndirnar á ferðavef ja.is – i.ja.is – og My Iceland-smáforritið. 14:30 Kaffipása, standa upp og teygja úr sér, sem er mik- sumar og reyni að kíkja á sem flest söfn því það er alveg ótrú- legur fjölbreytileiki á söfnum landsins, eitthvað fyrir alla! 16:00 Hjóla niður á Tjarn- arborg þar sem ég sæki dóttur mína. Við hjólum aðeins í Hljómskálagarðinum, erum ánægðar með breytingarnar þar og leikum okkur smá á nýju trampólínunum. Hjólum svo í gegnum Þingholtin og kíkjum í fiskbúðina á Freyjugötu. 19:00 Kvöldrútínan er mat- ur, leikur, náttföt og lestur en núna er það bókin Hænur eru hermikrákur sem er í uppáhaldi. 21:00 Fæ smátíma fyrir sjálfa mig, leggst í sófann með tölv- una, bók og bolla af rauðrunna- tei. 22:00 Tek bókina með upp í rúm, kem mér vel fyrir með alls konar púðum, sem er gott fyrir svona óléttar konur, tæmi hug- ann og lognast út af á næsta hálftíma. (Stundum fæ ég líka fótanudd á kvöldin.) ilvægt, og smáfundur. Við ræð- um um það sem þarf að gera til að fylgja Safnabókinni eftir og fer beint í að hringja á nokkra staði til að athuga með dreif- inguna. Nú ætti bókin að vera komin um land allt en ég þarf að passa upp á að örugglega allir fái sínar bækur. 15:00 Eyði smátíma í að setja inn facebookstatusa. Einn á Feldberg þar sem ég set inn mynd af mér og Einari síðan um morguninn. Minni svo fólk á að kjósa Sometime á ruv.is og hlusta á nýja lagið okkar Mind Repair inni á gogoyoko. Inni á Facebook Safnabókarinnar hvet ég fólk til að kíkja á sýningar helgarinnar og þá helst í Viðey og á Sagnheima í Vestmanna- eyjum. Allt að gerast í eyjum landsins um helgina. Sjálf ætla ég að fá mér bíltúr með fjölskyldunni um helgina og kíkja á Rokkminjasafn Rún- ars Júlíussonar, á það eftir. Er með smálista sem ég er að reyna að tékka við. En ég mæli með að sem flestir grípi eintak af Safna- bókinni, hafi hana í bílnum í Dagur í lífi Rósu Birgittu Ísfeld Rósa Birgitta Ísfeld framkvæmdastjóri Safnabókarinnar hafði í nógu að snúast á útgáfudeginum. Auk þess þeyttist hún um á hjóli milli þess að syngja inn á plötu. Morgunblaðið/Ómar Menningarviti hjólar Chlorella Minnkar líkamslykt, tá og svitafýlu Spirulina Orkugefandi og örvar efnaskipti Andoxunarríkt og örvar efnaskipti Wheat grass Hreinsandi próteingjafi Vegna einstakra gæða nýtur Sunny Green virðingar og trausts um allan heim Græni pakkinn eykur orku og er hreinsandi Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Sú var tíð, að hér starfaðikommúnistaflokkur, árin 1930-1938. Gaf hann út bókina Vakna þú Ísland. Söngvar al- þýðu árið 1936. Þar var prentuð vísa, sem eignuð var óþekktum höfundi. Rekist þú á ríkan mann, reyndu, ef þú getur, að bregða fæti fyrir hann, svo fólkinu líði betur. En þessi vísa var úr kvæði eft- ir eftir Pál J. Árdal, skáld og kennara á Akureyri. Það hét „Bolsévíkamórall“, var kveðið 1925 og og beindist gegn komm- únistum. Seinna erindið hljóð- aði svo: Út í flónsku flæðisker framan úr sveit og dölum bágrækur mun bændaher bolsvíkinga smölum. Páll gerði hins vegar ekki aðra fleyga vísu gegn kommúnistum, sem honum var oft eignuð: Upp er skorið, engu sáð, allt er í varga ginum. Þeir, sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. Hana orti Sigmundur Sig- urðsson, úrsmiður á Akureyri, eftir að Einar Olgeirsson fluttist til Akureyrar vorið 1924 og blés nýju lífi í félag jafnaðarmanna þar. Steinn Sigurðsson, kennari í Vestmannaeyjum og síðar bók- haldari í Hafnarfirði, orti gegn sömu stjórnmálastefnu: Nú eiga allir að eiga jafnt, allir ríkis þjónar, allir sama eta skammt, allir vera dónar. Líklega hafa íslenskir komm- únistar ekki sungið þessar vísur. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Seinheppnir söngvarar Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams var í banastuði þegar hún lagði hina rússnesku Mariu Sharapovu á sterku móti í Madríd fyrir helgi í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Williams hefur átt misjöfnu gengi að fagna undanfarin misseri, meðal annars vegna meiðsla, en ætlar sér greinilega stóra hluti á þessu ári. Veröldin AFP Serenaða í Madríd

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.