SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 36
36 13. maí 2012 Svæðisbundnar tónlistarhátíðirhafa sífellt sótt í sig veðrið áundanförnum árum, hátíðirsem ætlaðar eru til að kynna tónlist frá tilteknu landi eða landsvæði. Airwaves-hátíðin íslenska er gott dæmi um slíkar hátíðir, en ein sú elsta á þessu sviði er Spot-hátíðin sem haldin er í Árósum á vegum rokkráðsins danska og var haldin í átjánda sinn fyrir viku. Helguð norrænni tónlist Spot hefur alla tíð verið helguð nor- rænni tónlist og þá helst danskri, enda er lunginn af sveitunum sem þar koma fram danskur. Þetta er kostur og galli, kostur vegna þess að á hátíðinni gefst færi á að heyra tónlist sem annars heyr- ist ekki utan viðkomandi landa þó góð sé, en galli að því leyti að það er ekki mikið sem trekkir að aðdáendur nema hátíðarstemningin sjálf. Það er vissulega góðra gjalda vert, en má lítið útaf bera með veður til að fólk ákveði að sitja heima frekar en að hætta sér út í rign- ingarhraglanda til að sjá eitthvað sem er kannski gott. Það sannaðist í það minnsta á Spot-hátíðinni 2011, þar sem mikið var í lagt með útisvið, tjöld og tilheyrandi, en þegar brast á með rign- ingu í upphafi hátíðar datt aðsóknin svo niður að gríðarlegt tap varð á öllu sam- an, svo gríðarlegt, sagði Gunnar Mad- sen, formaður ROSA, í setningarræðu Spot á fimmtudaginn, að við lá að há- tíðin yrði ekki haldin framar. Það tókst þó að smala saman styrktar- og stuðn- ingsaðilum og hátíðin var haldin að nýju á nýjum stað að mestu leyti. Eins og getið er er obbi sveitanna sem kemur fram danskur, en líka er talsvert af sveitum annars staðar af Norð- urlöndum, þar með talið Íslandi, og Ís- lendingar voru óvenju áberandi að þessu sinni. Þannig komu fram Sóley, Lay Low og Prinspóló, aukinheldur sem Óskar Guðjónsson blés með Søren Dahl Jeppesen kvartettinum, og hálfíslensku sveitirnar My Bubba & Mi og Kúra, tróðu upp og IKI söngsveitin sem hefur á að skipa einni íslenskri söngkonu. Við það má svo bæta að tónskáldin í S.L.Á.T.U.R. voru með vinnustofu fyrir hátíðina og á henni og héldu bráð- skemmtilega uppákomu sem einskonar upphitun fyrir spilamennsku þeirra á SPOR 2012 nútímatónlistarhátíðinni sem haldin var nú í vikulokin. Frábær frammistaða Íslendinganna Það hljómar kannski eins og þjóðern- isrembingur, en því er ekki að neita að eitt það besta sem bar fyrir augu og eyru á Spot að þessu sinni var frammi- staða íslensku sveitanna; Lay Low í fantaformi eftir langa tónleikaferð, Sól- ey framúrskarandi skemmtileg, sér- staklega undir lok tónleika sinna, og Prinspóló átti líka góðan leik, en sérlega gaman var að sjá að troðfullt var á tón- leika Prinspóló og reyndar fín aðsókn á tónleika hinna líka. Það er liður í starfi Þýska söngkonan Klaudia Hebbelmann, sem söng með Slayer Big Band Project, skákar kannski ekki Tom Araya, en textar um dauða og djöful falla vel að kvenmannsrödd. Ár hvert er haldin norræn rokkhátíð í Árósum þar sem dönsk tónlist er í aðalhlutverki. Að þessu sinni voru íslenskir listamenn þó venju fremur áberandi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Af dönskum og íslenskum rokkstelpum Rokksveitin Ulige Numre er ein bjartasta von Dana nú um stundir og merkileg meðal annars fyrir það að hún syngur á dönsku sem er mjög sjaldgæft nú til dags.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.