SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 33
13. maí 2012 33
runnið til sjávar síðan hann steig fyrstu
handboltaskrefin sem smágutti í Kópa-
vogi. „Þegar ég var að alast upp í HK
hafði félagið aldrei unnið neitt. Menn
börðust við það að komast upp í efstu
deild og duttu svo beint niður árið eftir.
Við upplifðum hvernig stóru liðin unnu
aftur og aftur; þau voru fyrirmyndirnar
og okkur dreymdi alltaf um að leika þetta
eftir þeim. HK var lítill fjölskylduklúbbur
sem er nú orðinn stærsti handbolta-
klúbbur á Íslandi; ég held ég geti fullyrt
að iðkendur séu hvergi fleiri, og það hef-
ur verið ævintýri að taka þátt í þessu.“
Kristinn lék í marki á árum áður en sat
mest á varamannabekknum. Ákvað svo
að leggja keppnisskóna á hilluna og ein-
beita sér að þjálfun, og fann fljótlega að
þar var hann á réttri hillu. Hann var
fyrstu árin með yngri flokka félagsins.
„Ég kom inn í meistaraflokkinn aftur
þegar Valdimar Grímsson var ráðinn
þjálfari á sínum tíma. Var aðstoðar-
aðstoðarþjálfari! Svo var Valdi rekinn og
Árni Jakob Stefánsson ráðinn, hann bað
mig um að vera sér til aðstoðar og félagið
varð bikarmeistari 2003; það var fyrsti
stóri titillinn í sögu félagsins og sú upp-
lifun var frábær. En að verða Íslands-
meistari um daginn var enn þá stærra.
Það var grjótmagnað! Mér fannst ég mjög
heppinn að vera aðstoðarþjálfari 2003 en
að vera annar tveggja aðalþjálfara þegar
félagið vinnur Íslandsmeistaratitilinn í
fyrsta skipti er stórkostleg tilfinning.“
Dreymdi um að færa félaginu titilinn
Loks þegar draumurinn rættist segist
Kristinn hafa verið hálfvandræðalegur.
„Ég vissi eiginlega ekkert hvernig ég átti
að vera! Þetta var mjög sérstök tilfinning
og skrýtið fyrir mig að fagna Íslands-
meistaratitli með HK á heimavelli FH í
Kaplakrika. Ég vinn nefnilega þar; er
íþróttakennari í Hafnarfirði, þekki of-
boðslega margt gott fólk í FH og tilfinn-
ingin var því mjög sérstök,“ segir hann.
„Ég hélt ég myndi missa vitið og hoppa
og skoppa um öll gólf, ef við næðum að
vinna, en ég fylltist bara af einhvers kon-
ar ánægju en jafnframt mikilli hógværð.
Margir gamlir „hundar“ í handboltanum
þekkja tilfinninguna og vita örugglega
hvað ég er að tala um, þó aðrir upplifi
sigurtilfinninguna eflaust á annan hátt en
ég. Ég er fyrst og fremst þakklátur því
mig hefur dreymt um það, síðan ég fór að
þjálfa, að ég yrði þjálfarinn sem færði fé-
laginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Ég
er því gríðarlega ánægður; draumurinn,
sem þótti ef til vill dálítið fjarlægur á sín-
um tíma, hefur ræst. Okkur tókst loks að
vinna og það er afrek að verða Íslands-
meistari í þessari íþrótt og ég held að HK
Morgunblaðið/Kristinn
Vilhelm Gauti Bergsveinsson,
Kristinn Guðmundsson og Ólafur
Bjarki Ragnarsson.
„Mig hefur dreymt um það síðan ég
vann meistaratitla í yngri flokkunum
að verða Íslandsmeistari með meist-
araflokki. Þegar HK varð bikarmeist-
ari 2003 var ég áhorfandi uppi í
stúku, það var frábært, en sigurinn
núna er algjör snilld. Þetta er topp-
urinn á ferlinum hingað til; að verða
Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu
sínu,“ segir Ólafur Bjarki Ragnarsson,
skyttan öfluga hjá HK og án efa ein af
framtíðarhetjum Íslands.
„Ég áttaði mig eiginlega ekki alveg
strax á því að við værum búnir að
vinna, þegar síðasti leikurinn klár-
aðist. Ég vissi ekkert hvernig ég átti
að láta; ég var líka alveg búinn, en
sigrinum fylgdi ótrúleg hamingja,“
segir Ólafur Bjarki.
Frábær blanda
Kristinn Guðmundsson, sem þjálfar
Íslandsmeistaraliðið ásamt Erlingi
Richardssyni er gríðarlega ánægður
með sína menn eins og nærri má
geta. „HK sinnir unglingastarfinu vel,
eins og margir aðrir klúbbar á Íslandi
og liðið nú er að miklu leyti byggt á
kjarna stráka sem eru aldir upp hjá
klúbbnum. Ungu mennirnir eru allir of-
boðslega metnaðarfullir og vilja ná
langt í íþróttinni og þeir eldri eru mjög
tengdir sögu félagsins. Þeir sem kom-
ið hafa annars staðar frá hafa aðlag-
ast mjög vel þannig að liðið er frábær
blanda.“
Kristinn segir að markmið HK fyrir
keppnistímabilið hafi verið skýrt. „Við
ætluðum okkur að verða Íslands-
meistarar. Við settum okkur ýmis
undirmarkmið sem náðust ekki öll, en
stóra markmiðið náðist og það skiptir
öllu máli. Við höfðum allir óbilandi trú
á að okkur tækist að ljúka verkefninu
og fyrir úrslitakeppnina var ekki ein
einasta æfing þar sem einhver
gleymdi sér í einhverju öðru en því
sem við vorum að gera. Alla langaði
svo ofboðslega mikið til þess að vinna
titilinn.“
Gaman er að segja frá því að Krist-
inn þjálfaði Ólaf Bjarka þegar sá stutti
var að byrja handboltaferilinn á sínum
tíma og fyrirliðinn Vilhelm Gauti og
Ólafur Víðir, einn Íslandsmeistaranna;
leikstjórnandinn sem var frábær í úr-
slitakeppninni eftir að hafa náð sér af
meiðslum, þjálfuðu Ólaf Bjarka þegar
hann var í 4. flokki.
Gamall
draumur
rættist