SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 23
13. maí 2012 23 valda við banka eða skammast út í forsætisráð- herra, spænskt stjórnkerfi eða ríkisstjórn. For- usta stjórnarandstöðuflokksins lætur sér ekki til hugar koma að kalla ríkisstjórnarflokkinn hrun- flokk eða kenna markaðshagkerfinu um slæma stöðu spænskra banka og nauðsyn þjóðnýtingar Bankia. Fyrst spænskir stjórnmálamenn og há- skólamenn eru svona illa meðvitaðir þegar vandamál steðja að varðandi banka landsins, þá virðist full þörf á að virkja hið snarasta Rann- sóknarnefnd Alþingis að nýju til að rannsaka vanda spænsks stjórnkerfis og stjórnmála sem og skoða hvort ekki sé nauðsynlegt að landinu verði sett ný stjórnarskrá. Ekki fer sögum af því að forsætisráðherrann spænski hafi boðað ríkisstjórnina til tíðra funda áður en gripið var til þjóðnýtingar Bankia en í einni frétt er sagt að ákvörðunin hafi meira að segja komið ráðherrum á óvart. Sennilega er því einnig verkefni fyrir Landsdóm Markúsar Sig- urbjörnssonar að skoða hugsanlegt afbrot spænska forsætisráðherrans í aðdraganda banka- krísunnar þar í landi.“ Þessi orð Jóns eru eft- irtektarverð. Hinn mikli doðrantur Rannsóknarnefndar Al- þingis, sem hafði þó ekki pláss fyrir menn sem þurftu að bera af sér aulalegar ásakanir, er auð- vitað ekki alvondur. Þar er margvíslegar upplýs- ingar að finna eins og nærri má geta. En þeir sem stýrðu verkinu gerðu það í ljósi „ástandsins í þjóðfélaginu“. Þeir áttu auðvitað að standa utan og ofan við það og beygja sig hvergi fyrir þrýst- ingi frá hefndarþyrstum stjórnmálamönnum sem einmitt sama ástand hafði skolað í ráðherrastóla. Skortur á slíkri staðfestu varð til þess að skýrslan mikla varð að hluta til tapað tækifæri. Það er mjög miður. Morgunblaðið/Kristinn Keilir Þá veit maður að skákin er töpuð þegar valiðstendur á milli þess að verða mát eða missadrottninguna. Þannig stóð á fyrir mér íVerkísmótinu sem fram fór í Ráðhúsinu í Reykjavík í miðri viku. Og telst svo sem ekki til tíðinda. Nema andstæðingur minn var nýorðinn tíu ára. En ég get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Það má frekar segja að ég hafi orðið undrandi, því gjör- töpuð staðan kom mér algjörlega í opna skjöldu. Ég hafði önnur plön. En þetta undraði engan annan í saln- um, enda varð Nansý Davíðsdóttir fyrr á árinu fyrsta stúlkan til að verða Íslandsmeistari barna í skák. Það var gott framtak hjá Héðni Steingrímssyni og skákdeild Fjölnis að efna til fyrirtækjamóts í skák. Ég tefldi á þriðja borði fyrir Morgunblaðið. Og Helgi Ólafs- son stórmeistari, sem skrifar skákpistla í Sunnudags- moggann, var ekki valinn í liðið. Að vísu hafði það ekkert með mig að gera. Ástæðan var sú að þak var á fjölda skákstiga hjá liðunum. Mér skilst að reglan hafi verið sett eftir Búnaðarbankaskák- mótin í gamla daga, en á þeim tefldi Búnaðarbankinn fram liði sem sumir sögðu sterkara en landsliðið. Helgi hefði því sprengt skalann. En ég naut þess að vera einungis með 1.270 skákstig, sem þykir heldur lítið, að minnsta kosti fyrir fertugan mann. En þau eru afrakstur sjö skáka sem ég tefldi á unglingsaldri. Raunar baðaði ég mig í sviðsljósinu fyrir þær skákir á sínum tíma, því tvær þeirra birtust í tímaritinu Skák. Ef ég man rétt var það í skákdálkinum byrjendamistök. Þá tefldi ég á móti öðrum efnilegum skákmanni, Hannesi Hlífari Stefánssyni. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að vera kominn með gjörtapaða stöðu eftir þriðja leik. Í Sunnudagsmogganum er skákin fyrirferðarmikil. Helgi skrifar skákpistil að vanda og í vikuspegli er fjallað um afdrif muna úr einvígi aldarinnar. Nú stendur yfir sýning í Þjóðminjasafninu á slíkum munum og er rífandi aðsókn. Allt dregur að einum ósi um að það hlýtur að líða að því að Íslendingar sýni skákinni þann sóma að reisa skáksetur um Íslendingana Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson, sem báðir hafa verið í fremstu röð í heiminum í þessari vinsælu listgrein. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Skákseturs beðið um Fischer og Friðrik Rabb Nansý Davíðsdóttir sýndi tilþrif í Ráðhúsinu. Morgunblaðið/Kristinn „Hvað höfum við gert ykkur?“ Kristinn V. Jóhannsson, fv. forystumaður í bæjarstjórn og atvinnurekstri á Norðfirði, spurði ráðherra og þing- menn á fundi um sjávarútvegsmál. „Stemningin er ágæt. Ég er að bíða eftir afgreiðslu á verkstæði. Ákvað að láta gera við bílinn í tilefni dagsins.“ Þormóður Árni Jónsson júdókappi eftir að ljóst var að hann hefði tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum. „Okkar rannsóknir sýna svart á hvítu að unga kynslóðin virðist ekki hafa mikinn áhuga á sjávarútvegi.“ Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður Sjáv- arútvegsmiðstöðvarinnar við Háskólann á Ak- ureyri. „Vinátta er mjög misnot- að orð af Íslendingum um alþjóðasamskipti.“ Einar Benediktsson, fv. sendi- herra, í grein um mál Kínverjas Huang Nubo. „Vinstri fóturinn á mér er heilli símaskrár- þykkt styttri en sá hægri … Kaupi eina skóstærð og læt þann vinstri skrölta í skó sem er tveimur núm- erum of stór.“ Bergur Þór Ingólfsson leikari. „Ef ég þyrfti að stafa það sem hann hrópaði væri það VÚ-HÚ. Augljóslega gleðióp.“ Vitnið Tonje Brenna fyrir dómi, um háttalag fjöldamorð- ingjans Anders Behring í Útey. „Ég gat ekki skilið hvernig fólk gat bara setið þarna algjörlega aðgerð- arlaust og yfirvegað yfir því sem fram fór.“ Haydar Mustafa Quasim, sem kastaði skó í Breivik í réttarsal í Osló á föstudaginn. Bróðir hans var eitt fórnarlamba morð- ingjans. „Ég hef vitað þetta lengi, mig dreymdi í janúar eða febrúar fyrir hreti á þess- um tíma.“ Stefán Rögnvaldsson, bóndi á Leifsstöðum í Öxarfirði, um helg- arveðrið. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.