SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 21
13. maí 2012 21
íþróttagalla til að rækta líkamann heldur
nægi mörgum að fara í göngutúra eða álíka.
Snorri greindist með parkinson 2004 og
segist í kjölfarið hafa tekið þá ákvörðun að
horfast í augu við sjúkdóminn og taka hon-
um af æðruleysi. „Þegar ég sá fyrir mér
parkinsons-sjúkling áður en ég greindist
hugsaði ég um eldri mann á elliheimili sem
tinaði. En í raun er tinið bara aukaverkun
sem maður finnur í raun ekkert fyrir. Sjálf-
ur er ég með skjálfta hægra megin, sumir fá
hann beggja vegna en aðrir alls ekki. Það
sem kom mér á óvart er vöðvaslappleikinn
sem gerir vart við sig.“ Auk þess getur
sjúkdómurinn haft áhrif á málið og tal-
stöðvarnar, þvoglumælgi og stam getur
einnig gert vart við sig hjá parkinsons-
sjúklingum.
Snorri hefur þó langt í frá látið sjúkdóm-
inn yfirtaka líf sitt. Hann vinnur fulla vinnu
sem umbúðahönnuður hjá Odda, þó óhjá-
kvæmilega hafi sjúkdómurinn sín áhrif.
„Þeir hjá Odda hafa verið mjög almennileg-
ir við mig. Ég er eiginlega hættur að geta
skrifað en get þó krafsað aðeins, ég er rétt-
hentur, með skjálftann hægra megin og því
kemur sjúkdómurinn verr við mig en ella.
Ég vinn á tölvu og get mjög einfaldlega
unnið á þær. En auðvitað er ég hægari en
áður en hugsunin er í góðu lagi og ég er jafn
frjór og áður.“
Snorri segir að í raun geti hann gert allt
eins og áður en hann fékk sjúkdóminn, þó
vissulega sé hann lengur að því. Hann
nefnir sem dæmi að standa við búðarkassa
og ætla að teygja sig í veskið. „Höndin fest-
ist, skilaboðin komast ekki niður í höndina.
Ég er kannski kominn með veskið í hend-
urnar en ræð ekki við að lyfta hendinni. Á
hjólinu getur þetta líka truflað mig, ég get
verið dálítið lengi að skipta um gíra.“
Mikilvægt að ná til nýrra sjúklinga
Snorri hefur látið sig málefni parkinsons-
sjúklinga varða og var m.a. formaður
Parkinsonsamtakanna frá 2009-2011.
Snorri segir að að mörgu sé að huga og
starfsemi samtakanna sé margþætt. Hann
nefnir sérstaklega þann hluta starfsins
sem miðar að því að ná til þeirra ný-
greindu. „Það er gríðarlega mikilvægt að
ná til þeirra nýgreindu því þunglyndi
fylgir oft sjúkdómnum. Það er talið að allt
að 40% sjúklinga þjáist af þunglyndi og
enn fleiri finni fyrir einkennum þess. Því
er gríðarlega mikilvægt að ná til sjúklinga
við greiningu og sýna þeim fram á að lífið
sé langt í frá búið.“ Snorri segir það al-
gengan misskilningur að ekki sé gott að
koma inn í samtökin því þar sjái sjúkling-
ar aðra sem séu svo illa farnir. Það er alls
ekki reyndin að sögn Snorra. „Ég tek á
móti nýliðum alla miðvikudaga og tek við
öllum spurningum sem hugsast getur.
Einnig bjóðum við aðstandendum að
koma til okkar, því eðli málsins sam-
kvæmt getur sjúkdómurinn reynt mikið á
aðstandendur.“
Snorri sem áætlar að sitja á hjólinu 5-6
klukkustundir á dag í hringferðinni mun
leggja af stað 3. júní og áætlar að loka
hringnum þann 23. júní. „Ég ætla ekki að
hjóla hringinn með þessum formerkjum
án þess að láta rödd mína heyrast. En ég
vil þó leggja áherslu á að þetta er ekki gert
til að ég sé miðpunkturinn í þessu. Frekar
vil ég stuðla að því að fólk vakni og fari að
hreyfa sig í auknum mæli.“ Þeim sem vilja
kynna sér verkefni þessa hæverska bar-
áttumanns er bent á heimasíðu Park-
insonfélagsins, psi.is, þar sem finna má
hlekk á heimasíðu Skemmtiferðarinnar.
’
Ég bið fólk
um að
hreyfa sig
í virðingarskyni
við þá sem geta
það ekki; sýndu
þeim sem ekki
geta hreyft sig,
að þú nýtir þér
þinn möguleika