SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 16
16 13. maí 2012
Opið er út á hlað í Ytri-Fagradal– eins og á öllum sönnumsveitabæjum á Íslandi. Glað-vært mál berst út á móti
sendinefnd Sunnudagsmoggans sem rek-
ur varfærnislega inn nefið. „Góðan dag!“
Halla Sigríður Steinólfsdóttir, sem ræður
húsum á þessu sögufræga bóli á Skarðs-
strönd í Dölum, ásamt eiginmanni sínum,
Guðmundi K. Gíslasyni, vindur sér fram í
forstofu til að bjóða gestina velkomna.
„Gott að sjá ykkur strákar, gaman að þið
skylduð gefa ykkur tíma til að líta við í
sveitinni.“ Handtakið er þétt, brosið ein-
lægt.
Vísað er til sætis í eldhúsinu á bænum,
þar sem óvígur her manna tekur á móti
okkur. Menn kynna sig, einn af öðrum.
Hálfmóður eftir að hafa heilsað öllu þessu
fólki hvísla ég að Höllu hvað það sé eig-
inlega margt í heimili hjá henni. „Við er-
um bara tvö,“ svarar hún hlæjandi.
„Núna stendur sauðburðurinn hins vegar
yfir og þá fjölgar alltaf hjá okkur.“
Þarna er sumsé staddur Skafti Stein-
ólfsson, litli bróðir hennar Höllu, eins og
hún kynnir hann. Kómískt í því ljósi að ég
horfi upp, lengra upp og ennþá lengra
upp áður en andlit hans kemur loksins í
ljós – og er ég þó góður meðalmaður á
hæð.
Með Skafta eru frúin, Þórey Helgadótt-
ir, dóttirin, Jófríður Ísdís, og ungur
frændi þeirra Steinólfsbarna frá Græn-
landi, Manitsiaq John Nielsen Stefánsson.
Ragnar ljósmyndari fer allur að iða þegar
Grænland ber á góma og á daginn kemur
að hann þekkir mætavel föður piltsins,
Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda
í Isortoq. Svona er heimurinn lítill.
Gestunum er ekki til setunnar boðið
enda á Jófríður Ísdís að mæta á æfingu í
Hafnarfirði síðdegis. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur hún þegar skipað sér á bekk
með bestu kösturum þessa lands og stefn-
ir leynt og ljóst á keppni í kringlukasti á
Ólympíuleikunum í Ríó eftir fjögur ár.
Lundúnir koma heldur snemma fyrir
stúlkuna sem er aðeins fjórtán ára.
Bíll heimasætunnar bilaði
Skafti verður eftir, eins og önnur liðtæk
„ljósmóðir“, Hrefna Frigg, dóttir Höllu og
Guðmundar. Hún býr í Hafnarfirði og er í
Tækniskólanum sem kláraðist í tæka tíð
fyrir sauðburð. „Heimasætan lenti reynd-
ar í smávandræðum í gær, brá sér í út-
skriftarteiti á Arnarstapa, eina 200 kíló-
metra, en þegar leggja átti af stað heim fór
bíllinn hennar ekki í gang. Það kom í hlut
pabbans að renna eftir henni – og bílnum.
Hann er á palli hérna úti á hlaði,“ upplýsir
Halla. Guðmundur andvarpar blíðlega.
Heimasætan snýr hins vegar óvænt vörn í
sókn. „Mamma, hefurðu tekið eftir því
hversu oft bíllinn minn bilar rétt eftir að
ég hef lánað þér hann?“
Halla hefur tekið eftir því.
Auk Hrefnu eiga Guðmundur og Halla
soninn Gísla Rúnar sem nemur hugbún-
aðarverkfræði og fyrir á Halla soninn
Steinólf Jónasson, íþróttafræðing og
íþróttakennara í Austurbæjarskóla.
Steingrímur Hjartarson á Fossi, ná-
granni og frændi Höllu, bætist nú í hóp-
inn og allt í einu er gómsætt lambakjöt
komið á borðið, kartöflur, baunir,
„rabbi“ og sósa með því. Hér er greinilega
ekki í kot vísað. Yfir matnum eru rifjaðar
upp sögur af föður þeirra Höllu og Skafta,
Steinólfi Lárussyni bónda í Ytri-Fagradal.
Steinólfur, sem nú er kominn á dval-
arheimili fyrir aldraða í Búðardal, er stór
maður í sniðum og að segja má þjóð-
sagnapersóna í lifanda lífi, ekki síst fyrir
meitlað tungutak sitt og frumlega hugsun.
Ekki flýtur á því bátur
Steinólfur er sagnamaður af gamla skól-
anum. Í uppvextinum heyrði Halla á
hverjum degi sögur af fólki. „Sem barn
gerði maður sér mynd af löngu liðnu
fólki, en þegar maður fór að eldast og
skilja betur, þá voru þessar litríku per-
sónur kannski kallinn á þarnæsta bæ og
alls ekkert skrítinn, eða það sá ekki barn-
ið. Eina gátu gat ég aldrei ráðið og skildi
aldrei, eða seint, en það var þegar hann
sagði kerlingarnar í Haukadal segja um
Haukadalsvatn að það væri svo djúpt að
það flyti ekki á því bátur …“
Frægt var þegar Steinólfur hafði þau
orð um mann nokkurn að hann væri svo
mikill miðill að það heyrðist spilað á
pípuorgel upp úr honum.
Steinólfur gamli er líka víðfrægur fyrir
félagslyndi sitt og dró alla inn í kaffi þótt
þeir væru bara að spyrja til vegar. „Einu
sinni sagði frænka mín úr móðurætt, sem
þótti allt að því nóg um, að ef hann sæi bíl
niðri á vegi myndi hann veifa honum að
koma heim að bæ og draga svo viðkom-
andi inn í kaffi. Eitt sinn hljóp hann út á
veg þegar verið var að klippa hann, og tók
hálfklipptur á móti fólkinu og pantaði
kaffi. Eða hann hrópaði að það vantaði
„soð af exporti“. „Það er Þuríður“ ef
kaffikannan var tóm,“ rifjar Halla upp
skælbrosandi.
Móðir Höllu, Hrefna Ólafsdóttir fædd
1928 á Hamri í Hamarsfirði, Geithellna-
hreppi, lést árið 2001.
Drjúg er
sú hvönn
Hjónin Halla Sigríður Steinólfsdóttir og Guð-
mundur K. Gíslason í Ytri-Fagradal á Skarðs-
strönd hafa getið sér gott orð á undanförnum ár-
um fyrir að beita lambi á hvönn. Eftirspurn eykst
ár frá ári og senn verður stór akur í landi tilbú-
inn en fram að þessu hefur þurft að sigla með féð
út í Akureyjar á Breiðafirði. Og sægarpar eru
lömbin litlir!
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Halla með lamb í fjárhúsunum. Skyldi það fá að gæða sér á hvönn seinna í sumar?