SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Síða 31

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Síða 31
13. maí 2012 31 Séra Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup yfirÍslandi, fyrst kvenna, opnar myndaalbúmið sittfyrir lesendum Sunnudagsmoggans að þessu sinni. Séra Agnes fæddist á Ísafirði 19. október 1954, dóttir Sigurðar Kristjánssonar, sóknarprests á Ísafirði og prófasts í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrétar Hagalíns- dóttur ljósmóður. Agnes varð stúdent frá MÍ 1975 og lauk cand. theol.-prófi við Háskóla Íslands 1981. Hún fór í framhaldsnám í prédik- unarfræði í Uppsölum í Svíþjóð 1997. Hún lærði á píanó við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskóla Reykjavíkur og orgel við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Agnes var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar 1981-86, varð sóknarprestur 1986 og hefur verið prófastur frá 1999. Agnes var gift Hannesi Baldurssyni tónlistarmanni og eiga þau þrjú uppkomin börn, Sigurð, Margréti og Baldur. Systur í eins fötum. Í faðmi stórfjölskyldunnar. Þjóðhátíðardegi fagnað. Við vígslu Bolungarvíkurgangna í september 2010. Menntaskólasystur í Lubliana árið 2005. Verðandi biskup Myndaalbúmið – séra Agnes M. Sigurðardóttir 2012, kjörin biskup yfir Íslandi. Sóknarprestur og sýslumaður á 100 ára af- mæli Hólskirkju. Tekið við aðalpíanóverðlaunum Tónlistar- skóla Ísafjarðar. Með þáverandi aðstoðaræskulýðsfulltrúa Jóni Helga Þórarins- syni (síðar séra) á æskulýðsfulltrúaárunum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.