SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 41
13. maí 2012 41 LÁRÉTT 1. Tilbúið undir heimilið. (9) 4. Það sem heldur sínum lit hreint og beint. (5,5) 8. Hár eftir sumar í sveit líkist búra. (11) 10. Capone feitur en undantekningalaus. (8) 13. Grípa mjólkursamsölufæði í úttekt. (7) 14. Gortið og húsráð flækjast saman á stað á Ak- ureyri. (12) 16. Karlmaður kúgi með drambi. (5) 17. Blóm sem feikn af eldsneyti. (8) 20. Ímyndaðir hundar djarfra. (9) 21. Alvarlegur áverki biðla. (9) 25. Staður með rokum fyrir þann á flótta. (11) 27. Set romm aftur í hljóðfæri. (6) 28. Í sári heilnæmt tré finnst að sögn. (8) 29. Sum fá kruðu til að þvælast með þegar þau vöknuðu. (8) 31. Fæ bein á haustönninni. (4) 32. Sér Bjarni um busl, spil og högg. (12) 33. Kostnaðarsamir hópar finna smáar skepnur. (6) LÓÐRÉTT 1. Komumst angistarfull af stað veseni. (7) 2. Draumóralistin tapar lausn hjá gagnrýnanda. (9) 3. Lituðust nú einhvern veginn um eftir skýringu. (8) 5. Linist vit í rugli í verunni hér á jörðu. (9) 6. Ási G. fær söng við komu sína út af ástandi. (11) 7. Orðið sem byrjar á M er glæpurinn. (6) 9. Eldur flytur vonda. (9) 11. Lítill skyndibiti fyrir þröngsýnan mann. (10) 12. Hrygglaus nær að gretta sig. (5) 15. Hitta viðeigandi. (4) 16. Húð og hross mynda sérstakan sess. (8) 18. Sú sem innheldur mikið af þrumum er ekki edrú. (11) 19. Móta klæði með efni. (8) 22. Þægilegt er í sælgæti að komast. (7) 23. Alda stoppar viðkvæma. (10) 24. Hún missir smávegis grískan bókstaf við að of- sækja. (8) 26. Maulaðu einhvern veginn eins og kýr. (7) 28. Hálfgerð flík hiti dýri. (6) 30. Tek enda á matarlauk og geri að hræringi. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 13. maí rennur út á hádegi 18. maí. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 20. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 6. maí er Erla H. Ásmundsdóttir, Melateig 41 (201), Akureyri. Hún hlýtur að launum bókina Morðið á Bessastöðum eftir Stellu Blómkvist. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Ég hygg að ég hafi séð Hauk Angantýsson, sem lést hinn 4. maí, í fyrsta sinn í Laugardals- höllinni sumarið 1972. Hann var að skýra skák úr einvígi Fischers og Spasskís. Haukur var ásamt Guðmundi Sigurjónssyni talinn fremsti skákmaður sinnar kyn- slóðar og á dögum einvígisins fór mikið orð af honum fyrir framgöngu við skákborðið; hann hafði unnið afar öflugt hraðskákmót í skákklúbbi ein- vígisins í Glæsibæ og voru þar engir veifiskatar á ferð, ef ég man rétt var Friðrik Ólafsson meðal þátttakenda. Eftir að Haukur kom að loknu efnafræðinámi í Gottingen í Þýskalandi tefldi ég oft við hann á heimili Guðmundar Ágústs- sonar bakarameistara á Vestur- götunni. Hann jók þátttöku á skákmótum heilmikið, varð efstur við fjórða mann á Skák- þingi Íslands 1975, Íslands- meistari 1976, efstur ásamt greinarhöfundi á Íslandsmótinu 1978 og við þurftum að tefla ein- vígi um titilinn. Í millitíðinni flugum við vestur um haf og tefldum á opnu móti í þorpi upp við Klettafjöllin í Bandaríkj- unum, Lone Pine. Að lokinni eftirminnilegri ferð til Las Vegas settist Haukur á móti gamla undrabarninu Samuel Resh- evsky. „Sammy“ hafði orð á sér fyrir að vera dálítið „brönd- óttur“ og í miðri skák tók hann upp leik. Eftir skákina, sem Haukur vann, spurðum við hann af hverju hann hefði látið hinn fræga andstæðing komast upp með þessa framkomu. Við fengum þau svör að hann hefði ekki haft geð í sér til að kalla á skákstjórann. „Þar fyrir utan,“ bætti hann við hlæjandi, „tók hann upp besta leikinn í stöðunni.“ Á Þýskalandsárum sínum tefldi hann fyrir þarlenda klúbba, háði harða baráttu við Guðmund Sigurjónsson um Ís- landsmeistaratitilinn 1968, ári síðar mætti Friðrik Ólafsson og hafði sigur eftir mikla keppni við Guðmund. Þar réð miklu að Guðmundur tapaði fyrir Hauki í skák sem hér fer á eftir: Skákþing Íslands 1969: Haukur Angantýsson – Guð- mundur Sigurjónsson Sikileyjarvörn 1. f4 g6 2. Rf3 Bg7 3. g3 c5 4. Bg2 Rc6 5. 0-0 d6 6. e4 e6 7. c3 Rge7 8. Ra3 Hb8 9. Rc2 b5 10. d4 b4 11. c4 Ba6 12. dxc5 Bxc4 Knýr hvítan til að fórna skiptamun, öruggara var var 12. … dxc5 og staðan er í jafn- vægi eftir 13. De2. 13. cxd6! Bxf1 14. Kxf1 e5 15. fxe5 Bxe5 Eftir 15. … Rxe5 á hvítur 16. Bg5! peðið á d6 er sem óþægur ljár í þúfu. 16. Rxe5 Rxe5 17. Bf4 R7c6 18. Dd5 Df6 19. Rd4! Enn einn hnitmiðaður leikur. 19. … g5 20. Rxc6 Rxc6 21. e5 Df5 Nú blasir við að leika 22. Dxc6+ en eftir 22. …f8 sleppur kóngurinn til g7 og biskupinn á f4 fellur. Næsti leikur Hauks kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. 22. e6! Dxd5 23. Bxd5 Rd4 24. Be5 fxe6 25. Bxh8 Rc2 26. Bc6 Kf7 27. Hc1 b3 28. axb3 Rb4 29. Be5 Rd3 30. He1 – og Guðmundur gafst upp. Glæsileg skák. Einn sinn stærsta sigur vann Haukur svo á World open- mótinu 1979 og var yfirleitt í toppbaráttunni á þeim mótum sem hann tók þátt í á þessum árum. Það var þungbært fyrir fjölskylduna og alla sem þekktu hann að horfa á Hauk veikjast alvarlega snemma á níunda áratugnum. Hann tefldi alltaf annað veifið eftir það en náði aldrei fyrri styrk. En í veik- indum sínum stóð hann keik- ur; Sævar Bjarnason frændi hans sagði mér að Haukur hefði varla misst úr dag í vinnu sinni við netagerð í Hampiðjunni en þar starfaði hann um áratuga- skeið. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Haukur Angantýsson Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.